Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN. STAÐALBÚNAÐUR MA: LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í SÆTUM, HITI Í STÝRI, RAFDRIFINN AFTURHLERI, ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI O.M.FL. AUKAHLUTIR Á MYND DRÁTTARKRÓKAR AÐ FRAMAN. ® JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK® jeep.is JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. VERÐ FRÁ 9.990.000 KR. 33” BREYTTUR VERÐ FRÁ 10.590.000 KR. Þrjú í fréttum Ofurhlaup, bætur og léttburar Elísabet Mar- geirsdóttir ofurhlaupari og næringar­ fræðingur var í 9. sæti af 60 keppendum í 409 kílómetra hlaupi í Góbíeyðimörkinni í Asíu. Elísabet, sem kom í mark langfyrst kvenna, kláraði hlaupið á fjórum dögum. Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttar­ lögmaður sem var verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, sagði fásinnu að líta til sanngirnisbótamála við ákvörðun bóta til þeirra. Ragnar sagði þá eiga bótakröfur sem unnt væri að fá úrlausn um fyrir almennum dómstólum ef ekki semdist. Geir Gunn- laugsson prófessor sem skoðaði hvernig heilsa og líðan barna var fyrir og eftir hrun og hvað gæti breyst á tímum efnahagskreppu, segir börn hafa fæðst léttari eftir hrun miðað við meðgöngulengd. TÖLUR VIKUNNAR 30.09.2018 – 06.10.2018 17,4 milljónum króna eyddu ráðuneytin níu undan­ farið ár í leigubílaferðir. Kostnaður utanríkisráðuneytisins var mestur eða 6,7 milljónir króna. 23,7% fækkun varð á sölu nýrra fólks­ bíla í september miðað við sept­ embermánuð í fyrra. Nú voru nýskráðir bílar 935 talsins en voru 1.266 í sept­ ember í fyrra. 13% var hlutfall mat­ vöru af útgjöldum heimilanna árið 2016. Fullveldis­ árið 1918 fór stærstur hluti út­ gjaldi heimilanna í matvæli eða um helmingur. 57% eru mót fallin aðild Ís lands að Evrópu sam­ bandinu sam­ kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir sam tökin Já Ís land. 46 prósent eru fylgjandi því að taka upp evru í stað krónunnar. 32,1% eigna lands­ manna var í skuld í árslok 2017. Skulda­ hlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan 1992 en þá var það 30,9 prósent. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslu Skipulagsstofn­ unar. Aðeins 60 prósent þeirra eru skráð í fasteignaskrá þjóðskrár. UMHVERFISMÁL „Það er öllum ljóst að þetta er brýnt úrlausnarefni. Bæjarstjórnin vill hins vegar stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að bæta við urðunarstað í sveitar- félaginu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, en meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafna nýtingu Nessands fyrir urðunarstað. Í viljayfirlýsingu sorpsamlaga á Suðvesturlandi, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, segir að nauðsynlegt sé að þessir aðilar sam- einist um lausnir eins og kostur er. Hámarkshagkvæmni verði náð með því að hver og einn leggi sitt til lausna sem nýst geti öðrum. Meðal þessara lausna er fyrir- huguð gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi sem ætlað er að breyta lífrænum úrgangi í lífdísil og sorp- brennsla Kölku á Reykjanesi. Fyrir liggur að urðun verði hætt í Álfs- nesi 2020 og finna þarf stað fyrir urðun óvirks úrgangs. Var nýr urð- unarstaður hugsaður sem framlag Suðurlands í þetta samstarf. „Við höfum verið í viðræðum við Sorpstöð Suðurlands um urðunar- stað sem tæki að hluta til við af Álfs- nesi. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss kemur mér svolítið á óvart því það hefur legið í loftinu að það væri vilji fyrir þessu. Þarna yrðu um 20 þúsund tonn urðuð á ári og ekki yrði um að ræða úrgang sem rotnar eða fýkur,“ segir Björn H. Halldórs- son, forstjóri Sorpu. Elliði segir að ýmislegt hafi breyst frá því 2009 þegar Nessandur hafi verið talinn ákjósanlegur staður fyrir urðun. „Matvælavinnslan er nær og sérstaða Ölfuss sem mat- væla klasa hefur breyst. Svo höfum við hér fyrirtæki í vatnsútflutningi.“ Hann bendir á að urðunarstaður hafi verið í sveitarfélaginu fram til 2009. Nessandur hafi aðeins verið einn af níu stöðum sem hafi þótt koma til greina. „Það þarf að setja aukna áherslu á að leysa þetta og við munum fara í þá vinnu með okkar samstarfsaðilum,“ segir Elliði. Fulltrúar O-listans í bæjarstjórn Ölfuss greiddu atkvæði gegn til- lögunni um að hafna urðunarstað á Nessandi. Í bókun minnihlutans segir að það sé samfélagsleg ábyrgð að taka þátt í því að leita lausna í þessum málaflokki. Engar forsend- ur séu fyrir því að leggjast gegn því að viðkomandi urðunarstaður verði áfram skoðaður sem valmöguleiki. Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, segir samvinnu á þessu sviði mikil- væga og að styrkleikar hvers aðila séu nýttir. „Þessi gamla ímynd af sorpurðun á ekki lengur við. Þetta er allt annað í dag þegar búið er að taka lífræna úrganginn út og engin lyktarmál fyrir hendi. Hugmyndafræðin er samt sú að urða sem allra minnst. Aukin áhersla á endurvinnslu og endurnýtingu gerir það að verkum að eftir standa efni sem eru frekar föst og ekki fokgjörn.“ Hann segir enga niðurstöðu komna í málið en finnist rétti stað- urinn eigi þetta ekki að vera neitt mál. „Við ákváðum að halda áfram að skoða okkar möguleika en það þarf að kanna möguleikana á svæð- inu betur. Nú reynum við að spýta í lófana og sjá hvort við getum ekki leyst þetta.“ sighvatur@frettabladid.is Finna þarf urðunarstað fyrir óvirkan úrgang á Suðurlandi Meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss vill ekki nýjan sorpurðunarstað í sveitarfélaginu. Urðunarstaðurinn hafði verið hugsaður sem framlag Suðurlands í samvinnu sorpsamlaga á Suðvesturlandi. Formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands segir að spýta þurfi í lófana til að leysa málið og að ímynd urðunar hafi breyst. Sífellt minna sorp er urðað en eftir stendur úrgangur eins og múrbrot, gler og uppmokstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ 6 . o K T ó b E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R4 F R é T T I R ∙ F R é T T A b L A ð I ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -C 9 6 C 2 1 0 2 -C 8 3 0 2 1 0 2 -C 6 F 4 2 1 0 2 -C 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.