Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 10

Fréttablaðið - 06.10.2018, Page 10
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2019 Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Áhersla er lögð á eftirfarandi: • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu. • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu. • Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir. • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði. • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu. Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum: • Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi • Stefna í áfengis- og vímuvörnum til 2020 • Stefna og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020 Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang: - Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu. - Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun. Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu. Opnað verður fyrir umsóknir þann 20. september en umsóknarfrestur rennur út þann 15. október 2018. Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/. Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins. Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is Dómsmál „Vonandi lýkur þessu hér,“ segir Ingibjörg Dögg Kjart- ansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, sem hafði í gær betur gegn Glitni í lögbannsmálinu svokallaða fyrir Landsrétti. Rétturinn staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi lögbann sýslu- manns á fréttaflutning byggðan á gögnum úr bankanum. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media, fjölmiðlafyrirtækis Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, um málefni Bjarna Benediktssonar og fjárfestingar hans fyrir hrun vakti mikla athygli. Lögbann hefur hvílt á Stundinni frá 16. október í fyrra og þrátt fyrir sigurinn fyrir Landsrétti í gær eru hendur Stundarfólks og Reykjavik Media enn bundnar. Lögbanninu verður nefnilega ekki aflétt fyrr en Glitnir hefur tekið ákvörðun um hvort félagið láti reyna á að áfrýja málinu til Hæstaréttar eða ekki. „Það er mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál. Það er algjörlega óásættanlegt fyrir lýð- ræðislega umræðu að hægt sé að leggja lögbann á fréttaflutning, og að sýslumaður geti ruðst inn á rit- stjórnir og gengið fram með þessum hætti,“ sagði Ingibjörg Dögg. – sks Stundin lagði Glitni aftur Ingibjörg Dögg og Jón Trausti, ritstjórar Stundarinnar. FréTTablaðIð/ErnIr Það er mjög mikil­ vægt að fá niður­ stöðu í þetta mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar Noregur Nadia Murad og Denis Mukwege hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Um þetta tilkynnti nób- elsnefndin í Ósló í gær og sagði Beritt Reiss-Andersen formaður að tví- eykið hlyti verðlaunin fyrir „baráttu þeirra fyrir því að hætt verði að nota kynferðisofbeldi sem vopn í stríði“. Hin 25 ára Murad er næstyngsta manneskjan til að fá verðlaunin. Hún er af þjóðflokki Jasída og var á meðal þeirra fjölmörgu stúlkna og kvenna  sem hryðjuverkasam- tökin sem kenna sig við íslamskt ríki hnepptu í kynlífsþrældóm. Frá því hún slapp hefur hún verið ein hávær- asta rödd Jasída, talað gegn mansali og fyrir því að alþjóðasamfélagið beiti sér af hörku gegn þeim sem beita kynferðisofbeldi sem vopni. Kvensjúkdómalæknirinn Muk- wege er öllu eldri, 63 ára, og hefur með samstarfsmönnum sínum meðhöndlað um 30.000 þolendur kynferðisofbeldis. Hann hefur áður fengið mannréttindaverðlaun SÞ og var útnefndur Afríkumaður ársins 2009. Það var árið 1999 sem fyrsti þolandinn kom á spítala Mukwege. Henni hafði verið nauðgað og skotið hafði verið úr byssu á kyn- færi hennar og læri. Síðar átti Muk- wege eftir að meðhöndla fleiri slíka þolendur. – þea Tvö fengu friðarverðlaun Jasídi og Kongómaður fengu friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn nauðgunum. Jasídinn lifði af kynlífsþrælkun ISIS en Kongómaðurinn er læknir sem hefur meðhöndlað tugi þús- unda þolenda. Þessi verðlaun eru viðurkenning á þeim þjáningum og skorti á bótum til þeirra kvenna sem eru fórnarlömb nauðgunar og kynferðisofbeldis alls staðar í heim­ inum. Denis Mukwege Ég deili þessum verðlaunum með öllum Jasídum, Írökum, Kúrdum, öðrum minnihluta­ hópum sem eiga undir högg að sækja og hinum óteljandi þolendum kynferðis­ ofbeldis. Nadia Murad 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 l A u g A r D A g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -E B F C 2 1 0 2 -E A C 0 2 1 0 2 -E 9 8 4 2 1 0 2 -E 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.