Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 84

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 84
Það er sannarlega gott að gefa af sér og sérstaklega gaman að geta gert eitthvað fyrir gamalt fólk. Það kann mjög vel að meta það. Helsta markmiðið er að rjúfa félags- lega einangrun fólks með því að hringja í það en verkefnið er hugsað sem viðbótarúrræði við heimsóknavini sem lengi hafa verið við lýði. Verkefnið Símavinir hófst haustið 2016 en þá hringja sjálfboðaliðar Rauða krossins til þeirra sem þess óska. Yfirleitt er þetta um hálftíma spjall sem er tekið tvisvar í viku en verk- efnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins. Ágúst Ó. Georgsson hefur starfað sem símavinur frá upphafi og segir hann verkefnið hafa gengið afar vel. „Helsta markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun fólks með því að hringja í það en verkefnið er hugsað sem viðbótarúrræði við heimsóknavini sem lengi hafa verið við lýði. Viðmælendur eru oft í mikilli neyð, t.d. aldraðir, fatlaðir, fólk á stofnunum eða aðrir sem eru mjög einmana af öðrum ástæðum. Það getur hentað sumum betur að hringt sé í þá en að sjálfboðaliði komi í heimsókn og þá getur síma- vinur verið góður valkostur.“ Ágúst er enn að hringja í sama einstaklinginn og í upphafi sem segist bíða eftir símtali frá honum og að hann sakni hans þess á milli. „Dæmigert símtal byrjar á því að við heilsumst með virktum og gerum svolítið að gamni okkar. Svo spjöllum við um hvort eitthvað hafi gerst frá því að við töluðum saman síðast. Símavinurinn fær tækifæri til að ræða um sína hagi eða annað sem hann hefur áhuga á og þá er það mitt hlutverk að hlusta. Honum finnst gaman að tala um veðrið og matur og elda- mennska er uppspretta endalausra umræðna. Í lok samtals þakkar símavinurinn mér hástöfum og segir elskan mín í öðru hverju orði. Það sem helst hefur komið mér á óvart er hvað þessi símtöl hafa gengið vel og að aldrei hefur komið neitt upp á, sem er alls ekki sjálfgefið.“ Hann mælir með þátttöku í verkefninu enda sé þörfin mikil og um leið er svo lítið sem sjálfboða- liðar þurfa að leggja á sig. „Tvö símtöl á viku heiman frá okkur geta skipt sköpum fyrir einmana sálir og þær eru allt of margar í velferðarsamfélagi okkar. Það er mjög gefandi að geta orðið öðru fólki að liði sem virkilega þarf á því að halda. Og ef þetta er að skila einhverju jákvæðu til símavinarins er það bæði uppbyggilegt og hvetjandi í senn fyrir mig og upp- spretta gleði.“ Gefandi að hjálpa ,,Það er mjög gefandi að geta orðið öðru fólki að liði,“ segir Ágúst Ó. Georgsson símavinur. MYND/ERNIR Ökuvinaverkefni Rauða krossins hófst í nóvember 2017 og er þannig sett upp að annan hvern laugardag, ef veður leyfir, fá sjálfboðaliðar á Héraði bílaleigubíla lánaða hjá Bíla- leigu Akureyrar og bjóða íbúum af Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum í bíltúr um nærliggj- andi sveitir. Hópur sjálfboðaliða samanstendur af átta bílstjórum og er Sigríður Ingvadóttir einn þeirra. „Við tökum yfirleitt um um klukkutíma bíltúra og endum yfirleitt á kaffihúsi sem vekur alltaf jafn mikla gleði hjá hópnum. Þar fáum við alltaf mjög fínar mót- tökur og boðið er upp á flott köku- hlaðborð með kaffinu. Það eru þrír farþegar í bíl og oft nokkrir bílar. Þá er svo sannarlega mikið spjallað. Margir íbúa Dyngju eru mjög fróðir um staðhætti hér og nöfn á stöðum, fjöllum og hólum. Það er því óhætt að segja að það myndist skemmtilegar og fræðandi umræður í bílnum og sjálf fræðist ég heilmikið í þessum bíltúrum.“ Sjálf varð Sigríður öryrki um þrítugt en er komin yfir fimmtugt í dag. „Ég tek þátt í tveimur verk- efnum hjá Rauða krossinum þar sem ég tekst á við ýmis verkefni til að hjálpa öðrum, án þess að það taki of mikið líkamlega á mig. Það er sannarlega gott að gefa af sér og sérstaklega gaman að geta gert eitt- hvað fyrir gamalt fólk. Það kann mjög vel að meta það.“ Skemmtilegar samræður Sigríður Ingvadóttir er sjálfboðaliði í ökuvinaverkefni Rauða krossins. Heimsóknavinir Rauða kross-ins eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir sem það dvelur á, sambýli eða dvalar- og hjúkrunar- heimili. Helsta hlutverk þeirra er að veita félagsskap, nærveru og hlýju en oft er um að ræða fólk sem er félagslega einangrað og hefur ekki mikið bakland, segir Sylvía Ólafsdóttir sem hefur starfað sem heimsóknavinur í um eitt og hálft ár. „Gestgjafinn fær þá heimsókn vikulega en þarf ekki að undirbúa hana á nokkurn hátt. Hún snýst einfaldlega um félagsskap og spjall en svo má líka fara í göngutúr, bíó eða eitthvað annað.“ Tíminn mikilvægur Sylvía sá auglýsingu frá Rauða krossinum fyrir einu og hálfu ári og fannst þetta sniðugt verkefni. Hún hafði styrkt ýmis málefni með fjárframlögum í mörg ár en hugsaði með sér að sennilega væri meiri vöntun á því að fólk styrkti starf- semina með tíma sínum. „Að auki stefndi í að yngsti sonur minn og sá eini sem er eftir í hreiðrinu færi í Menntaskólann á Laugarvatni í nám og yrði því á heimavist næstu þrjá veturna. Ég sá þetta þannig líka sem eitthvað fyrir mig að gera ef svo ólíklega vildi til að ég myndi sakna úrills unglingspilts.“ Fjölbreytt umræðuefni Heimsóknirnar hafa gengið mjög vel en þær taka um klukkutíma. „Oftast spjöllum við saman en við eigum margt sameiginlegt. Hlæja og tala út í eitt Sylvía Ólafsdóttir er einn heimsókna- vina Rauða krossins en þeir heim- sækja fólk og veita því félagsskap með ýmsum hætti. Hún segir sjálf- boðaliðastarf sitt sem heimsókna- vinur gefa báðum aðilum mikið. Sylvía, sonur hennar Valdimar og Helga gestgjafi. MYND/EYÞÓR Stundum förum við í bíó, eða að hluti heimsóknarinnar fer í smá göngutúr til að fá súrefni og koma blóðinu á hreyfingu. Í síðustu viku fórum við í Bíó Paradís á RIFF-kvik- myndahátíðina og röltum á eftir upp á Laugaveg og kíktum á smá djasstónlist á Dillon. Við smellum mjög vel saman, hlæjum mikið og tölum endalaust. Ég hef líka getað leitað til hennar eftir ráðum varð- andi lögfræði þar sem hún starfaði áður til áratuga sem lögmaður en sjálf er ég lögfræðingur.“ Sonurinn hjálpar til Sonur Sylvíu, Valdimar Gunnars- son, kemur með óbeinum hætti að verkefninu en hann fór út með hundinn hennar Helgu nær dag- lega síðustu tvö sumur. „Sumarið 2017 sagði Helga mér hvað hún væri með mikið samviskubit yfir að geta ekki sinnt hundinum sínum sem skyldi varðandi hreyfingu. Ég nefndi við hana að ég ætti tvítugan son á einhverfurófi sem væri aðgerðalaus á sumrin og ég gæti beðið hann um að koma inn í þetta.“ Valdimar segist vera mikill dýra- vinur og að honum og hundinum komi afar vel saman. „Hann þekkir mig nú orðið og veit hvenær ég er kominn. Ég hrósa honum á göng- unum og klappa honum, þannig að ég held nú að ég sé svolítið í uppá- haldi hjá honum. Yfirleitt tökum við um 40 mínútna göngutúra sem er líka góð rútína fyrir mig því það er gott að hafa eitthvað að gera yfir sumarið auk þess sem ég fæ líka eitthvað greitt fyrir þetta. Ég hugsa að ég haldi áfram næsta sumar ef hana vantar aðstoð.“ Samhliða göngutúrunum hefur Valdimar aðstoðað Helgu lítillega varðandi ýmis tölvutengd verkefni og eru þau tvö orðin ágætis vinir að sögn Sylvíu. Skemmtilegur félagsskapur Sylvía mælir algjörlega með því að fólk gefi sér smá tíma til að sinna sjálfboðastörfum á borð við heim- sóknavini. „Maður finnur vel hvað gestgjafinn kann að meta þetta og hvers virði þetta er fyrir hann. Það er líka hollt að kynnast fólki í öðrum aðstæðum en maður sjálfur og fara aðeins út fyrir þæginda- hringinn. Svo getur líka gerst að þátttakendur lendi í því sama og ég, að passa ágætlega við gestgjafann og fá skemmtilegan félagsskap út úr þessu, í stað þess að hanga alltaf með sömu gömlu vinunum.“ 6 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 3 -2 7 3 C 2 1 0 3 -2 6 0 0 2 1 0 3 -2 4 C 4 2 1 0 3 -2 3 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.