Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 37
Leiðsögumenn flóttafólks er verkefni á vegum Rauða krossins þar sem einstakl- ingar og fjölskyldur eru paraðar saman við fólk sem hefur fengið stöðu flóttafólks hér á landi. Leið- sögumenn aðstoða fólk á ýmsa lund og veita vináttu og hjálpar- hönd í eitt ár. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmri aðlögun að íslensku samfélagi og oft myndast falleg vinátta milli fólks. „Okkur langaði að sinna mann- úðarmálum í nærumhverfinu,“ segir Ásgeir Jóel Jacobson um tildrög þess að þau Þrúður Arna Briem kynntust Danila Krapvenko en hann kom sem flóttamaður hingað til lands fyrir tveimur og hálfu ári. „Það var afar hjálplegt fyrir mig að komast í kynni við Ásgeir og Þrúði og þau voru fús til að svara mörgum spurningum sem mig vantaði svör við. Það er mikil- vægt fyrir flóttamenn að kynnast Íslendingum og íslensku sam- félagi,“ segir Danila. „Málefni flóttamanna hafa lengi verið í brennidepli um heim allan. Okkur sárnaði framkoma íslenskra yfirvalda við fólk sem var sent úr landi og langaði að leggja okkar af mörkum. Þegar við sáum auglýs- ingu frá Rauða krossinum þar sem óskað var eftir leiðsögumönnum fyrir flóttafólk fannst okkur liggja beint við að skrá okkur. Rauði krossinn hafði strax samband og í kjölfarið fórum við á nám- skeið. Skömmu eftir að því lauk vorum við komin í samband við Danila,“ segir Ásgeir. „Álitið var að við myndum smellpassa saman því hann væri á svipaðri línu og við. Hann er mjög sjálfstæður og talar ensku en oft eru tungumála- erfiðleikar helsta hindrunin þegar kemur að samskiptum,“ bætir Ásgeir við. Útbúinn var samningur sem þau þrjú skrifuðu undir og fljót- lega hittust þau í mat. „Danila sagði okkur að hann langaði til að búa til sínar eigin sápur alveg frá grunni. Við fórum strax í að hjálpa honum af stað og höfðum sam- band við sápugerðir til að finna rétta hráefnið fyrir hann. Í fram- haldinu datt okkur í hug að gaman væri að hann gerði sápur fyrir gistiheimili sem við rekum yfir sumartímann að Öxl á Snæfells- nesi. Danila bjó til þrívíddarmót sem hann sendi til Rússlands og lét prenta í þrívíddarprentara. Þegar mótin komu til Íslands gat hann byrjað að steypa sápurnar,“ rifjar Ásgeir upp. Í framhaldinu bjó Danila til sérstakar sápur sem nú eru til sölu á gistiheimilinu. Sápurnar hafa vakið töluverða athygli og flestir kaupa þær þegar þeir heyra söguna á bak við þær. Þau Ásgeir og Þrúður eru sam- mála um að það hafi verið einstak- lega ánægjulegt að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. „Ekki síst vegna þess hvað við vorum heppin að fá að kynnast Danila. Það var mjög lærdómsríkt fyrir okkur að fá að kynnast þessum frábæra strák því hann er svo ein- beittur í því sem hann gerir og er alltaf jákvæður. Hann sér engar hindranir, bara áskoranir og hann heyrist aldrei kvarta yfir neinu. Þetta var mjög áreynslulaust, afslappað og skemmtilegt alveg frá byrjun. Við smullum strax saman. Það hjálpaði mjög mikið að við deildum þeim lífsstíl að vera vegan og höfum að mörgu leyti svipaðar lífsskoðanir,“ segir Þrúður. „Krakkarnir okkar kynntust Danila, hann kom heim til okkar í spjall og mat og við fórum saman á andlega setrið okkar í sveitinni að Öxl á Snæfellsnesi. Það var einstaklega gaman að hafa afdrep í sveitinni þar sem við gátum farið og verið yfir helgi, þannig nær maður oft betri tengslum, auk þess sem hann naut þess að fá tækifæri til að skoða landið,“ bætir hún við. Nú er komið meira en ár frá því að Ásgeir og Þrúður gerðust leiðsögumenn Danila en þau halda enn sambandi og reikna ekki með að breyting verði þar á. Spurð hvaða áhrif verkefni á borð við þetta hafi fyrir flóttamenn segja þau að það geti hjálpað fólki að fóta sig í íslensku samfélagi. „Fyrstu skrefin hjá flóttamönnum sem koma til Íslands felast oft í samskiptum við stofnanir. Þetta er leið til að komast inn í samfélagið og í tengsl við innfædda sem fólk getur leitað til,“ segir Ásgeir. Danila hefur eignast nokkra íslenska vini og segir hvorki auðveldra né erfiðara að kynn- ast Íslendingum en fólki af öðru þjóðerni. Hann hefur áhuga á að bæta íslenskukunnáttu sína og langar að fara í skóla til þess. „Það var mjög gott að kynnast Ásgeiri og Þrúði og fá aðstoð þeirra við að gera drauminn um sápuna að veruleika.“ Leiðsögumenn flóttafólks eru lykill inn í samfélagið Ásgeir Jóel Jacobson og Þrúður Arna Briem skráðu sig sem leiðsögumenn flóttafólks á vegum Rauða krossins. Í kjölfarið kynntust þau Danila Krapivenko frá Rússlandi, sem átti sér þann draum að búa til vegan-sápur. Með samvinnu þeirra þriggja varð draumurinn að veruleika. „Okkur langaði að sinna mannúðarmálum í nærumhverfinu,“ segja Ásgeir Jóel Jacobson og Þrúður Arna Briem. Þau kynntust Danila Krapvenko en hann kom sem flóttamaður hingað til lands fyrir tveimur og hálfu ári. MYND/ERNIR Unnur Katrín Valdimarsdóttir segir að þetta hafi verið í boði undanfarin ár með mjög góðum árangri. Í bókasafn- inu er frábær aðstaða til að taka við börnunum, þau geta jafnt lesið, skrifað og reiknað. Ef þau lenda í erfiðleikum fá þau aðstoð hjá Unni Katrínu og Elvu Dögg Sigurðar- dóttur háskólanema. „Það voru þær Kolbrún Sveins- dóttir kennari og Stefanía Gunn- arsdóttir, forstöðumaður bóka- safnsins, sem byrjuðu á þessu. Þetta var hugsað fyrir börn sem þurftu á aðstoð að halda með heimalærdóminn, bæði íslensk börn og börn af erlendum upp- runa. Aðstoðin er opin öllum börnum frá fjórða bekk og upp úr. Þau hafa reyndar komið yngri og eru velkomin. Eldri krakkar hafa komið hingað og nýtt sér aðstöð- una til að læra undir próf. Við erum með opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 14.30 til 16,“ segir Unnur Katrín og bætir við að krakkarnir biðji um aðstoð við hitt og þetta. „Stundum þurfa þau bara stuðning og hjálp við að byggja upp sjálfstraust. Aðrir þurfa hjálp við stærðfræðina, náttúrufræði eða lestur. Það koma alls konar beiðnir um aðstoð til okkar. Við viljum gjarnan að fleiri börn komi og nýti sér þessa aðstoð því mikil ánægja hefur verið með þetta. Ég er búin að fá sömu krakkana ár eftir ár og þau hafa bætt sig í námi með þess- ari aðstoð. Það mættu fleiri vita af þessum möguleika.“ Aðstoðin heldur áfram í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum. Þegar Unnur Katrín er spurð hvort þær Elva standi aldrei á gati gagn- vart námsefni krakkanna, játar hún því. „Jú, það kemur fyrir. Við höfum til dæmis þurft að rifja upp stærðfræðina en það kemur fljótt. Við lærum mikið af krökkunum og þau af okkur. Þessi félagsskapur er einstaklega skemmtilegur og gefandi. Þetta er annað árið mitt í þessu starfi og mér finnst þetta ótrúlega gaman. Ég vil endilega hvetja foreldra á Suðurnesjum til að senda börnin til okkar og létta undir með heimalærdóminn,“ segir hún. Fullvíst má telja að þetta getur komið mörgum foreldrum og börnum vel í annasömum nútím- anum. Bókasafn Reykjanesbæjar er staðsett að Tjarnargötu 12, sími 421 6770. Aðstoða börn með heimalærdóm Bókasafn Reykjanesbæjar hefur boðið börnum og unglingum upp á námsaðstoð með heimalær- dóm í samstarfi við Rauða krossinn. Starfið hefur gefist vel og börnin hafa tekið nám sitt alvarlega. Unnur Katrín aðstoðar börn á Suðurnesjum við heimalærdóm í bókasafninu. Sápan sem Danila býr til fæst á gisti- heimili sem Ásgeir og Þrúður reka. FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS HJÁLPIN 3 L AU G A R DAG U R 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 3 -2 7 3 C 2 1 0 3 -2 6 0 0 2 1 0 3 -2 4 C 4 2 1 0 3 -2 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.