Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 24.09.2018, Qupperneq 44
FRANKY ROUSSEAU — BEINT FRÁ — NEW YORK 26. SEPTEMBER KL. 20.00 SILFURBERG Frægir á ferð og flugi Stórstjörnur heimsins skelltu sér út á lífið um helgina. Fóru út að borða, fögnuðu stórafmælum, opnuðu verslunarmiðstöðvar og frumsýndu kvikmyndir. Ljósmyndarar Getty fylgja stjörn- unum hvert fótmál og þær pósa ófeimnar fyrir þá. Leikarinn Tom Arnold var mættur á frumsýningu Fahrenheit 11/9 og náði tali af leikstjóranum og kvikmyndagerðarmanninum Michael Moore. Hinn eitursvali Tom Hardy flýgur nú um heiminn til að kynna myndina sína Venom. Hér er hann í Zaryadie-garðinum í Moskvu þar sem Íslendingar spókuðu sig á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu fyrr á þessu ári. Herra Bean, Rowan Atkinson, tók daginn snemma um helgina og var mættur á BBC 2 til að kíkja í morgun- þátt Chris Evans, Breakfast Show, og var pottþétt hress. Söng- og leikkonan Cher, sem er orðin 72 ára, hélt tónleika í Auckland á Nýja- Sjálandi. Hún túrar nú um heiminn með tónleikaröðina Here We Go Again. Á tískusýningu Armani í Mílanó var margt um manninn. Þau Patrick Schwarzenegger, sonur Arnolds og Mariu Shriver, og kærasta hans Abby Champion kíktu þangað sem og knattspyrnumaðurinn Mauro Icardi og eiginkona hans Wanda Nara. Breska leikkonan Kate Beckinsale var mætt á rauða dregilinn í Kaliforníu til að opna nýja verslunarmiðstöð, Caruso’s Palisades Village. Þar voru einnig Charlize Theron og John Legend, Rita Wilson og Billy Crystal. Greinilega alvöru verslunarmiðstöð. Leikkonan Katie Holmes skellti sér út á lífið um helgina ásamt vin- konum sínum í eldrauðum og glæsilegum kjól. Þær fóru í Regn- bogaherbergið, eða Rainbow Room, í New York. 2 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m Á N U D A G U r24 l í f i ð ∙ f r É t t A b l A ð i ð Lífið 2 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 5 -6 D 5 0 2 0 E 5 -6 C 1 4 2 0 E 5 -6 A D 8 2 0 E 5 -6 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.