Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 2

Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 2
Veður Hvöss suðaustanátt með slyddu eða rigningu á SA-, S- og V-landi, en hríðarveður til fjalla. Hægari vindur og þurrt NA-lands. Lægir SV til í kvöld með skúrum. sjá síðu 48 Hugnaðist ekki mótmælin Samtökin Reykjavík Animal Save stóðu fyrir samstöðuvöku við sláturhús SS á Selfossi í gær og mótmæltu illri meðferð dýra. Nokkrar harðar kjöt- ætur gátu ekki hugsað sér að grænkerarnir tækju afstöðu með dýrunum og virtust, af ummælum á Facebook-síðu gagnmótmæla sinna að dæma, líta á mótmælin sem persónulega árás á sinn lífsstíl. Brugðu þær því á það ráð að grilla SS pylsur hinum megin við götuna. Fréttablaðið/anton brink umhverfismál Bæjarfulltrúar á Ísa- firði íhuga að takmarka landgöngu ferðamanna á skemmtiferðaskip- um og vilja svör um heimildir sínar til að að setja reglur um þyrluflug í friðlandinu á Hornströndum. Bæjarstjórnin ákvað í maí 2014 að takmarka verulega þyrluflug í atvinnuskyni yfir friðlandinu. Flug- ið yrði algjörlega bannað á sumrin og að ekki mætti lenda þyrlum í atvinnustarfsemi nema á viður- kenndum lendingarstöðum sem eru að Látrum í Aðalvík og í Fljótavík. Í ljósi þess segir bæjarstjórnin nú að það veki „furðu að Ferða- þjónustufyrirtæki hafi flogið ferða- mönnum til Hornvíkur þar sem þeir voru skildir eftir í nokkra daga“ eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar. „Ekki var leitað eftir leyfi Ísafjarðar- bæjar né landeigenda í Hornvík vegna þessarar ferðar. Upp komst um þessa ferð þegar leita þurfti aðstoðar ferðaþjónustuaðila á Ísa- firðir til að sækja farþegana á bát þar sem ekki var hægt að lenda í Hornvík vegna veðurs.“ Samþykkti bæjarstjórnin  að fá svör Umhverfisstofnunar við því hvort bærinn hafi heimild til að banna þyrluflug og lendingar í frið- landinu, til dæmis í gegn um skipu- lag svæðisins. „Hver hefur heimild til að heimila þyrluflug og lendingar þyrlu í friðlandinu á Hornströnd- um?“ spyrja bæjarfulltrúar Sérstaklega er undirstrikað að í Hornvík sé ekki viðurkenndur lend- ingarstaður. „Þar sem ekki var um neyðarflug að ræða er ekki heimilt að lenda þar nema með leyfi land- eigenda eða Ísafjarðarbæjar,“ segir um áðurnefnt þyrluflug. Eðlilegt sé að fá svar frá Umhverfisstofnun sem fari með friðlýsingu svæðisins um það hvar heimildir Ísafjarðarbæjar liggi og hver fari með eftirlitshlut- verk í friðlandinu. Afgreiðslu tillögu um að tak- marka landtöku farþega skemmti- ferðaskipa var hins vegar frestað. Tillagan er um að banna landtöku skemmtiferðaskipa og farþega- báta með fimmtíu farþega eða fleiri nema í viðurkenndum höfnum sveitarfélagsins. Í tillögunni er sagt að það sé stefna margra skemmtiferðaskipa og þjónustuaðila þeirra fyrir árið 2020  að sniðganga hafnir á Vest- fjörðum og bjóða gestum sínum frekar að fara frá borði í Hornvík, Hesteyri, Aðalvík, í minni Lóna- fjarðar,  í Dynjandisvogi og undir Látrabjargi. „Þeir spara þá hafnargjöld og tekjur af ferðum gesta verða allar eftir um borð í stað þess að deilast út í hagkerfi sveitarfélaganna, átroðn- ingur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitar- félagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum sínum,“ segir í tillögunni sem taka á aftur fyrir síðar. gar@frettabladid.is Túristaþyrla í Hornvík vekur furðu Ísfirðinga Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill að Umhverfisstofnun svari því hvort sveitar- félagið geti bannað þyrluflug og -lendingar í friðlandinu á Hornströndum. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi brotið gegn takmörkunum sem settar voru 2014. Ferðamenn af skemmtiferðaskipi stíga á land á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur Átroðningur þessara farþega mun engu að síður eiga sér stað innan sveitarfélagsins og hafa áhrif á upplifun annarra gesta sem og landeigenda sem borga fasteignagjöld af húsum. Úr tillögu í bæjarstjórn Ísafjarðar utanríkismál Geir H. Haarde mun láta af störfum sem sendiherra Íslands í Washington D.C. þann 1. júlí næstkomandi. Í staðinn tekur hann sæti í stjórn Alþjóðabankans. No r ð u r l ö n d i n o g Eyst ra - saltsríkin skiptast á að eiga f u l l t r ú a í st j ó r n b a n ka n s . Geir var gerður að sendiherra árið 2015. Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum mun taka við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum af Geir.– smj Geir færir sig til í Washington Geir H. Haarde. Dómsmál Lögreglumaður sem ákærður hefur verið fyrir brot í starfi  og fyrir að hafa af gáleysi valdið manni stórfelldu líkams- tjóni, neitaði sök við þingfestingu málsins í vikunni. Atvikið  átti sér stað við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í fyrra en lögreglu- manninum er gefið að sök að hafa ítrekað skellt bílhurð lögreglubíls á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Hinn handtekni kærði handtök- una en málið var látið niður falla og ákvörðun tekin um að ákæra ekki þá tvo lögreglumenn sem komu að handtökunni. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem sneri ákvörðuninni við og fól héraðssak- sóknara að gefa út ákæru í málinu. Brotaþolinn fer fram á 7 milljónir í bætur.  – aá Lögreglumaður neitar sök atvikið átti sér stað á Hamborgarabúllunni í kópavogi. Fréttablaðið/eyþór 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -B 5 A C 2 1 0 2 -B 4 7 0 2 1 0 2 -B 3 3 4 2 1 0 2 -B 1 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.