Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 6
ný reebok stöð í lambhaga Námskeið hefjast 1. október 8 stöðvar 3 sundlaugar reebokfitness.is SJÁ NÁNAR Á REEBOKFITNESS.IS ENGIN BINDING Slóvakía Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaða- manninn Ján Kuciak  og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. Morðin leiddu til umfangsmikilla mótmæla um landið allt á sínum tíma og urðu mótmælin til þess að ríkisstjórn Roberts Fico forsætis- ráðherra  hrökklaðist frá völdum. Fico hafði stýrt landinu meginþorra síðustu tólf ára. Fjórmenningarnir voru hand- teknir á fimmtudaginn og lýsti Peter Pellegrini forsætisráðherra yfir ánægju sinni með handtökuna. Sagði málið í algjörum forgangi hjá ríkisstjórninni. Lögregluyfirvöld í Slóvakíu hafa áður greint frá því að þau telji að morðingjarnir hafi verið ráðnir til verksins vegna vinnu Kuciaks. Hann hafði rannsakað og birt fréttir um meinta spillingu ríkisstjórnarinnar og meint tengsl stjórnmálamanna við ítalska mafíósa. – þea Í haldi fyrir morð Kuciaks Bandaríkin Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kav- anaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins samþykkti tilnefninguna á þriðjudag en kom því þó í gegn að rannsókn á Kavanaugh yrði opnuð á ný vegna ásakana kvenna á hendur tilnefnda um kynferðisbrot. Rann- sóknin má ekki taka lengri tíma en viku. Sarah Sanders, upplýsingafull- trúi Hvíta hússins, sagði svo í gær að alríkislögreglan hefði frjálsar hendur og gæti rannsakað allar ásakanir á hendur Kavanaugh. NBC hafði greint frá því að forsetaembættið hefði bannað FBI að rannsaka ásökun Julie Swetnick um að Kavanaugh hefði staðið að hópnauðgunum. Hæstiréttur kemur saman á mánu- daginn. Eins og stendur eru þar ein- ungis átta dómarar. – þea Segja Trump ekki stýra rannsókninni Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður- Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. Meirihluti á kjör- skrá þurfti að taka þátt en það gerði aðeins rúmur þriðjungur. Íhaldsmenn sniðgengu atkvæða- greiðsluna, meðal annars forsetinn Gjorgje Ivanov. Af þeim sem mættu á kjörstað studdu langflestir breyt- inguna, eða um níutíu prósent sam- kvæmt þeim tölum sem höfðu bor- ist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ástæðuna fyrir tilrauninni til að breyta um nafn má rekja til langrar deilu við Grikkland. Í Grikklandi finnst héraðið Makedónía og meirihluti hins sögulega konung- dæmis Makedóníu, sem til dæmis Alexander mikli stýrði. Grikkir hafa lengi krafist þess að þetta fyrr- verandi Júgóslavíuríki breyti nafni sínu vegna þessa. Zoran Zaev forsætisráðherra hefur barist fyrir nafnbreytingunni. Hann hefur meðal annars minnt á að vilji Makedónar ganga í Evrópu- sambandið eða Atlantshafsbanda- lagið sé nauðsynlegt að breyta nafninu. Annars geti Grikkir sífellt beitt neitunarvaldi sínu og komið þannig í veg fyrir aðild Makedóna. Ríkisstjórnin gerði þess vegna samning við Grikki. Grikkir myndu styðja aðildarumsóknir Makedóna, breyttu þeir nafni ríkisins.  Ráðherrann sagði eftir að fyrir lá að kjörsókn var of lítil að hann myndi boða til nýrra þingkosninga ef stjórnarandstaðan „virti ekki vilja fólksins“. – þea Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía indóneSía Erfiðlega gekk í gær að komast að fórnarlömbum 7,5 stiga jarðskjálftans sem skók indónesísku eyjuna Sulawesi á föstudaginn. Fólk í stórum byggðum á ströndum eyj- unnar fór verst út úr jarðskjálftanum, einna helst í borginni Palu.  Í gær var greint frá því að tala látinna stæði í 832 og sagði ABC að hamfaravarnastofnun ríkisins óttað- ist mjög að talan ætti eftir að hækka. Jusuf Kalla, varaforseti Indónesíu, sagði að þegar allt kæmi til alls gætu þúsundir hafa farist í hamförunum. Rauði krossinn sagði að allt að 1,6 milljónir hefðu orðið fyrir tjóni, slasast eða farist og útlit væri fyrir að ástandið versnaði enn. Sutopo Purwo Nugroho, upplýs- ingafulltrúi hamfaravarnastofnun- arinnar, sagði frá því á blaðamanna- fundi í gær að fregnir hefðu borist af því að fjöldi fólks væri fastur undir rústum bygginga sem hrundu í jarð- skjálftanum. Þá talaði hann einn- ig um að flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfar skjálftans hefði verið allt að sex metrar á hæð. „Talið er að tala látinna muni hækka þar sem fjöldi þeirra látnu sem hafa fundist lá undir rústum. Til margra höfum við enn ekki náð,“ sagði Nugroho. Í  borginni Palu vann björg- unarfólk að því að grafa fólk upp úr rústum með höndunum í gær. „Það sem við þurfum nauðsynlega á að halda núna eru vinnuvélar til þess að grafa upp rústirnar. Starfslið mitt er á svæðinu en það er ómögulegt að reiða sig bara á líkamlegan styrk þess,“ sagði Muhammad Syaugi, framkvæmdastjóri björgunarsveita- stofnunarinnar, í viðtali við franska miðilinn AFP. Í umfjöllun ABC kom fram að það sem einna helst torveldaði björg- unarstarf væri að vegir hefðu slitnað í sundur í hamförunum og símasam- band lægi niðri víða. Það geri það að verkum að erfitt sé, jafnvel ómögu- legt, að koma verkfærum og birgðum til þeirra sem þurfa. Næstum allir hinna látnu sem höfðu fundist í gær voru í borginni Palu. Hins vegar á björgunarfólk enn mikið verk fyrir höndum í Donggala, Sigi og Parigi Moutong en þar búa 1,2 milljónir samkvæmt ABC. Fjöldagröf var tekin í Palu í gær og sögðu yfirvöld frá því að þar yrðu að minnsta kosti 300 lík grafin. Sam- kvæmt hamfaravarnastofnuninni yrði gröfin þó hugsanlega stækkuð ef þörf væri á. Minningarathöfn um fórnarlömbin færi fram eins fljótt og auðið væri. thorgnyr@frettabladid.is Tala látinna hækkar á meðan björgunarstarf reynist erfitt Mögulega gæti tala látinna í Indónesíu eftir jarðskjálfta föstudagsins hlaupið á þúsundum að sögn Jusuf Kalla, varaforseta ríkisins. Slitnir vegir og skortur á símasambandi torveldar björgunarstarf. Unnið að því að grafa fólk upp úr rústum með handafli. Að minnsta kosti 300 verða grafin í fjöldagröf í borginni Palu. Björgunarfólk að störfum í borginni Palu í gær. Skortur á tækjum torveldar starfið til muna. NordicPhotoS/AFP Brett Kavanaugh dómari. Talið er að tala látinna muni hækka. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsinga- fulltrúi hamfaravarnastofnunar Á kjörstað í gær. NordicPhotoS/AFP 1 . o k t ó B e r 2 0 1 8 M Á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 3 -7 1 A 4 2 0 F 3 -7 0 6 8 2 0 F 3 -6 F 2 C 2 0 F 3 -6 D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.