Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 16

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hósta- mixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og eira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. Verð 16.990 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa frá Milwaukee vfs.is Mildan vormorgun árið 2011 gekk Catherine Oxenberg eftir Venice Beach í Los Angeles ásamt nítján ára dóttur sinni, Indiu. India átti sér þann draum heitastan að opna bakarí og hafði Catherine skráð mæðgurnar á námskeið í rekstri fyrir- tækja. Þann dag upphófst áralöng martröð kvennanna tveggja. Sex árum síðar fékk Catherine símtal frá kunningja- konu. „Þú verður að bjarga Indiu.“ Þegar Catherine hitti Indiu næst var hún horuð, fáskiptin, sljó og farin að missa hárið. Catherine vildi helst ekki spyrja – hún óttaðist svarið. En líf dóttur hennar lá við. „Er búið að brenni- merkja þig?“ India hikaði. „Já, mamma, það er búið að brenni- merkja mig. Og hvað með það?“ Örþrifaráð Í mars síðastliðnum var Keith Raniere, leiðtogi „sjálf- hjálparhópsins“ NXIVM, handtekinn grunaður um mansal og kynlífsþrælkun. Var honum gefið að sök að halda úti þaulskipulögðu „þrælakerfi“ þar sem konum var gert að stunda með honum kynlíf, þær voru sveltar, heilaþvegnar og brennimerktar með upphafs- stöfum hans. Það sem Catherine Oxenberg hafði talið námskeið um fyrirtækjarekstur reyndist sjálfstyrkingarnám- skeið NXIVM. India gekk til liðs við samtökin og sökk djúpt í kviksyndi sértrúarsafnaðarins. Þegar Catherine missti allt samband við dóttur sína einsetti hún sér að heimta hana úr helju. Catherine tókst að fá Indiu til að mæta á fund með fjölskyldunni. India lét ekki segjast. Næst leitaði Catherine til lög- reglunnar. Enginn vildi hlusta. Catherine átti ekki annarra kosta völ en að grípa til örþrifaráða. Hún fór með málið í fjölmiðla. Eftir að Catherine, sem þekkt er fyrir leik sinn í sápuóperunni Dynasty, lýsti vegferð dóttur sinnar í dagblaðinu The New York Times gengu yfirvöld loks í málið. Réttarhöld yfir Raniere hefjast í janúar næst- komandi. Hrollvekjandi snertiflötur Skandall skekur Orkuveitu Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að Bjarni Már Júlíusson var rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, dóttur- félags OR, fyrir óviðeigandi hegðun og Bjarni Bjarna- son, forstjóri OR, steig tímabundið til hliðar á meðan úttekt er gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Aðdragandi málsins er brottrekstur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns ein- staklingsmarkaðar Orku náttúrunnar. Telur Áslaug að rekja megi uppsögn sína til þess að hún hafi ítrekað kvartað við starfsmannastjóra fyrirtækisins undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más í garð kvenkyns starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækisins. Til að forða lögfræðideild Orkuveitunnar frá því að fara á límingunum skal það tekið fram strax að hér stendur alls ekki til að líkja fyrirtækjamenningu OR við sóðalegan kynlífs-költ. Við bíðum eftir niðurstöð- um úttektarinnar. Það er þó hrollvekjandi snertiflötur á máli Orku náttúrunnar og NXIVM. Rotin vinnustaðamenning #metoo byltingin hófst er leikkonur í Hollywood greindu annars vegar frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir í starfi og hins vegar atvinnumissi í kjölfar þess að þær reyndu að segja frá. Flestum var ljóst í kjölfar #metoo að fauskum og níðingum yrði ekki útrýmt með einu myllumerki. Eitt töldu þó flestir hafa áunnist: Þögnin var rofin. Mál Áslaugar bendir hins vegar til annars. Í átján mánuði kvartaði Áslaug undan hegðun yfirmanns eftir þeim boðleiðum sem OR bauð upp á. Á hana var þó ekki hlustað fyrr en hún greip til örþrifaráða – þeirra sömu og Catherine Oxenberg. Ekkert var gert til að huga að rotinni vinnustaðamenningu OR fyrr en málið rataði í fjölmiðla. Á dögunum kom út bók um mál Catherine Oxenberg. Endalokin eru hamingjurík: Catherine og dóttir hennar eru sameinaðar á ný. Áslaug hefur hins vegar ekki fengið lok sinna mála. Áhorfendur bíða óþreyjufullir loka- þáttar sápuóperunnar Skömm Orkuveitunnar. Orkuveitan og kynlífs-költið Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúk- dómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heil- brigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjöt- vörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunar- fólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópu- þjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar. 8000 teskeiðar 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -B 0 B C 2 1 0 2 -A F 8 0 2 1 0 2 -A E 4 4 2 1 0 2 -A D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.