Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 06.10.2018, Qupperneq 77
Ef ég sæi konu með stóma, með börnin sín í sundi, þá myndi ég hugsa: Vá, hvað hún er dugleg að láta þetta ekki stoppa sig. Klara Jenný greindist með sáraristilbólgu árið 2008 eftir að hafa glímt við verki og veikindi í fimm ár. Hún fór í með­ ferð við sjúkdómnum en svo kom að þeim tímamótum að hún varð að fá stóma. „Það kom mér í opna skjöldu en ég fékk þó tvo mánuði til að undirbúa mig undir stóma­ aðgerðina. Ég hafði val um að fara í tvær aðgerðir, fá innri poka sem kallast J­poki eða að fá stóma. Eftir að ég kynnti mér málið vel ákvað ég að fara í stóma,“ segir Klara og bætir við að það hafi ekki síst verið vegna þess að hún á þrjú börn og vildi fækka sjúkrahúsheimsóknum. „Þetta er alveg nýtt líf fyrir mig. Ég hef sem betur fer ekki fengið neina fylgikvilla heldur þurfti ég aðeins að fikra mig áfram með plötur. Starfsfólk Eirbergs hefur reynst mér mjög vel og leiðbeint mér í gegnum allt þetta ferli. Þar er til svo mikið af stómavörum að allir ættu að geta fundið það sem þeim passar,“ segir Klara sem þarf að skipa um stómaplötur einu sinni til tvisvar í viku. Ekkert vesen Klara segir marga halda að það sé vesen að vera með stóma en svo sé ekki, a.m.k. ekki í sínu tilfelli. „Stómi hefur engin áhrif á lífsgæði mín. Ég er í fullu ljósmóðurnámi við Háskóla Íslands. Ég stunda fjall­ göngur, sund og almenna hreyfingu og hef aldrei verið í betra formi en nú. Áður gat ég varla farið á hlaupabretti vegna þess að ég átti erfitt með að halda í mér og klósett þurfti ætíð að vera nálægt. Ég hef að gamni mínu tekið tímann hversu lengi ég er að skipta um stóma. Það tekur mig þrjár mínútur,“ segir hún. Getur verið feimnismál Í dag er Alþjóðlegi stómadagurinn og segir Klara mikilvægt að minna á að stómaþegar séu fjölmennur og fjölbreytilegur hópur fólks. „Sumir greinast með sjúkdóma, t.d. á Öðlaðist nýtt líf með stóma Klara Jenný Arnbjörnsdóttir fékk stóma í fyrra eftir að hafa þjáðst af sáraristilbólgu um árabil. Hún segir stóma ekki hafa áhrif á lífsgæði sín, fer í ræktina og sund og hefur aldrei verið í betra formi. „Stóminn hefur engin áhrif á lífsgæði mín. Ég er í fullu ljósmóðurnámi við Háskóla Íslands, stunda fjallgöngur, sund og almenna hreyfingu og hef aldrei verið í betra formi en nú. Áður gat ég varla farið á hlaupabretti vegna þess að ég átti erfitt með að halda í mér og klósett þurfti ætíð að vera nálægt,“ segir Klara. MYND/SIG- TRYGGUR ARI unglingsárunum, og þurfa af þeim völdum að fá stóma. Það getur verið mikið feimnismál á svona viðkvæmum aldri og því er brýnt að halda umræðunni opinni. Þegar ég var fimmtán ára átti ég að fara í ristilspeglun en harðneitaði því. Ég lifði því við verki, blóðugar hægðir og fleiri heilsufarsleg vandamál í fimm ár. Þegar ég hóf nám í hjúkrunarfræði áttaði ég mig á því hversu alvarleg þessi einkenni voru, lét skoða mig og fékk sjúkdóms­ greiningu,“ segir hún og vonast til að hennar saga veki aðra til umhugsunar. Klara segir eina mestu hindrun­ ina hafa verið að fara í sund í fyrsta sinn með stóma. „Læknirinn minn hvatti mig til að fara sem fyrst í sund. Mér fannst það svo erfitt að ég komst varla í bikiníið, ég skalf svo mikið. Næst fór ég með börnin mín og þá var það miklu auðveldara. Ég hugsaði með mér að ef ég sæi konu með stóma, með börnin sín í sundi, þá myndi ég hugsa: Vá, hvað hún er dugleg að láta þetta ekki stoppa sig. Það er betra að vera með jákvætt hugarfar og það hefur komið mér í gegnum lífið,“ segir Klara glaðlega að lokum. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 3 -2 7 3 C 2 1 0 3 -2 6 0 0 2 1 0 3 -2 4 C 4 2 1 0 3 -2 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.