Fréttablaðið - 06.10.2018, Síða 114
Orri Páll Vilhjálms-son frá Apótekinu er búinn að vera að undirbúa sig undanfarna mán-uði fyrir stóru
stundina en hann þarf að reiða
fram tugi kokteila undir hinum
ýmsu þemum. Skorið verður niður
í topp 20 í dag og verða svo úrslit á
sunnudag. Keppninni í Berlín fylgir
mikil fræðsla, námskeið og við-
burðir þar sem barþjónar þurfa að
æfa sig og mikill metnaður er meðal
barþjóna um að veita frábæra upp-
lifun í bragði, sjón og lykt.
Bestu kokteilbarir lands-
ins taka þátt í World Class-
keppninni á Íslandi og hefur
færni og þekking barþjónanna
aukist gríðarlega síðustu ár. Í
keppninni senda barþjónar inn
tugi kokteila og eru mörg mis-
munandi þemu sem þeir þurfa að
kynna sér. Hvort sem það eru sögu-
legar staðreyndir, hvernig klaki er
bestur, árstíðabundin ber, krydd
og ávextir eða að þekkja klassísku
kokteilana og barþjónar þurfa að
þekkja tegundir í blindsmakki.
Orri var úti í fallegum garði í Berl-
ín að tína blóm fyrir stóru stundina
þegar Fréttablaðið náði í skottið á
honum. „Við erum búin að sjá svæð-
ið sem verður keppt á og taka góðan
kvöldverð svo það er kominn smá
fiðringur í magann. Þetta er búið
að vera sex mánaða ferli, svona
rétt rúmlega,“ segir hann.
Eftir Johnnie Walker-keppnina
verður skorið niður úr 58 bar-
þjónum í topp 20 og svo topp
fjóra sem keppa í svokölluðu
Cocktail Clash. „Ef ég kemst alla
leið þá er ég að fara að gera um 22
drykki.“
Barþjónar nota bara svokallaðar
„super deluxe“ tegundir í þessari
keppni; Tanqueray no.Ten, Bulleit,
Don Julio, Ciroc vodka, Talisker
og fleiri góðar. Þátttakendur eiga
nánast greiða leið í vinnu á flott-
ustu börum heims eins og til dæmis
American bar á Savoy-hótelinu í
London, Dead Rabbit í New York
eða Dandelyan í London.
Einn af fyrri sigurvegurunum,
Bestu kokteilbarir landsins taka þátt í World Class-keppninni á Íslandi og hefur færni og þekking barþjónanna aukist gríðarlega síðustu ár.
Óður til
í Berlín
Bestu barþjónar
heims frá 58 löndum
reyna fyrir sér í World
Class Bartending
Competition bar-
þjónakeppninni sem
nú stendur yfir í Berl-
ín. Íslendingar sendu
Orra Pál Vilhjálms-
son frá Apótekinu til
keppni en í dag kemur
í ljós hvort hann
komist inn á topp 20
og þar með í loka-
keppnina.
kokteilsins
Charles Joly á barnum The Aviary,
sér til dæmis um kokteilana fyrir
Óskarsverðlaunaathöfnina og
Victoria’s Secret sýninguna.
Orri fékk áhuga á kokteilum nán-
ast um leið og hann byrjaði í brans-
anum fyrir um áratug. Síðan hafa
margir kokteilar runnið til sjávar
og hann hefur því upplifað þá kok-
teilasprengju sem hefur orðið hér
á landi. „Minn áhugi á kokteilum
byrjaði nánast um leið og ég byrj-
aði í bransanum. Fólk er tilbúið
núna til að prófa aðra kokteila en
bara mojito eða pina colada. Með
komandi kynslóðum er komin betri
drykkjarmenning, þetta er ekki
lengur þannig að allir detti í það
á föstudegi eða laugardegi. Það er
meira að fá sér minna í einu og við
fleiri tilefni. Það er jákvæð þróun
finnst mér.“
benediktboas@
frettabladid.is
Við erum Búin að
sjá sVæðið sem
Verður kePPt á Og taka
gÓðan kVöldVerð
sVO það er kOminn
smá fiðringur í
magann.
Barþjónar nota bara
svokallaðar „super
deluxe“ tegundir í
þessari keppni; Tan-
queray no.Ten, Bulleit,
Don Julio, Ciroc
vodka, Talisker og
fleiri góðar.
6 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r62 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
0
6
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:1
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
0
2
-E
B
F
C
2
1
0
2
-E
A
C
0
2
1
0
2
-E
9
8
4
2
1
0
2
-E
8
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
8
C
M
Y
K