Fréttablaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 12
Í dag er sléttur  mánuður þar til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Skoðanakönn-unum og stjórnmálaskýr-endum í Bandaríkjunum ber saman um að Demókratar séu líklegir til þess að fá meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Eins og stendur hafa Repúblikanar 235 sæti, Demó- kratar hafa 193 og og sjö eru auð. 218 sæti duga til að mynda einfaldan meirihluta. Það væru engin óvænt tíðindi að Demókratar bættu við sig sætum í kosningunum, sem fara fram eftir sléttan mánuð. Það er nærri algild regla að flokkur forsetans tapi í kosningum á miðju kjörtímabili hans. Ekki bætir úr skák að Donald Trump mælist óvinsælli en Barack Obama gerði árið 2010. Þá sögðust 45,5 prósent styðja forsetann, nú 42,2 prósent. Donald Trump og aðrir Repúbl- ikanar hafa því hvatt íhaldssama kjósendur eindregið til þess að skila sér á kjörstað. „Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demókrata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra,“ tísti Trump forseti til að mynda í vikunni. Ítarlegasta útgáfa spálíkans töl- fræðisíðunnar FiveThirtyEight tekur tillit til skoðanakannana, fjáröflunar flokkanna, sögunnar og fleiri þátta. Samkvæmt því eru 28,8 prósenta líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum. Líkurnar á því að Demókratar nái meirihluta eru þá 71,2 prósent. Almennt eru bandarískir kjós- endur ósáttir við störf fulltrúadeild- arinnar en sáttir við sinn fulltrúa. Er það því venjulega töluvert auð- veldara að verja sæti sitt en að hirða sæti af sitjandi þingmanni. Það bætir því ekki úr skák fyrir Repúblikana að mun fleiri þingmanna flokksins eru að hætta á þingi en er raunin hjá Demókrötum. Alls eru 39 Repúbl- ikanar að segja það gott og er það mun hærri tala en í undanförnum kosningum. Stefnir í sigur Demókrata Útlit er fyrir að Demókratar taki fulltrúadeildina. Virðast ætla að bæta við sig um það bil þrjátíu sæt- um. Metfjöldi Repúblikana hættir á þingi. M jótt er á munum í öldungadeild-inni eins og staðan er nú, fyrir kosningar. Repúblikanar hafa 51 sæti og Demókratar 47. Tveir eru óháðir en þeir greiða alla jafna atkvæði með Demókrötum og má því segja að staðan í öldunga- deildinni sé í raun 51-49. Í ljósi þess að varaforsetinn Mike Pence hefur oddaatkvæði mega Repúblikanar við því að tapa einu sæti án þess að tapa völdum. Eins og venjulega er einungis kosið um þriðjung öldungadeildar- þingsæta. Þau eru reyndar 35 talsins í ár. Ætti því að vera mögulegt fyrir Demókrata að ná meirihluta í ljósi óvinsælda ríkisstjórnar Trumps. En málið er flóknara en svo. Af þeim 35 sætum sem kosið er um þurfa Demókratar og hinir tveir óháðu að verja 26 sæti. Þar af tíu í ríkjum sem Trump vann í forseta- kosningunum 2016. Þeir þurfa því að treysta á að vinna tveimur fleiri sæti en þeir tapa. Samkvæmt spálíkani FiveThirty- Eight eru 78,7 prósenta líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta en einungis 21,3 prósenta líkur á að Demókrötum takist ætlunarverk sitt. Forskot Repúblikana í könnun- um hefur aukist undanfarnar vikur á meðan mál Bretts Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt til hæstaréttar, hefur verið í hámæli. Þau sæti sem Repúblikanar halda nú og jöfnust barátta er um eru í Tennessee, þar sem  Repúblikani leiðir með hálfu prósenti sam- kvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClearPolitics tekur saman, í Nevada leiðir Demókrati með 2,3 prósentum, í Arizona leiðir Demó- krati með 3,5 prósentum og í Texas leiðir Repúblikani með 4,6 pró- sentum. Fimm sæti Demókrata þykja hins vegar afar viðkvæm. Útlit er fyrir að Demókratar tapi sæti sínu í Norður- Dakóta, en þar leiðir Repúblikani nú með 8,7 prósentum. Meiri spenna er í Flórída þar sem Demókrati leiðir með 2,4 prósentum, Indiana þar sem Demókrati leiðir með 2,5 pró- sentum, Missouri þar sem Repúbl- ikani leiðir með 0,4 prósentum og Montana þar sem Demókrati leiðir með þremur prósentum. Gangi þessar skoðanakann- anir eftir myndu Demókratar tapa tveimur af sætum sínum. Þeir myndu þó vinna tvö sæti af Repúblikönum. Staðan yrði sem sagt óbreytt í öldungadeildinni. Repúblikanar með forskot Útlit er fyrir að Repúblikanar haldi meirihluta í öld- ungadeildinni. Eru líklegri til að bæta við sig sætum. Demókratar í íhaldssömum ríkjum í vondri stöðu. Kosið er um ríkisstjórastólinn í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Eins og stendur halda Repúblikanar 33 ríkisstjórasetrum, Demókratar sex- tán og einn er óháður. Samkvæmt spá RealClearPolitics er útlit fyrir að Repúblikanar haldi að minnsta kosti 23 sætum og Demókratar 19 en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Einna mest spennandi er baráttan í Flórída. Þar mætast algjörlega and- stæðir pólar bandarískra stjórn- mála. Demókratinn Andrew Gillum er á meðal þeirra frjálslyndustu í flokki sínum en Repúblikaninn Ron DeSantis er harður íhaldsmaður. Í síðustu tveimur könnunum sem birst hafa mælist Gillum með eins prósentustigs forskot. Forskot hans hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en stóð til að mynda í fimm prósentustigum um miðjan sept- ember. Demókratar mælast sigurstrang- legri í flestum öðrum ríkjum þar sem mjótt er á munum. Það er að segja í Wisconsin, Oregon, Ohio, Nevada og Iowa.   Einnig er spenna í Georgíu þar sem Repúblikani mælist með 0,5 prósenta forskot og í Kansas þar sem Repúblikani mælist með eins prósents forskot. Demókratar virðast svo líklegir til þess að hirða fjóra stóla sem Repúblikanar halda og Repúblik- anar eru líklegir til að taka stól hins óháða. Verði þetta raunin myndu Repúblikanar samtals halda 25 ríkisstjórastólum og Demókratar 25. Ríkisstjórastólar gætu skipst jafnt Hlutverk þingsins og fyrirkomulag Bandaríska þingið skiptist í tvær deildir, fulltrúa- og öldunga- deild. Þingið fer með löggjafar- valdið. Forseti hefur takmarkað neitunarvald og getur sjálfur gefið út tilskipanir. Nokkur munur er á starfi deilda þingsins sem og fyrirkomulagi þeirra. Hvert ríki Bandaríkjanna sendir þingmenn í báðar deildir. Mismargir sitja í fulltrúadeild þingsins frá hverju ríki Bandaríkjanna. Fjöldi þing- manna hvers ríkis er ákveðinn með tilliti til íbúafjölda ríkisins. Þannig eru einhver ríki bara með einn þingmann í fulltrúa- deildinni á meðan önnur eru með tugi. Tveir fara hins vegar frá hverju ríki í öldungadeildina, algjörlega óháð íbúafjölda. Sömuleiðis eru kjörtímabilin mislöng. Öldungadeildarþing- menn sitja í sex ár en fulltrúa- deildarþingmenn tvö. Þess vegna er bara kosið um rétt rúman þriðjung sæta í öldunga- deildinni nú en öll sæti í full- trúadeildinni. Hlutverk deildanna er líka misjafnt. Öldungadeildin getur ein samþykkt milliríkjasamn- inga og skipun embættismanna, líkt og margir gætu hafa tekið eftir í máli Bretts Kavanaugh undanfarna daga. Hins vegar sér fulltrúadeildin um almenna alríkislöggjöf. Varaforseti gegnir ávallt hlut- verki forseta öldungadeildar- innar en meirihlutinn kemur sér saman um forseta fulltrúa- deildar. Ef atkvæðagreiðslur í öldungadeild enda í jafntefli sker varaforsetinn úr um niður- stöðuna. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Eina ástæðan fyrir því að kjósa Demó- krata er sú að þú sért orðinn þreyttur á því að sigra. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Andstæðir pólar banda- rískra stjórnmála berjast um Flórída. Íhaldsmaður saxar á forskot frjálslynds sem mælist nú eitt prósent. 161 örugg sæti Demókrata 173 örugg sæti Repúblikana Fulltrúadeild samkvæmt könnunum Staðan í öldungadeildinni samkvæmt skoðanakönnunum 14 18 36 20 13 Ríkisstjórar samkvæmt könnunum Örugg sæti Re- públikana Sigur Re- públikana líklegur Hallast að Re- públikönum Mjótt á munum Ekki kosið um í ár Hallast að Demókrötum Sigur Demó- krata líklegur Örugg sæti Demókrata og frjálslyndra óháðra 6 . o k t ó b e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R12 F R é t t i R ∙ F R é t t A b L A ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -D 8 3 C 2 1 0 2 -D 7 0 0 2 1 0 2 -D 5 C 4 2 1 0 2 -D 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.