Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 92

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 92
Elskulegur eiginmaður minn og faðir, Þorsteinn Kristjánsson frá Gásum, Suðurbyggð 12 á Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. október kl. 13.30. Þórey Ólafsdóttir Stefanía Þorsteinsdóttir Gísli Pálsson Kristín J. Þorsteinsdóttir Kristinn Sigurharðarson Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir Rögnvaldur Ólafsson Ásdís Alda Þorsteinsdóttir Árni Þór Bjarnason Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir Sigurþór Guðmundsson afa og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Helga Guðmundsdóttir Núpalind 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans miðvikudaginn 3. október. Útför auglýst síðar. Kristjana Bjarnadóttir Þorsteinn Sigurðsson Ólöf Bjarnadóttir Guðlaugur G. Jónsson Ása Bjarnadóttir Árni Valur Árnason Elín Hreindal Bjarnadóttir Birna Bjarnadóttir Gísli Örn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elínbjörg Kristjánsdóttir sem lést á heimili sínu mánudaginn 1. október, verður jarðsungin í Garðakirkju þriðjudaginn 9. október kl. 13. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Snævarr lést á líknardeild Landspítalans þann 30. september. Útför verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 12. október klukkan 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar Landspítala. Jakob Möller Sunna Dóra Möller Bolli Pétur Bollason Kristín Þóra Möller Örn Ævar Hjartarson Árni Baldur Möller Hildur Freysdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Okkar yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Sesselja Sigurrós Gísladóttir (Setta) Starengi 30, andaðist laugardaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju fimmtudaginn 11. október kl. 13.00. Viggó Vilbogason Reynir Örn Viggósson Berglind Harpa Helgadóttir Rósa Viggósdóttir Emil Sigurður Magnússon Gísli Páll Jónsson og barnabörn. Það eru vinir, kunningjar og gamlir nemendur sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að gera svona mikið úr afmælinu mínu,“ segir Jón Ásgeirsson tónskáld sem verður níræður þann 11. október. Þegar því er slegið fram að þetta fólk líti á hann sem guðföður sinn í tónlist, tekur hann því sem fjarstæðu. „Nei, nei, blessuð vertu,“ segir hann ákveðinn. En þú ert nú búinn að kenna ansi mörg- um, er það ekki? „Jú, tugum. Meðal þeirra eru tónskáld- in Gunnsteinn Ólafsson og Kjartan Ólafs- son. Mamma hans Kjartans kenndi mér á píanó. Hún hringdi í mig og spurði hvort ég væri ekki til í að taka að mér strákinn.“ Jón kveðst hafa sjálfur verið með í ráðum þegar ákveðið var að hafa opið hús í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti, á afmæl- isdaginn, þann 11. október. Þar kemur tónlistarfólk fram og formlega verður kynnt ný útgáfa Ísalaga á öllum söng- lögum hans í tveimur heftum og eitt hefti með aríum og dúettum úr óperum. Meðal þess sem sungið verður er upp- hafskafli nýjustu óperunnar hans, sem fjallar um Vatnsenda-Rósu. „Það er aría um vorið og ástina,“ segir Jón og tekur fram að um frumflutning sé að ræða. En margt annað er á döfinni. Í dag verða Maximús-tónleikar í Hörpu og þar á Jón eitt verk, Tröllaslag. Svo tekur Salurinn forskot á afmælissæluna með tónleikum annað kvöld, þar sem söng- lög Jóns, bæði einsöngslög og kvar- tettar, hljóma og líka aríur og dúettar úr óperum hans, Þrymskviðu, Galdra-Lofti og Möttulssögu. Jón starfaði lengi við kennslu við Söngskólann í Reykjavík og Kennara- háskólann og 1996 var hann skipaður prófessor við þann síðarnefnda. Hann stjórnaði líka kórum, Liljukórnum, Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum. Eftir hann liggur mikið af tónsmíðum sem munu halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Byrjaðir þú ungur að semja? „Ég var um tíu ára aldurinn þegar ég lærði nótur, bara af sjálfum mér. Mamma hafði keypt píanó handa bróð- ur mínum en hann hafði engan áhuga. Ég varð hins vegar hrifinn og byrjaði strax að búa til lög, skrifaði þau niður og sýndi kennaranum mínum þau. Hann sá náttúrlega strax að ég hefði búið þetta til sjálfur en ég sagðist hafa fundið þetta í bók. Kennarinn var gæðamaður og þegar leið langt á milli þess að ég kom með eitthvað frumsamið þá spurði hann: „Hefurðu ekki séð neitt í bókum nýlega?“ Svo fór ég að læra á píanó og Kristinn Ingvarsson, sem var organisti í Reykjavík, kenndi mér fyrstu tvö árin. Alger öðlingur.“ Hvernig skyldi svo afmælisbarninu líða með aldurinn? „Ágætlega nema hvað ég er að verða blindur. Ég get ekki lesið lengur og ekki skrifað nótur. Það er dálítið bagalegt.“ gun@frettabladid.is Fór tíu ára að semja en sagðist hafa fundið lögin Jón Ásgeirsson tónskáld fagnar níræðisafmæli 11. október. Íslenskt tónlistarfólk fagnar því allan mánuðinn og hver viðburðurinn rekur annan. Sá fyrsti er í Salnum. Jón Ásgeirsson. Aría um vorið og ástina úr nýrri óperu hans um Vatnsenda-Rósu verður frumflutt í næstu viku. FRéttAblAðið/Anton bRink 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r40 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -D 3 4 C 2 1 0 2 -D 2 1 0 2 1 0 2 -D 0 D 4 2 1 0 2 -C F 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.