Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 38
Almennt leggjum við áherslu á að hjálp berist þeim sam- félagshópum sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu og þurfa mest á aðstoð- inni að halda. Eins og margir höfum við verið að samþætta kynja- og jafn-réttissjónarmið í öllum verk- efnum sem þýðir að við pössum upp á að hugað sé að þörfum mismunandi samfélagshópa, sér- staklega mismunandi þörfum karla og kvenna, stráka og stelpna,“ segir Sólrún María. „Þannig reynum við að koma í veg fyrir að verkefnin viðhaldi eða styrki valdaójafnvægi sem fyrir er í þeim samfélögum sem við vinnum í og helst koma á meiri jöfnuði. Undanfarið höfum við verið að gera þetta á meira kerfis- bundinn hátt til að auðvelda okkur og samstarfslandsfélögum okkar að samþætta kynja- og jafnréttis- sjónarmið í verki.“ Hún segir reynsluna hafa sýnt að samþætting kynja- og jafnréttis- sjónarmiða ein og sér skili ekki allt- af árangri. „Samþættingin verður oft meiri í orði en á borði, eitthvað sem gert er til málamynda, og því erum við ekki einungis að styrkja okkar innra starf heldur einnig að styðja verkefni sem styrkja konur og stúlkur sérstaklega. Almennt leggjum við áherslu á að hjálp berist þeim samfélagshópum sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu og þurfa mest á aðstoðinni að halda. Reynslan og tölfræðin sýnir að vegna félagslegrar stöðu kvenna og stúlkna eru það oft þær sem verða verst úti í náttúruhamförum og vopnuðum átökum. Konur eru einnig líklegri til að vera fátækar, ef þær fæðast fátækar eru þær síður líklegar til að vinna sig upp úr því en líklegri til að lifa við heilsubrest og hljóta ekki menntun og því beinum við sjónum okkar sérstak- lega að þeim. Við hér á Íslandi erum framarlega í jafnréttismálum og hugsum um þessi mál. Við getum ekki gert allt, alls staðar – en þarna höfum við ýmislegt fram að færa.“ Hún nefnir verkefni í Líbanon fyrir flóttafólk frá Sýrlandi þar sem Rauði krossinn á Íslandi styður við beinan fjárstuðning til einstæðra mæðra. „Við erum einnig að styðja verkefni gegn kynferðislegu ofbeldi í Sýrlandi og Suður-Súdan og erum að leggja grunninn að verkefni sem miðar að því að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn skóla- stúlkum í Malaví. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans er líka með okkar stuðningi að vinna í handbókum og öðru efni tengdu blæðingaheilbrigði sem miðar að því að aðstoða stúlkur og konur í þeim efnum.“ Hún segir helstu áskoranirnar felast í því að koma inn í rótgróna menningu og reyna að breyta hlutunum. „Breytingar í venjum og hugsunarhætti eru aldrei auðveldar og það er alls ekki alltaf auðvelt að koma á breytingum í rótgrónum samfélögum. Við erum að vinna í svo mörgum ólíkum menningar- heimum og mætum ekki alltaf fullum skilningi á því sem við erum að reyna að gera. Á sama tíma mætum við líka miklum stuðningi og samstarfsfólk í öðrum lands- félögum hefur verið mjög ánægt með hversu mikla áherslu við leggjum á jafnréttissjónarmið. Sum landsfélög hafa leitað sérstaklega til okkar eftir aðstoð við innleiðingu jafnréttisverkefna og skilningurinn á verkefnum sem þessum er alltaf að aukast. Jafnréttismál eru í deiglunni á Íslandi og við höfum mikla reynslu í að miðla auk þess sem yfirvöld á Íslandi styðja okkur vel í þessum málaflokki.“ Höfum ýmislegt fram að færa Sólrún María Ólafsdóttir hefur starfað að kynja - og jafnréttisverkefnum á vegum Rauða krossins um allan heim, með áherslu og konur og stúlkur. Rauði krossinn leggur mikla áherslu á kynja- og jafnréttissjón- armið í alþjóða- starfinu. Sólrún María Ólafsdóttir er sendifulltrúi og verkefnastjóri í al- þjóðamálum hjá Rauða krossinum á Íslandi en hún hefur áralanga reynslu í kynja- og jafnréttismálum á alþjóðavettvangi. Undanfarin ár hafa nám-skeiðin Mannúð og menn-ing/Gleðidagar verið kennd í Barnaskólanum í Hnífsdal í júlí. Þar fá börn á aldrinum 6-9 ára fræðslu um starf og hugsjónir Rauða kross- ins, að starfa með eldri borgurum og læra skyndihjálp. Margrét Heiða Magnúsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, er verkefna- stjóri námskeiðsins Mannúð og menning. „Námskeiðið snýst fyrst og fremst um að kynna starf Rauða krossins fyrir börnum og fræða þau um hlutverk hans og helstu hugtökin sem tengjast starfinu,“ segir Margrét. „Við kennum þeim líka um mannúð, ólíka menningu og vinnum verkefni út frá hugsun og grundvallarmarkmiðum Rauða krossins. Þetta er líka bara mikil hreyfing, útivera, leikir og skemmt- un. Þetta er mjög fjölbreytt. Þegar krakkarnir vinna verkefni út frá grundvallarmarkmiðum Rauða krossins skapast umræða og við leyfum þeim að túlka þau sjálf, en á þessum aldri skilja þau ekki endilega öll hugtökin sem við tölum um,“ segir Margrét. „Í lokin er svo alltaf haldin sýning fyrir for- eldra, þar sem þeir fá að koma og sjá verkefnin sem krakkarnir hafa verið að vinna. Svo blandast við þetta svokall- aðir Gleðidagar, sem er námskeið þar sem við fengum eldri borgara með okkur í lið,“ segir Margrét. „Hugmyndin er að brúa bilið milli yngstu og elstu kynslóðarinnar og leyfa eldri borgurum sem eru hættir að vinna að koma og vera sjálfboða- liðar og verja tíma með börnunum. Við fáum líka heimsókn frá slökkviliðinu og sjúkraflutninga- fólki sem kennir börnum hvað þau geta gert í neyð og fræðir þau um störf sín,“ segir Margrét. „Þá fá þau líka að fara upp í sjúkrabíl og slökkviliðsbíl, sem þeim finnst mjög spennandi. Við höfum líka farið að hitta björgunarsveitina í Bolungarvík og skoðað skipið þeirra. Námskeiðið skilar árangri og skapar áhuga á hjálparstarfi. Þetta eru oft fyrstu kynni barnanna af Rauða krossinum en mörg þeirra halda áfram í námskeiðum hjá félaginu,“ segir Margrét. „Margir af krökkunum sem komu til mín fyrst fyrir tíu árum eru orðnir sjálf- boðaliðar hjá Rauða krossinum eða starfa í hjálparsveitunum í dag. Okkur fannst líka mikilvægt að byrja snemma að kenna þeim skyndihjálp, því þau geta hjálpað ótrúlega mikið ef eitthvað kemur upp á. Þetta námskeið er hluti af fræðslustarfinu „Skyndihjálp út lífið“ sem allar deildir Rauða kross- ins á norðanverðum Vestfjörðum standa fyrir. Námskeiðið var ekki haldið í sumar vegna persónulegra aðstæðna og það er smá óvissa með námskeiðið næsta sumar, en við viljum endilega halda áfram, því námskeiðið er rosalega vinsælt,“ segir Margrét. Mannúð, menning og gleði á Ísafirði Á Ísafirði hafa verið haldin námskeið fyrir börn til að kynna starf Rauða krossins fyrir þeim og leyfa þeim að verja tíma með eldri borgurum. Námskeiðin hafa skapað mikinn áhuga á hjálparstarfi. Margrét Heiða Magnúsdóttir, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur, er verkefnastjóri námskeiðsins Mannúð og menning. Á námskeiðunum læra börn um starf Rauða krossins, fá kennslu í skyndihjálp og starfa með eldri borgunum. 4 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 3 -2 C 2 C 2 1 0 3 -2 A F 0 2 1 0 3 -2 9 B 4 2 1 0 3 -2 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.