Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 102

Fréttablaðið - 06.10.2018, Side 102
 Þetta er fyrsta yfir- litssýningin á verkum hans í Þessu safni sem varð- veitir Þau og eru Það ákveðin tímamót. Yfirlitssýning á verkum Karls Einarssonar Dunganon verður opnuð í Listasafni Íslands í dag, laugar-daginn 6. október. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir. Karl Dunganon fæddist á Íslandi árið 1897 en flutti barnungur til Fær- eyja og síðar til Danmerkur þar sem hann lést árið 1972. Hann arfleiddi íslensku þjóðina að öllum myndum sínum og handritum. Myndverkin eru varðveitt í Listasafni Íslands en ritverk og handrit eru í Þjóðskjala- safni Íslands. Á sýningunni, sem nefnist Véfrétt- ir, verður fjöldi verka úr myndröð sem Dunganon gerði við ljóðabálk sinn Oracles of St. Kilda. Verkin eru unnin á tímabilinu 1946-1960. „Á sýningunni eru um hundrað verk. Þetta eru fantasíur, allar í sömu stærð, og sagðist Dunganon hafa notað við gerð þeirra liti sem hann stal frá krökkum. Svo lakkaði hann yfir þær í lokin sem gaf þeim gull- inn blæ. Þetta eru ótrúlega fallegar myndir sem hann gerði við ljóða- bálkinn, en hvernig hann tengdi saman ljóð og mynd er eitthvað sem hefur reynst illmögulegt að fá botn í, þrátt fyrir mikla yfirlegu,“ segir Harpa. Ákveðin tímamót Fyrsta opinbera sýningin hér á landi á verkum Dunganons var árið 1976, fjórum árum eftir andlát hans. „Vinur Fantasíur hins einstaka Karls Dunganon Ein af hinum skemmtilegu fantasíum Dunganons sem til sýnis eru í Listasafni Íslands. fyrsta yfirlits- sýningin á verkum listamannsins í listasafni íslands. sérstakur persónu- leiki og sérstæður listamaður. Bók á leiðinni. hans, Björn Th. Björnsson listfræðingur, fékk verk eftir hann lánuð frá l i s t a s a f n i n u og sýndi þau á Listahátíð í Bogasal Þjóð- minjasafnsins,“ segir Harpa. „Vinkona hans, Helga Hjörvar, fékk árið 2005 lánuð um þrjá- tíu verk sem hún sýndi í Norður- landahúsinu í Færeyjum og árið 2009 sýndi hún um sjötíu verk hans í Kaup- mannahöfn. En þetta er fyrsta yfir- litssýningin á verkum hans í þessu safni sem varðveitir þau og eru það ákveðin tímamót.“ Heillaði fólk Spurð um Dunganon segir Harpa: „Hann var mjög sérstakur persónu- leiki og sérstæður listamaður. Hann fæddist á Íslandi og kallaði sig alltaf Íslending þótt hann hefði alist upp í Færeyjum. Hann bjó öll sín efri ár í Danmörku en hafði farið um Evr- ópu þar á undan, verið í Frakklandi, Belgíu og á Spáni. Hann tók sér ungur nafnið greifi af Dunganon og sæmdi sig einnig titl- inum hertogi af St. Kildu, auk ann- arra titla og skáldanafna. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1931 en seinna fór hann að teikna og mála. Hann setti sig oft í ákveðið hlutverk, hafði gaman af því að vera öðruvísi og jafnvel ganga pínulítið fram af fólki. Hann kom úr mjög borgara- legu umhverfi og var á margan hátt mjög borgaralegur sjálfur, en á sama tíma var hann í algjöru andófi gegn alls konar reglum og kreddum borgaralegra viðhorfa. Hann var vel lesinn, las mikið heimspeki og dul- speki, og þegar hann var kominn á efri ár töluðu margir um hann sem hálfgerðan lífsspeking. Hann virðist hafa heillað fólk sem persóna og vonandi heillar hann fólk enn með verkum sínum.“ Sýningin stendur fram í janúar og samhliða henni verður gefin út bók um Dunganon þar sem fjallað er um ævintýralegt lífshlaup hans, sem og höfundarverk. Harpa Björnsdóttir og Helga Hjörvar ritstýra bókinni sem kemur út á næstu mánuðum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Harpa Björns- dóttir sýningarstjóri við uppsetningu sýningarinnar. FréttaBLaðið/ Sigtryggur ari Helguleikur Höfundur: Kolbeinn Bjarnason Blaðsíður: 450 síður Útgefandi: Sæmundur Þegar farið var að senda loft-skeyti í gamla daga birtist frétt í einhverju dagblaðinu þar sem stóð: „Loftskeyti geigaði og drap belju.“ Fólk var álíka tortryggið þegar fyrst fór að heyrast í sembal í tónleikalífinu hér. Semball er hljóm- borðshljóðfæri og forfaðir píanósins. Það eru strengir í honum, en ekki er slegið á þá með hömrum, heldur eru þeir plokkaðir með sérstökum mekanisma. Hljómurinn er veikur, enda ekki hægt að stjórna styrk- leikanum með því að slá misfast á nóturnar. Áferðin er vélræn og hún kemur illa út í samspili við venjuleg nútímahljóðfæri. Þetta fannst fólki vafasamt. Helga Ingólfsdóttir semballeik- ari, sem lést fyrir tæpum áratug, lét þó takmark- anir sembalsins ekki aftra sér. H ú n b a r ð i s t fyrir því að hann fengi verðskuld- aðan sess í tón- leikalífinu. Frá þessu segir í bók sem ber nafnið H e l g u l e i ku r , saga Helgu Ing- ólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholts- kirkju, og er eftir Kolbein B j a r n a s o n . Með bókinni f y l g j a s e x geisladiskar með leik Helgu. Fjallað er um ævistarf hennar, en hún stofnaði téða Sumartónleika, afar veglega og vandaða tónlistarhá- tíð. Áherslan þar er annars vegar á bar- o k k t ó n l i s t s a u t j á n d u a l d a r i n n a r og fyrri hluta þeirrar átj- ándu, og svo n ú t í m ave r k sem yfirleitt eru innblásin af trúarlegum, þ j ó ð l e g u m efnivið. Fyrsti hluti b ó k a r i n n a r , tæpar hundrað síður, er um sembalinn sjálf- an og vanda- málin sem upp ko m a þ e g a r hljómur hans blandast nútíma- hljóðfærum. Svar Helgu við því var að hvetja til þess að barokktónlist yrði öll leikin á „upprunaleg“ hljóð- færi. Eftir því sem tónlistin þróaðist frá barokktímanum yfir í rómantík 19.  aldarinnar þurftu hljóðfærin meiri hljómstyrk til að hægt væri að túlka þær tilfinningaólgur sem rómantíkin kallaði á. Farið var að nota stálstrengi í stað garna í strok- hljóðfærunum, flautan var smíðuð úr málmi en ekki tré, o.s.frv. Þessi breyting umturnaði barokktónlist- inni, hún varð miklu belgingslegri og missti hinn fínlega karakter sem einkenndi hana. Í slíku umhverfi þar sem einnig var leikið á sembal, drukknaði hann einfaldlega í hljóm- gnýnum. Helga var leiðandi afl í því að breyta þessu, og nú er svo komið að maður getur notið barokktónlistar með reglulegu millibili eins og hún var upphaflega hugsuð. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju kemur árlega fram með stórvirki barokktímans, en þar er leikið á upp- runahljóðfæri. Minni hópar á borð við Nordic Affect hafa auk þess vakið ánægju og gleði undirritaðs oftar en einu sinni. Á slíkum tónleikum er gjarnan leikið á sembal, og hann hljómar miklu betur en ella. Helguleikur er fróðleg bók. Saga sembalsins á Íslandi og Sumartón- leikanna í Skálholti er rakin mjög ítarlega. Lesandinn fær hins vegar nánast ekkert að vita um Helgu sjálfa, hið persónulega um hana mætti segja á einni blaðsíðu – í mesta lagi. Þetta gerir að verkum að stór hluti bókarinnar er nokkuð þurr, en sem fræðibók er hún engu að síður frábær. Farið er í allt sem átti sér stað á tónleikunum í Skálholti í gríðar- legum smáatriðum og þau mega ekki gleymast, því þar voru frumflutt mörg íslensk tónverk. Óneitanlega er bókin skyldueign allra sem hafa áhuga á íslenskri tónlistarsögu. Jónas Sen Niðurstaða: Vönduð fræðibók um mikilvægan þátt íslenskrar tónlistarsögu. Af raunum og sigri sembalsins 6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L a u G a r D a G u r50 m e N N i N G ∙ F r É t t a b L a ð i ð menning 0 6 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :1 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 2 -C E 5 C 2 1 0 2 -C D 2 0 2 1 0 2 -C B E 4 2 1 0 2 -C A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.