Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 37
Meira til skiptanna Segðu bless við sköfuna og hitaðu bílinn með Webasto bílahitara – Webasto bílahitari -8° -6° -7° 0_StH_ANZ_Snow_99,3x99,5_Island.indd 4 27.10.17 14:2 21° Tilfinning BÍLASMIÐURINN HF BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI: 567-2330 www.bilasmidurinn.is • bilasmidurinn@bilasmidurinn.is Vináttulandsleikur Ísland 20-33 Svíþjóð (13-16) Mörk Íslands Þórey Rósa Stefáns- dóttir 5, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Lovísa Thompson 1, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Þórey Anna Ásgeirs- dóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1/1, Karen Knútsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 5, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 3. Fótbolti Valsmaðurinn Patrick Pedersen var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Pedersen fékk einn- ig Gullskó Adidas sem veittur er markahæsta leikmanni efstu deildar. Pedersen skoraði 17 mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar. Hann var sérstaklega heitur í seinni umferð- inni þar sem hann skoraði ellefu mörk, þar af tvær þrennur. Þetta er annað sinn sem Daninn fær Gullskó- inn. Pedersen er fjórði erlendi leik- maðurinn sem er valinn bestur í efstu deild á Íslandi. Landi hans, Allan Borgvardt, var valinn bestur 2003 og 2005. Luca Kostic fékk þessa viðurkenningu 1992 og David Winnie 1998. Willum Þór Willumsson, 19 ára miðjumaður Breiðabliks, var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann lék 19 deildarleiki fyrir silfur- lið Breiðabliks og skoraði sex mörk. Willum er sjötti Blikinn sem er valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Hinir eru Arnar Grétarsson (1991), Jóhann Berg Guðmundsson (2008), Alfreð Finnbogason (2009), Kristinn Steindórsson (2010) og Höskuldur Gunnlaugsson (2015). Ekkert lið hefur átt fleiri leikmenn sem hafa fengið þessa viðurkenn- ingu. – iþs Pedersen bestur og markahæstur Handbolti Svíar sýndu styrk sinn í seinni vináttulandsleiknum gegn Íslandi á Ásvöllum á laugardaginn. Íslenska liðið lék mjög vel í fyrri leiknum á fimmtudaginn og tapaði með minnsta mun, 25-26. Seinni leikurinn var öllu ójafnari og endaði með 13 marka sigri þeirra sænsku, 20-33. Íslenska liðið byrjaði leikinn reyndar ágætlega og munurinn í hálfleik var aðeins þrjú mörk, 13-16. Í seinni hálfleik átti Ísland hins vegar afar erfitt uppdráttar, skoraði aðeins sjö mörk og bilið breikkaði með hverri mínútunni. Síðasti þriðjungur leiksins var sér- staklega slæmur og þegar uppi var staðið munaði 13 mörkum á lið- unum, 20-33. „Fyrstu fjörutíu mínúturnar í dag voru fínar en síðan átti sér stað ákveðið gjaldþrot hjá liðinu. Við náðum ekki að fylgja því eftir sem við höfum verið að gera, því miður,“ sagði landsliðsþjálfarinn Axel Stef- ánsson við Fréttablaðið eftir leikinn á laugardaginn. Hann sagði sóknina hafa orðið íslenska liðinu að falli. „Mér fannst þær ekkert spila eitt- hvað mun betur, þess í stað vorum við okkar versti óvinur sóknarlega. Þó að þær hafi skorað 33 mörk áttu þær oft í vandræðum með varnar- leikinn okkar en fengu auðveld mörk eftir mistök í sóknarleik okkar. Þegar við náðum að standa varnarleikinn rétt var hann mjög góður þó að það megi auðvitað allt- af bæta eitthvað. Sóknarleikurinn fer með okkur í dag.“ Þetta voru síðustu leikir íslenska liðsins áður en fyrsta stig undan- keppni HM 2019 hefst í nóvem- ber. Þar er Ísland í riðli með Tyrk- landi, Makedóníu og Aserbaídsjan. ingvithor@frettabladid.is Stórt tap í seinni leiknum Eftir góða frammistöðu í fyrri vináttulandsleiknum gegn Svíþjóð tapaði íslenska kvennalandsliðið þeim seinni með 13 mörkum, 20-33. Uppstilltur sóknarleikur gekk brösuglega, sérstaklega í seinni hálfleik. Helena Rut Örvarsdóttir tekin föstum tökum af sænsku varnarmönnunum. FRéttablaðið/SigtRygguR aRi Handbolti Sigríður Hauksdóttir, leikmaður HK, lék sinn fyrsta leik fyrir A-landsliðið í handbolta þegar Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 20-33, í vináttulandsleik á laugardaginn. Sigríður, sem leikur í horninu, skor- aði eitt mark í leiknum. Sigríður er dóttir Guðríðar Guð- jónsdóttur sem lék 80 landsleiki og skoraði 372 mörk. Hún vann einnig fjölda titla með Fram. Amma Sigríðar er Sigríður Sigurðar dóttir sem var fyrst kvenna valin Íþróttamaður ársins. Sigríður var fyrirliði íslenska kvennalands- liðsins sem varð Norðurlanda- meistari 1964. Sama ár var hún valin Íþróttamaður ársins. Sigríður eldri vann einnig fjölda titla með Val. – iþs Þriðji ættliður sem skorar fyrir landsliðið Pedersen með gripinn sem hann fékk fyrir að vera valinn bestur í Pepsi-deild karla. Með honum er guðni bergsson, formaður KSÍ. Mynd/ValuR Fótbolti Sigríður Hauksdóttir eftir fyrsta landsleikinn. Mynd/HK S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ða b l a 17M Á n U d a G U r 1 . o k t ó b e r 2 0 1 8 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 F 3 -4 5 3 4 2 0 F 3 -4 3 F 8 2 0 F 3 -4 2 B C 2 0 F 3 -4 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.