Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 78

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 78
Eftir að ég byrjaði að nota nýju kollagen húðvörurnar frá COLWAY hefur húðin breyst alveg ótrú- lega mikið. Hún er miklu stinnari og fallegri. Galdurinn er að geta borið kollagenið beint á þau húðsvæði sem mér finnst vera farin að láta á sjá og þannig næ ég að vinna á þeim línum og hrukkum sem hafa verið að myndast og gera mér lífið leitt. Erna P. Einarsdóttir. Það eru allir að hrósa mér fyrir útlitið og spyrja mig að því hvað ég sé að gera öðruvísi. Það eina sem ég hef breytt er að ég byrjaði að nota nýju kollagen húðvörurnar frá COLWAY. Og ég verð að segja að árangurinn er ótrú- legur. Ég elska þessar vörur. Fríða Pétursdóttir Sumir vinnustaðir hvetja jafnvel starfs- fólk sitt til að koma með hundana sína í vinnuna á ákveðnum dögum. Það nota flestir húðvörur daglega. Með því velja húðvörur sem innihalda kollagen nærðu að seinka öldrun húðarinnar og halda henni unglegri og fallegri mun lengur. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Kollagen húðvörurnar frá COLWAY innihalda hágæða kollagen sem hægir á nátt- úrulegri öldrun húðarinnar, gerir húðina stinnari og teygjanlegri, vinnur gegn fínum línum og hrukkum og gefur húðinni góðan raka. „Rannsóknir sýna að hægt er að bæta sér upp minnkandi kolla- gen framleiðslu líkamans með því að bera kollagenið beint á húðina og á þá staði sem okkur finnast vera farnir að láta á sjá og vinna þannig á móti minnkandi framleiðslu efnisins. Kollagenið frá Colway er vatnsbundið hágæða kollagen sem tryggir virkni þess niður í öll þrjú lög húðarinnar,“ segir Sigrún Kjartansdóttir, markaðsstjóri Colway á Íslandi. 100% hreint KOLLAGEN – Platinum og Silver Colway býður upp á 100% hreint kollagen gel/serum bæði fyrir and- litið og líkamann. 100% hreina kollagenið hentar öllum en sérstak- lega þeim sem eru með viðkvæma ofnæmis- og vandamálahúð. Kollagen andlitsgelið heitir Plat- inum og líkamskollagenið heitir Silver. Þetta hreina kollagen er talið það allra besta sem hægt er að fá fyrir húðina. ATELO húðvörulínan Colway býður einnig upp á heila húðvörulínu sem heitir ATELO og innihalda allar vörurnar kollagen. Þessi lína innheldur einnig kollagen gel fyrir andlitið og líkamann ásamt rakakremi, bæði léttu og með meiri raka, næturmaska, augnkremi, and- litsvatni, farðahreinsa og sérstöku líkamskremi sem vinnur sérstak- lega á appelsínuhúð og annarri vandamálahúð. Einnig framleiðir Colway sér- staka hárþykkingarlínu fyrir þá sem eru að glíma við lélegan hárvöxt, hárlos, lélegt og slitið hár. Sölustaðir: Flest apótek, Heilsu- húsið og www.heilsanheim.is Kollagen – það besta fyrir húðina Húðvörurnar frá Colway innihalda hágæða kollagen sem hægir á öldrun húðarinnar, vinnur á fín- um línum og hrukkum og heldur henni fallegri lengur. Viðskiptavinir segja árangurinn ótrúlegan. Meðmæli frá viðskiptavinum: Flestir yfirmenn myndu ekki gefa starfsmönnum sínum frí ef gæludýrin þeirra myndu deyja. Þó að það séu góðar líkur á að þeir sýni samúð er líka líklegt að slík beiðni myndi vekja nokkra furðu. En gæludýrahald verður sífellt algengara, fólk eyðir meiri peningum í gæludýrin sín en áður og vitund um jákvæð áhrif gælu- dýra hefur aukist, þannig að það er aukinn þrýstingur á vinnustaði að móta stefnu í þessum málum. BBC fjallaði um málið fyrir skömmu. Aukið gæludýrahald skilar sér á vinnustaði Gæludýrahald hefur aukist mikið síðustu fimm til tíu ár og sam- kvæmt stærsta markaðsrann- sóknarfyrirtæki Þýskalands, GfK, átti meira en helmingur mannkyns að minnsta kosti eitt gæludýr árið 2016. Á sama tíma hafa gæludýr orðið vinsæl sem sálfræðilegur stuðningur, en margar rannsóknir sýna að gæludýr geti látið fólki líða betur andlega og líkamlega. Stórar skurðaðgerðir á gæludýrum eru líka orðnar algengari, því það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru til í að eyða háum fjárhæðum í heilsu ferfættra félaga sinna. Samkvæmt markaðsrannsóknum Euromonitor International velti iðnaðurinn í kringum umönnun gæludýra 110 milljörðum Bandaríkjadollara árið 2017. Þessar auknu vinsældir gæludýra hafa skilað sér inn á vinnustaði. Gæludýr eru leyfð á mörgum þeirra og sumir vinnustaðir hvetja jafn- vel starfsfólk sitt til að koma með hundana sína í vinnuna á ákveðn- um dögum. Stórir vinnustaðir, eins og Google, Amazon og Ben & Jerry’s bjóða gæludýr velkomin á skrif- stofuna hvenær sem er. Samúð og virðing skiptir máli En það er eitt að bjóða dýrin vel- komin á skrifstofuna og annað að gefa fólki frí þegar þau deyja. Susan Stehlik, sem kennir mannauðs- stjórnun við New York-háskóla, segir að hennar fyrstu viðbrögð við þessari hugmynd séu einfald- lega nei og að kollegar hennar séu almennt sammála. En hún segir hins vegar að henni finnist alltaf meira vit í þessu eftir því sem hún veltir þessu meira fyrir sér. Hún segir að yfirmenn verði að sýna samúð og „virða það hvernig fólk setur ást í líf sitt“. Annars sé hætta á að starfsmaðurinn telji vinnuumhverfið óvinveitt. Cary Cooper, prófessor í skipu- lagssálfræði við Manchester- háskóla, segir að ef svona beiðnum sé hafnað og fólki fái ekki tíma til á syrgja geti það orðið til þess að starfsfólkið sé bara á staðnum, en skili engu. Flókið í framkvæmd En jafnvel þó fyrirtæki vilji móta stefnu í þessum málum getur það verið flókið í framkvæmd. Í fyrsta lagi er því miður alltaf til fólk sem vill misnota reglur og það getur verið erfitt að sanna að fólk hafi átt gæludýr sem dó. En það er reyndar ekki sérlega líklegt að fólk myndi misnota svona reglur í miklum mæli ef það langar að halda vinnunni. Það er stærra vandamál að skil- greina hvað telst sem gæludýr, eða með öðrum orðum hvenær sorgin „á rétt á sér“. Ættu reglurnar líka að ná til fiska, fugla, nagdýra og skrið- dýra? Eða bara til spendýra sem við getum faðmað? Það gæti orðið flókið að ákveða hverjir hafa rétt á frítíma og hverjir ekki og það þyrfti að skapa skýrar reglur. En miðað við vöxtinn sem hefur verið undanfarin ár er líklegt að gæludýrahald eigi frekar eftir að aukast en minnka og því verði til sífellt fleira fólk sem syrgir gæludýr. Fyrirtæki þurfa að ákveða hvort og þá hvernig þau ætla að bregðast við þessum breytingum á þörfum starf- krafta sinna. Frí til að syrgja gæludýrin Það er sjálfsagt að fólk fái frí til að syrgja þegar einhver nákominn þeim deyr. En fólk fær ekki frí frá vinnu þegar gæludýrin þeirra deyja, þó að þau séu oft nánir vinir, jafnvel fjölskyldumeðlimir. Það getur verið flókið að ákveða hvort og þá hvenær á að gefa fólki frí til að syrgja ef gæludýrin þeirra deyja. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Síðustu ár hefur orðið algengara að gæludýr séu boðin velkomin inn á vinnustaði. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 3 -2 C 2 C 2 1 0 3 -2 A F 0 2 1 0 3 -2 9 B 4 2 1 0 3 -2 8 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.