Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 36

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 36
Ég þarf að geta talað við nýju vini mína og geta hjálpað börnunum í skólanum. Þá er Ísland mitt nýja land og íslenska mitt nýja tungumál. Ég er svo glöð þegar ég sé börnin mín tala íslensku við bekkjar- félaga sína. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi er fjöldahreyfing. Félagar eru yfir 20.000 og sjálfboðaliðar skipta þúsundum. Þar að auki nýtur félagið virks og mikilvægs fjárhagslegs stuðnings fólks sem við nefnum Mannvini. Rauði krossinn á einnig í miklum og árangursríkum samskiptum og samvinnu við stjórnvöld og sveitar­ félög. Íslendingar þekkja Rauða krossinn og stuðningur almenn­ ings við félagið er mikill. Við sem vinnum sem sjálfboðaliðar hjá félaginu þökkum landsmönnum fyrir samstarfið og munum leggja okkur fram um að það verði gjöfult á komandi tímum. Verkefni Rauða krossins eru margvísleg. Félagið er hluti af stærstu mannúðarhreyfingu heims og því er í mörg horn að líta, því víða ríkir neyð og hörmungar. Meginkraftur félagsins fer þó í að sinna fjölþættum málefnum í okkar eigin landi, þar er að mörgu að hyggja því margir standa höllum fæti. Deildir félagsins um allt land sinna sínu nærsamfélagi af dugnaði og í þessu blaði má sjá umfjöllun um mörg viðfangsefni þeirra. Þá eru æpandi úrlausnar­ efni í fjarlægum löndum, allir sem fylgjast með fréttum vita að víða ríkir ófriður sem er þess valdandi að fólk í milljónatali rekst á ver­ gang, ýmist í sínu eigin landi eða hrekst land úr landi til að finna frið og skjól. Enginn þekkir nema sá sem í því lendir hversu sárt það er að yfirgefa allt sitt og leggja af stað út í fullkomna óvissu með börnin sín oft ung og smá. Við lifum í við­ sjálum heimi. Ófriður, náttúru­ hamfarir og loftslagsbreytingar geta orðið miklir áhrifavaldar í lífi einstaklinga og þjóða. Þó margt bendi til þess að afleiðingar þessa alls geti á komandi árum orðið miklar og viðvarandi skulum við ekki gleyma því að aldrei hefur mannkynið verið betur í stakk búið til að takast á við slík við­ fangsefni. Mannkynið hefur í heild aldrei verið ríkara, betur menntað og heilbrigðara en nú. Mikilvæg­ ustu verkefni framtíðarinnar verða því þau að koma í veg fyrir stríðs­ átök, tryggja sem best viðbrögð við náttúruvá, bæta umgengni við náttúruna og skipta auði jarðar jafnar milli barna en við höfum hingað til gert. Hin alþjóðlega mannúðarhreyfing Rauða krossins á þar miklu hlutverki að gegna og Rauði krossinn á Íslandi er þar virkur þátttakandi. Með kærri kveðju, Sveinn Kristinsson formaður Ágætu lesendur Sveinn Kristinsson, formaður Rauða kross Íslands. Ragna og Halima hafa hist á hverjum þriðjudegi í hátt í tvö ár og stefna á að gera það áfram. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Ég var að fletta í gegnum gamla Dagskrá, sem ég geri annars aldrei, þegar ég rakst á aug­ lýsingu þar sem óskað var eftir sjálfboðaliðum til að kenna sýr­ lenskum flóttamönnum á Akureyri íslensku. Mér fannst þetta strax rosalega áhugavert enda taldi ég að þetta gæti verið mjög þroskandi upplifun. Mér fannst spennandi að fá að kynnast fólki með allt aðra menningu, heyra sögu þess og geta aðstoðað það með einhverjum hætti,“ segir Ragna um af hverju hún ákvað að gerast sjálfboðaliði. Hún starfar sem aðstoðarversl­ unarstjóri í Húsgagnahöllinni. „Ég hafði aldrei komið nálægt íslenskukennslu áður og tók það fram þegar ég sótti um. Þá var mér bent á að íslenskuþjálfunin væri aðeins hluti af verkefninu og það skipti líka máli að rjúfa félagslega einangrun.“ Ragna fékk það verkefni að hjálpa Halimu, sýrlenskri flótta­ konu sem hafði komið til Íslands árið 2016 með fjölskyldu sinni. „Ég byrjaði að læra íslensku með hinum Sýrlendingunum við komuna til landsins. Þetta var stutt námskeið og ég fékk lítið út úr tímunum af því ég kunni hvorki að lesa arabísku né ensku. En ég hélt áfram að reyna með hjálp kennara eins og Önnu og Sóleyjar,“ segir Halima sem finnst afar mikilvægt að læra íslensku. „Ég þarf að geta talað við nýju vini mína og geta hjálpað börnunum í skólanum. Þá er Ísland mitt nýja land og íslenska mitt nýja tungumál. Ég er svo glöð þegar ég sé börnin mín tala íslensku við bekkjarfélaga sína og ég er svo stolt af þeim. Þau eru ekki búin að læra málið alveg og eiga enn í vandræðum en reyna sitt besta.“ Halima segir sjálfboðaliðafram­ tak Rauða krossins hafa hjálpað sér mikið. „Ingibjörg hjá Rauða krossinum sagði mér frá tveimur sjálfboðaliðum, þeim Grétu og Rögnu, sem væru til í að hjálpa mér að þjálfa mig í íslenskunni. Gréta hjálpaði mér í smá tíma en þurfti að hætta en Ragna hefur kennt mér núna í bráðum tvö ár. Hún kemur heim til mín alla þriðjudaga eftir vinnu og saman höfum við náð miklum árangri.“ Þær Ragna og Halima hittust fyrst í janúar 2017. „Við hitt­ umst alltaf á þriðjudögum, oftast heima hjá Halimu, og því hef ég kynnst allri fjölskyldunni líka, en hún á eiginmann, sex börn og tengdamóður. Stundum förum við reyndar út, á kaffihús eða í göngutúr. Við spjöllum um daginn og veginn. Hún segir mér oft frá fjölskyldu sinni, systkinum og foreldrum, sýnir mér myndir og við tölum um þær. Hún segir mér líka frá sýrlenskum mat. Stundum sýni ég henni myndir, og svo tölum við bara um það sem við höfum verið að gera vikuna á undan,“ lýsir Ragna. Hún reynir líka að vera Halimu og fjölskyldu til aðstoðar við ýmislegt sem kemur upp á. „Ég reyni að útskýra fyrir þeim pósta sem þau fá til dæmis frá skólanum og bendi þeim á hvar þau geti leitað sér aðstoðar.“ Ragna segir Halimu afar áhuga­ sama um að læra íslensku og komast inn í samfélagið. „Hún er afskaplega dugleg kona og mér fór fljótt að þykja vænt um hana.“ „Það er frábært að geta fengið hjálp frá Rauða krossinum og fólk­ inu í samfélaginu eins og Rögnu. Þá eru börnin á leikskólanum þar sem ég vinn líka frábærir kennarar, þau hjálpa mér að þjálfa mig í íslensk­ unni og því þarf ég að þakka þeim,“ segir Halima glaðlega. Ragna getur tekið undir að Halimu hafi fleygt fram í íslensk­ unni eftir að hún fór að vinna á leikskólanum. „Við hittumst ekki í nokkrar vikur í sumar. Þegar við hittumst aftur fann ég hvað henni hafði farið mikið fram.“ Ragna segir að þótt verkefnið miði að því að hún aðstoði og hjálpi Halimu þá hafi það gefið henni sjálfri mikið. „Ég er svo ánægð með að ég skyldi álpast til að skoða þessa gömlu Dagskrá á sínum tíma. Ég hef fengið heilmik­ ið til baka og sé fram á að halda áfram að hitta Halimu á meðan hún nennir að hitta mig. Svo skora ég bara á fleiri að gerast sjálfboða­ liðar hjá Rauða krossinum.“ Ræða allt milli himins og jarðar Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Eyjafirði aðstoða fólk af erlendum uppruna við að efla íslenskukunnáttu sína. Þær Ragna Þórisdóttir og Halima Darwish Alhamo hittast öll þriðjudagskvöld og tala um daginn og veginn. Vilt þú gerast sjálf- boðaliði? Skráðu þig á raudikrossinn.is 2 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 3 -1 8 6 C 2 1 0 3 -1 7 3 0 2 1 0 3 -1 5 F 4 2 1 0 3 -1 4 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.