Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 1

Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r l a u g a r d a g u r 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Góðir Íslendingar. Ég hef óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu, nú þegar miklir erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum mikla fjár- málakreppu og má jafna áhrifum hennar á bankakerfi heimsins við efnahagslegar hamfarir. Stórir og stöndugir bankar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið krepp- unni að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heima fyrir. Í aðstæðum sem þessum hugsar auðvitað hver þjóð fyrst og síðast um sinn eigin hag. Jafnvel stærstu hagkerfi heims eiga í tvísýnni baráttu við afleiðingar kreppunnar. Íslensku bankarnir hafa ekki frekar en aðrir alþjóðlegir bankar farið varhluta af þessari miklu bankakreppu og staða þeirra nú er mjög alvarleg. Á undanförnum árum hafa vöxtur og velgengni íslensku bankanna verið ævin- týri líkust. Mikil sóknarfæri sköpuðust þegar aðgengi að lánsfé á erlendum mörkuðum var í hámarki og bankarnir, ásamt öðrum íslenskum fyrirtækjum, nýttu sér tækifærið til sóknar og útrásar. Á þessum tíma hafa íslensku bankarnir stækkað gríðarlega og nema skuldbindingar þeirra nú margfaldri þjóðarframleiðslu Íslands. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum væru stórir bankar líklegri til að standa af sér tímabundinn mótbyr en þær hamfarir sem nú ríða yfir heims- byggðina eru annars eðlis og stærð bankanna í samanburði við íslenska hagkerfið er í dag þeirra helsti veikleiki. Þegar alþjóðlega fjármála- kreppan hófst fyrir rétt rúmu ári með hruni fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum og keðjuverkun vegna svokallaðra undirmálslána var staða íslensku bankanna talin sterk, enda höfðu þeir ekki tekið þátt í slíkum viðskiptum að neinu marki. En afleiðingar þeirrar keðjuverkunar sem þá hófst hafa reynst alvarlegri og umfangs- meiri en nokkurn óraði fyrir. Á allra síðustu vikum hefur fjármálakerfi heimsins orðið fyrir gríðarlegum áföllum. Nokkrir af stærstu fjárfestingabönkum heims hafa orðið kreppunni að bráð og lausafé á mörkuðum í raun og veru þurrkast upp. Þetta hefur haft þau áhrif að stórir alþjóðlegir bankar hafa kippt að sér höndum við fjármögnun ann- arra banka og algjört vantraust hefur skapast í viðskiptum banka á milli. Af þessum völdum hefur staða íslensku bankanna versnað mjög hratt á allra síðustu dögum. Góðir landsmenn. Ríkisstjórn Íslands, Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið hafa síðustu daga og vikur unnið baki brotnu að lausn á þeim gríðarlegu erfiðleikum sem steðja að íslensku bönkunum í góðu samstarfi við þá sjálfa. Að þeirri vinnu hafa ýmsir aðilar komið, til að mynda lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur allt kapp verið lagt á að íslensku bank- arnir seldu erlendar eignir sínar og minnkuðu umsvif sín svo að íslenska ríkið, svo smátt í saman- burði við íslensku bankanna, hefði bolmagn til að styðja við bakið á þeim. Við skulum hafa í huga í því samhengi að þær risastóru aðgerðir sem bandarísk yfir- völd hafa ákveðið til bjargar þarlendu bankakerfi eru um 5% af þeirra landsframleiðslu. Efnahagur íslensku bankanna er hins vegar marg- föld lands- framleiðsla Íslendinga. Ákvörð- un um umfangs- miklar björgun- araðgerðir til handa íslensku bönk- unum er því ekki spurning um að skattgreið- endur axli þyngri byrðar tíma- bundið heldur varðar hún stöðu íslensku þjóðar- innar í heild sinni til langrar fram- tíðar. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni gera það sem í hennar valdi stendur til að styðja við banka- kerfið. Í þeirri viðleitni hafa margir mikilvægir áfangar náðst á síðustu vikum og mánuðum. En í því ógnarástandi sem nú ríkir á fjármálamörkuðum heimsins þá felst mikil áhætta í því fyrir íslensku þjóðina alla að tryggja bönkunum örugga líf línu. Þetta verða menn að hafa í huga þegar talað er um erlenda lántöku ríkis- sjóðs upp á þúsundir milljarða til að verja bankana í þeim ólgusjó sem þeir eru nú staddir í. Sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðar- búið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt sjálft bankakerfi þjóðarinnar sé í húfi. Til slíks höfum við, ráða- menn þjóðarinnar, ekki leyfi. Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hags- munum. Um helgina var fundað nær linnulaust um stöðu fjármála- kerfisins. Ég get fullyrt að allir þeir sem komu að því borði reyndu sitt ítrasta til að búa svo um hnútana að starfsemi banka og fjármálastofnana gæti haldið áfram í dag og ávinn- ingur af vinnu helgarinnar gerði það að verkum að í gærkvöldi var útlit fyrir það að bankarnir gætu fleytt sér áfram um sinn. Af þeim sökum gat ég þess í gær- kvöldi að það væri mat mitt og ríkisstjórnarinnar að ekki væri ástæða til sérstakra aðgerða af okkar hálfu. Engin ábyrg stjórn- völd kynna afdrifaríkar aðgerðir varðandi banka- og fjármálakerfi sinnar þjóðar nema allar aðrar leiðir séu lokaðar. Þessi staða hefur nú í dag gerbreyst til hins verra. Stórar lánalínur við bankana hafa lokast og ákveðið var í morgun að loka fyrir viðskipti með bankastofnanir í Kauphöll Íslands. Nú reynir á ábyrg og fumlaus við- brögð. Ég mun nú á eftir mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem mun gera ríkis- sjóði kleift að bregð- ast við því ástandi sem nú er á fjár- mála- mörkuðum. Ég hef rætt við for- ystu stjórnarandstöðunnar í dag og fengið góð orð um að frum- varpið verði afgreitt í dag. Þakka ég þeim samstarfið í því efni. Með lagabreytingum þessum munum við aðlaga banka- kerfið að íslenskum aðstæðum og endurreisa traust erlendra aðila á banka- og fjármálastarfsemi á Íslandi. Verði lögin samþykkt í dag má gera ráð fyrir að þessar heimildir verði virkar strax í kjölfarið. Ég vil taka af öll tvímæli um að innstæður Íslendinga og séreigna- sparnaður í íslensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess að slíkar inn- eignir skili sér til sparifjáreigenda að fullu. Um þetta þarf enginn að efast. Þá munu stjórnvöld sjá til þess að atvinnulíf landsins hafi aðgang að fjármagni og banka- þjónustu eftir því sem frekast er unnt. Góðir Íslendingar. Mér er ljóst að þetta ástand er mörgum mikið áfall sem veldur okkur öllum bæði ótta og angist. Undir þeim kringumstæðum er afar brýnt að stjórnvöld, fyrir- tæki, félagasamtök, foreldrar og aðrir sem geta látið gott af sér leiða, leiti allra leiða til að daglegt líf fari ekki úr skorðum. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að íslenska þjóðin stæði saman og sýndi æðruleysi andspænis erfiðleikum – þá er sú stund runnin upp. Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem mestu máli skiptir í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú geisar. Ég hvet fjölskyldur til að ræða saman og láta ekki örvæntingu ná yfirhöndinni þótt útlitið sé svart hjá mörgum. Við þurfum að útskýra fyrir börnunum okkar að heimurinn sé ekki á heljarþröm og við þurfum sjálf, hvert og eitt, að finna kjark innra með okkur til að horfa fram á veginn. Þrátt fyrir þessi miklu áföll er framtíð þjóðarinnar bæði trygg og björt. Það sem mestu máli skiptir er að undirstöður samfélagsins og efnahagslífsins eru traustar, þótt yfirbyggingin gefi eftir í þeim hamförum sem nú ríða yfir. Við eigum auðlindir, bæði í sjó og á landi, sem munu tryggja okkur góða lífsafkomu sama hvað á dynur. Menntun þjóðarinnar og sá mannauður sem hér er til staðar er ekki síður öfundsverður í augum annarra þjóða en náttúruauðlindirnar. Við höfum að sama skapi tæki- færi til endurreisnar í fjármála- kerfinu. Við höfum lært af þeim mistökum sem gerð voru á hinum miklu uppgangstímum og sú reynsla verður okkur dýrmæt þegar fram í sækir. Með sameigin- legu átaki og af þeirri bjartsýni sem einkennir íslenska þjóð munum við komast í gegnum þessa erfiðleika og hefja nýja og þróttmikla sókn. Góðir landsmenn. Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skap- ist, ef íslensku bankarnir verða óstarfhæfir að einhverju marki. Til þess hafa stjórnvöld marg- vísleg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum pólitíska vett- vangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfir- vegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland. … sagði Geir H. Haarde þá- verandi forsætis- ráðherra við íslenska þjóð fyrir nákvæm- lega tíu árum. En hvernig blessaðist þetta? Og hvar eru helstu áhrifa- menn hrunsins í dag? ➛ 24–30 Guð blessi Ísland K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AFNÝJUM VÖRUM FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS 4.–8. OKT. SUNNUDAGUR 1 3 –1 810 –1 8 LAUGARDAGUR 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -B 0 B C 2 1 0 2 -A F 8 0 2 1 0 2 -A E 4 4 2 1 0 2 -A D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.