Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 38
kvarta og kveina um leið og undir- búningstímabilið hófst og hélt því áfram þangað til hann var rekinn rétt fyrir jól. Þá hafði Chelsea tapað níu af fyrstu 16 leikjum sínum og sat í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Þá, líkt og nú, eyddi Mourinho miklu púðri í að deila við óvini sína, ímyndaða eða ekki. Fyrir þremur árum byrjaði hann tímabilið á að trompast eftir að læknirinn Eva Carneiro hljóp inn á í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar til að hlúa að Eden Hazard, leikmanni sem Mourinho lenti einnig upp á kant við síðasta tímabilið sitt hjá Chelsea. Núna stendur Mourinho í barna- legri valdabaráttu við Paul Pogba, farsa sem þeir koma báðir illa út úr. Franski miðjumaðurinn gagnrýndi leikstíl Mourinhos eftir leikinn gegn Wolves. Portúgalinn svaraði fyrir sig með því að leysa hann undan störfum varafyrirliða. Á æfinga- svæðinu daginn eftir leikinn gegn Derby áttu Pogba og Mourinho svo í einhverjum orðahnippingum. Pogba gaf Barcelona undir fótinn í upphafi tímabils en miðað við frammistöðu hans í leiknum gegn Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 7. umferðar 2018-19 West Ham - Man. Utd. 3-1 1-0 Felipe Anderson (5.), 2-0 Victor Lindelöf, sjálfsmark (43.), 2-1 Marcus Rashford (71.), 3-1 Marko Arnautovic (74.). Arsenal - Watford 2-0 1-0 Craig Cathcart, sjálfsmark (81.), 2-0 Mesut Özil (83.). Everton - Fulham 3-0 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (56.), 2-0 Cenk Tosun (66.), 3-0 Gylfi (89.). Huddersf. - Tottenham 0-2 0-1 Harry Kane (25.), 0-2 Kane, víti (34.). Man. City - Brighton 2-0 1-0 Raheem Sterling (29.), 2-0 Sergio Agüero (65.). Newcastle - Leicester 0-2 0-1 Jamie Vardy, víti (30.), 0-2 Harry Maguire (73.). Wolves - Southampton 2-0 1-0 Ivan Cavaleiro (79.), 2-0 Jonny (87.). Chelsea - Liverpool 1-1 1-0 Eden Hazard (25.), 1-1 Daniel Sturridge (89.). Cardiff - Burnley 1-2 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (51.), 1-1 Josh Murphy (60.), 1-2 Sam Vokes (70.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 7 6 1 0 21-3 19 Liverpool 7 6 1 0 15-3 19 Chelsea 7 5 2 0 15-5 17 Tottenham 7 5 0 2 14-7 15 Arsenal 7 5 0 2 14-9 15 Watford 7 4 1 2 11-8 13 Leicester 7 4 0 3 13-10 12 Wolves 7 3 3 1 8-6 12 B’mouth 6 3 1 2 10-11 10 Man. Utd. 7 3 1 3 10-12 10 Everton 7 2 3 2 11-11 9 Burnley 7 2 1 4 9-11 7 C. Palace 6 2 1 3 4-6 7 West Ham 7 2 1 4 8-12 7 Brighton 7 1 2 4 8-13 5 S’oton 7 1 2 4 6-11 5 Fulham 7 1 2 4 8-16 5 Newcastle 7 0 2 5 4-10 2 Cardiff 7 0 2 5 4-16 2 Huddersf. 7 0 2 5 3-16 2 Hryggðarmynd í sýningu í Leikhúsi draumanna Pressan á José Mourinho jókst enn frekar eftir 3-1 tap Manchester United fyrir West Ham í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. United er í 10. sæti. Portú- galski stjórinn hefur verið í fýlu frá því í sumar og ekki fundið leiðir til að snúa gengi United við. Mourinho þykir vera orðinn valtur í sessi eftir slæma byrjun á tímabilinu. fótbolti Það þarf að fara aftur til ársins 1989 til að finna verri byrjun hjá Manchester United á tíma- bili. Þá, á þriðja heila tímabili Sir Alex Ferguson við stjórnvölinn, var United með sjö stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. Í ár er uppskeran eftir fyrstu sjö umferðirnar tíu stig. United situr í 10. sæti ensku úrvals- deildarinnar með jafn mörg stig og Bournemouth. United hefur aðeins skorað tíu mörk en fengið á sig tólf. Aðeins fjögur lið hafa fengið á sig fleiri mörk. United mætti West Ham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild- inni og tapaði 3-1. Þetta þriðji leikur United á einni viku og það vægast sagt skelfilegri viku. United gerði 1-1 jafntefli við nýliða Wolves á heimavelli um þarsíðustu helgi, féll svo úr leik fyrir B-deildarliði Derby County í 3. umferð deildabikarsins og tapaði loks fyrir West Ham sem leit liða verst út í upphafi tímabils. José Mourinho er í vandræðum sem hann virðist ekki vita hvernig hann á að klóra sig út úr. Upplegg hans gegn West Ham var gríðarlega varfærið en samt fékk United á sig þrjú mörk. Eins og oft áður tók Mourinho enga ábyrgð og kenndi öllum öðrum um eftir leikinn. „Fyrsta markið var rangstaða, annað markið var sjálfs- mark og það þriðja kom eftir dóm- aramistök. En við verðum að byrja næsta leik betur,“ sagði Portúgalinn. Byrjunin á tímabilinu minnir ískyggilega mikið á byrjunina hjá Chelsea á tímabilinu 2015-16. Þá, líkt og nú, byrjaði Mourinho að Leikmaður helgarinnar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvívegis í 3-0 sigri Everton á Fulham á laugardaginn. Íslenski landsliðsmaðurinn kom mikið við sögu í leiknum. Hann skaut í slá úr víti í upphafi seinni hálfleiks en bætti upp fyrir það þegar hann kom Everton yfir á 56. mínútu. Þetta var átjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan teig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Philippe Coutinho, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er sá eini sem hefur skorað fleiri mörk en Gylfi fyrir utan teig á þeim tíma (19) . Cenk Tosun kom Everton í 2-0 á 66. mínútu og Gylfi skoraði svo sitt annað mark mínútu fyrir leikslok. Þetta var 49. mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Næsta mark verður því hans fimmtugasta í þessari sterku deild. – iþs Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Daniel Sturridge tryggði Liverpool stig gegn Chelsea þegar hann jafnaði í 1-1 með frábæru skoti, mínútu fyrir leikslok. Þetta voru fyrstu stigin sem Liverpool tapar í ensku úrvalsdeildinni á tíma- bilinu. Rauði herinn er í 2. sæti með jafn mörg stig og topplið Manchester City en lakari marka- tölu. Hvað kom á óvart? Gott gengi nýliða Wolves heldur áfram en þeir unnu 2-0 sigur á Southampton á Molineux. Úlfarnir eru ósigraðir í síðustu fimm leikjum sínum og eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Þeir hafa aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. Mestu vonbrigðin Manchester United tapaði í þriðja sinn í fyrstu sjö deildar- leikjum tímabilsins þegar liðið laut í lægra haldi fyrir West Ham á útivelli, 3-1. Frammi- staða United var slök og varnar- leikurinn hriplekur eins og hann hefur verið í mörgum leikjum á tímabilinu. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarftur á laugardaginn þegar hans menn töpuðu fyrir West Ham á Lundúnaleikvanginum. Staða Portúgalans veikist með hverri vikunni. NoRdiCPHoToS/GETTy Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Everton á Fulham. Skaut í slá úr víti. Kominn með þrjú mörk í ensku úrvalsdeildinni. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Cardiff í 1-2 tapi fyrir Burnley á heimavelli. Reading Jón daði Böðvarsson Gerði fyrra mark Reading í 2-2 jafntefli við Brentford. Kominn með sex mörk í vetur. Aston Villa Birkir Bjarnason Skoraði mark Aston Villa í 1-1 jafntefli við Bristol City á föstudaginn. Burnley Jóhann Berg Guðm. Var allt í öllu hjá Burnley sem vann Cardiff, 1-2. Skoraði fyrra mark Burnley og lagði það síðara upp. Frá byrjun síðasta tímabils hefur Jóhann Berg komið með beinum hætti að 13 mörkum í ensku úrvals- deildinni, fleiri en nokkur annar leikmaður Burnley. 1 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r18 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 3 -4 A 2 4 2 0 F 3 -4 8 E 8 2 0 F 3 -4 7 A C 2 0 F 3 -4 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.