Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 10
10 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA f immtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. „Að sjálfsögðu var ég dálítið búin að gæla við þá hugmynd að gaman væri að fá þessi verðlaun en um leið og ég mætti á hátíðina og sá alla hina þá hugsaði ég að það væri lítill möguleiki,“ segir Erla Svava Sigurðardóttir, eigandi Yarm. Erla tók þátt á Handverkshátíð sem fór fram í Eyjafirði fyrr í ágúst og hlaut hún þar titilinn Handverksmaður ársins 2018. „Hátíðin var mjög umfangsmikil og flott, ég heyrði einhversstaðar að í kringum 10.000 manns hafi komið á sýninguna. Auðvitað var mjög gaman að fá verðlaunin enda eru þau mikil viðurkenning og ákveðin staðfesting á því að maður er að gera eitthvað rétt og eigi að halda ótrauður áfram.“ Erlu finnst einnig mjög mikilvægt og ánægjulegt að taka þátt í sýningum sem þessum og hitta annað hand- verks- og listafólk. Spinnur sitt eigið garn Erla hafði aldrei haft áhuga á því að prjóna eða hekla þó hún hafi miklar prjónakonur í kringum sig. En þegar hún rakst á handleggjaprjónaðar vörur á Pinterest vissi hún strax að þetta væri eitthvað fyrir sig. „Ég rakst strax á veggi þegar ég fór að leita af garni til þess að prjóna úr, það er ekki selt svona gróft garn á Íslandi og því þurfti ég að panta garn að utan sem var bæði dýrt og endingarlítið.“ Það varð úr, að Erla ákvað að spinna sitt eigið garn úr íslenskri ull. Það tók marga mánuði að finna réttu aðferðina og fá íslensku ullina til sam- starfs. En Erla segir íslenska ull að mörgu leyti líka okkur Íslendingum, frekar úfin, villt, sterk og full af karakter. „Mér finnst ótrúlegt að ég hafi ekki gefist upp, það tók marga mánuði að ná garninu notendavænu og endingargóðu.“ Eftir að Erla fór að sjá garnið sem hún gerði sjálf úr íslenskri ull vissi hún að þetta væri eitthvað sérstakt, þetta er eitthvað sem enginn annar er að gera og garnið miklu betra en það sem er gert úr erlendri ull. Þannig fæddist viðskiptahugmyndin. Yarm verður til Það var mamma Erlu sem kom með hugmyndina að nafninu Jarm. „Þegar ég var að byrja að spinna þá var allt heimilið mitt undirlagt í ull og lyktaði oft eins og fjárhús, svo þegar ég fór að hugsa um nafn þá sagði mamma að það lægi beinast við að þetta héti bara Jarm.“ Erlu fannst Jarm passa vel þar sem hún vildi bara eitt ein- falt orð og eftir að hafa kastað þessu fram og til baka milli ættingja og vina varð Yarm fyrir valinu. Því þá er það borið eins fram á íslensku og ensku og þýðir nánast það sama og því myndu útlendingar tengja við það. Síðasta vetur tók Erla þátt í sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hún hlaut Skúlaverðlaunin sem eru ný- sköpunarverðlaun veitt fyrir bestu nýju hönnunina. Eftir að hafa hlotið þessi verðlaun og einstaklega góðar viðtökur á sýningunni ákvað Erla að hún skuldaði þessum draum að hún gæfi allt í hann. Hún hætti í vinnunni um áramótin og hefur síðan þá sett alla sína krafta í Yarm. „Ég er með nýjar vörur á markaðnum en framleiðslugetan er enn frekar lítil þar sem ég er ein og vinn þetta þetta allt frá grunni. Þess vegna hef ég verið að halda aðeins í mér varðandi markaðssetningu. En það hefur ekki komið að sökum, því síðan ég byrjaði hef ég alltaf verið með biðlista.“ segir Erla en hún byrjaði að selja vörur fyrir einu og hálfu ári. Það tekur Erlu minnst fimmtán tíma að vinna eina vöru og því er starfið mjög tímafrekt þó að það sé skemmtilegt fyrir hana. Framtíðarhorfur Erla segist vera mikil draumóra- manneskja og á góðum dögum sjá fyrir sér heimsyfirráð. „Mig langar að þetta vaxi meira og að ég geti afgreitt hraðar,“ segir Erla en hana langar að sjá Yarm sem lítið en kröftugt fyrir- tæki með litla yfirbyggingu og nokkra starfsmenn. „Helsti draumurinn núna er að eign- ast spunavél, en það eru ekki til vélar sem spinna svona gróft garn og því þyrfti ég að láta sérsmíða vél fyrir mig.“ Ef að Erla fengi spunavél gæti hún spunnið mikið hraðar og jafnvel farið að selja garnið sjálft sem mikil eftirspurn er eftir. Erla tekur þátt í sýningu á Ljósanótt á Park Inn hótelinu en það hefur hún aldrei gert áður og er mjög spennt fyrir því. Að lokum nefnir Erla forréttindi hennar að geta búið sér til starf og unnið heima hjá sér. „Ég er með þrjú börn og ég er mjög ánægð með það að börnin mín alast upp við það að mamma þeirra sé að spinna á rokk- inn í stað þess að hanga yfir sím- anum,“ segir Erla en hún er vön því að vera tilbúin með ull til að spinna við sófann þegar hún og fjölskyldan eru með kósýkvöld saman. „Börnin mín alast upp við að sjá mömmu sína spinna ull á rokk,“ – segir Erla Svava Sigurðardóttir, eigandi Yarm og Handverksmaður ársins 2018 Brynja Ýr Júlíusdóttir brynja@vf.is VIÐTAL Helsti draumurinn núna er að eignast spunavél, en það eru ekki til vélar sem spinna svona gróft garn og því þyrfti ég að láta sér- smíða vél fyrir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.