Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 26
með áleggjunum frá Stjörnugrís Eini íslenski framleiðandinn sem framleiðir eingöngu úr íslensku grísakjöti Þú finnur áleggin frá Stjörnugrís í öllum betri matvöruverslunum um land allt. www.svinvirkar.is Afdrif áhrifamanna í bankakerfinu Bankastjórar, stórir hluthafar í bönkunum og aðrir áhrifamenn í fjármálalífinu hurfu margir hverjir úr sviðsljósinu í kjölfar fjár- málahrunsins. Flestir þeirra hafa þó náð að fóta sig að nýju. Björgólfur Thor Björgólfsson Björgólfur Thor Björgólfsson var árið 2007 í 249. sæti á lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn veraldar. Hann var aðaleigandi Landsbankans og Actavis, auk þess að eiga í fjarskiptafyrirtækjum erlendis. Björgólfur Thor lauk skuldauppgjöri í ágúst 2014 en í því fólst að hann yrði áfram hluthafi í félögum á borð við Actavis, pólska fjarskiptafélagið Play, nýsköp- unarfyrirtækið CCP og gagnaverið Verne Holding. Fjarskiptafélagið Nova, sem Björg- ólfur stofnaði 2006, var selt til bandarísks eignastýringarfyrirtækis árið 2016 og CCP var nýlega selt til Suður-Kóreu fyrir 46 milljarða króna. Greint var frá því í vor að Björgólfur væri í sæti 1.215 á lista Forbes yfir ríkustu einstakl- inga heims. Voru auðævi hans þá metin á 211 milljarð króna. „Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skríða undir stein og bíða eftir að storminn lægði. Mér leið svo illa út af þessu öllu saman,“ er haft eftir Björg- ólfi í viðtali við Forbes. Hannes Smárason Hannes Smárason var um tíma einn stærsti eigandinn í fjárfestingaris- anum FL Group. Hann tók við for- stjórastöðu hjá félaginu árið 2005 en lét síðan af störfum í árslok 2007 þegar Baugur varð aðaleigandi í kjölfar hlutafjáraukningar. Eftir hrun veitti Hannes ráð- gjöf vegna sölu Íslenskrar erfða- greiningar til banda- ríska fyrirtækisins Amgen. Hannes var einn af stofnendum líftæknifyrirtækisins WuXI NextCODE árið 2013. Það var keypt á 8,5 milljarða króna tveimur árum síðar. Hreiðar Már Sigurðsson Hreiðar Már Sigurðsson hafði starfað hjá Kaupþingi frá árinu 1994 þegar hann var ráðinn for- stjóri bankans árið 2003. Eftir fall bankans sneru Hreiðar og fjöl- skylda hans sér að rekstri gistihúsa. Félagið Gistiver tengdist rekstri gististaða víðsvegar um landið. Meðal þeirra er lúxusgistihúsið ION hótel á Nesjavöllum við Þingvalla- vatn. „Ég held að við höfum verið kyn- slóð stjórnenda sem ætlaði ekki að láta nappa sig í Öskju- hlíðinni,“ sagði Hreiðar Már við rannsóknar- nefnd Alþingis. Halldór J. Kristjánsson Halldór J. Kristjánsson var banka- stjóri Landsbanka Íslands frá árinu 1998 en áður starfaði hann sem ráðuneytisstjóri. Halldór fór til Kanada í kjöl- far hrunsins. Hann var ráðinn til fjármálafyrirtækisins Prospect Financial Group en það komst í fréttir hérlendis þegar greint var frá því að það væri tilbúið til að gangast í ábyrgð fyrir fjármögnun á hluta tilboðs fyrrverandi forstjóra og stofn- anda Fáfnis Off- shore í eignarhluti tveggja stærstu hluthafa íslenska olíuþjónustu- fyrirtækisins. Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón Þ. Árnason tók við stöðu bankastjóra Landsbanka Íslands vorið 2003 við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Hann var áður framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans. Eftir fjármálahrunið tók Sigurjón að sér stundakennslu við tækni- og verkfræði- deild Háskólans í Reykjavík. Sigurjón hefur undanfarið starfað sem sér- fræðingur hjá Veritas ráðgjöf. Hann veitti til að mynda ráðgjöf í deilu Sunshine Press og Datacell við Valitor. Deilan snýst um lok á greiðslugátt fyrir fjáröflun Wikileaks og lagði Sigurjón mat á tjón félaganna. Sigurjón mun auk þess hafa veitt ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á United Silicon. „Ég var sannfærður fram á síðustu stundu um að við myndum lifa þetta af.“ Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson lét af störfum sem for- stjóri Glitnis vorið 2007 eftir tíu í ár stólnum í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Síðan þá hefur hann verið virkur í fjárfestingum hér- lendis. Bjarni hefur frá árinu 2012 byggt upp flutningastarfsemina Cargow á Norður-Atlants- hafi á grundvelli þjónustusamnings við álrisann Alcoa. Þá varð hann nýlega næststærsti hluthafinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood. Fjárfestingarfélag Bjarna, Sjávarsýn, hagnaðist um 420 milljónir króna á síðasta ári en félagið á meðal annars hluti í hreinlætisvörufyrir- tækinu Tandri og Ellingsen. „Ég get verið sjálfum mér reiður fyrir að hafa tekið ákvarðanir í uppbyggingu kerfis sem ekki stóðst,“ skrifaði Bjarni í grein í Morgun- blaðið í ársbyrjun 2009. Lárus Welding Lárus Welding var ráðinn banka- stjóri Glitnis vorið 2007 og tók við af Bjarna Ármannssyni. Lárus hefur frá hruni sinnt ýmsum ráðgjafar- störfum og kom meðal annars að sölu á helmingshlut í Sjóklæðagerð- inni 66°Norður í sumar. Þá hefur hann unnið fyrir Malcolm Walker, eiganda verslanakeðjunnar Iceland í Bretlandi og veitti honum ráðgjöf í tengslum við kaup Bretans á brugg- húsi Ölgerðarinnar í Borgarfirði árið 2012. „Ákvörðunin sem ég myndi vilja taka aftur er að taka að mér starf forstjóra Glitnis,“ sagði Lárus í yfirlýsingu í dóm- sal 2017. Ágúst og Lýður Guðmundssynir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, oftast kenndir við fyrirtækið Bakka- vör, voru fyrir fall Kaupþings í hópi stærstu eigenda bankans. Bræðurnir misstu tökin á Bakka- vör í kjölfar fjármálahrunsins en fyrir rúmum tveimur árum keyptu þeir hlut íslenskra lífeyrissjóða og Arion banka í félaginu sem síðan var skráð á markað. Ágúst og Lýður voru í 197. sæti yfir ríkustu íbúa Bretlands sam- kvæmt lista The Sunday Times frá síðustu ára- mótum. Voru eignir þeirra metnar á rúmlega 100 millj- arða króna. Jón Ásgeir Jóhannesson Kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson byggði upp verslunar- veldi út frá stofnun Bónuss 1989 og varð einn stærsti eigandinn í Glitni í gegnum FL Group vorið 2007. Á meðal eigna hans og eiginkonu hans Ingibjargar Stefaníu Pálma- dóttur í dag eru Fréttablaðið, 101 Hótel og yfir fimm prósenta hlutur í Högum en nýlega var greint frá því að þau hefðu selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna til þess að bæta við hlut sinn í Högum. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar Sýn keypti stærstan hluta reksturs 365 miðla í fyrra. hrunið 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 2 -F 5 D C 2 1 0 2 -F 4 A 0 2 1 0 2 -F 3 6 4 2 1 0 2 -F 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.