Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 59

Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 59
59f immtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA Sterkari saman Suðurnesjamenn þurfa aukna fjármuni frá ríkinu til að bæta opinbera þjónustu á svæðinu, ekki síst til að styrkja rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það er mikilvægt að ríkið taki fordæmalausa fjölgun íbúa með í reikninginn, sérstaka íbúasamsetningu og fjölda ferðamanna þegar fjárlög eru sett. Við sem höfum aðkomu að stjórnsýslunni þurfum að vera samtaka um að breyta því og missa okkur ekki í pissukeppni. Við erum alltaf sterkari saman. HVAÐ FENGU SUÐURNESIN 2018? Í fjárlögum fyrir árið 2018 sáum við viðbætur til svæðisins. Til dæmis voru 200 m.kr. sérmerktar framkvæmdum á Grindavíkur- vegi. Öðrum samgönguverkefnum á svæðinu fylgjum við svo eftir við gerð samgönguáætlunar, sem nú stendur yfir. Í fjárlögum var ákveðið að 400 m.kr. færu til reksturs heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni, auk 200 m.kr. til tækjakaupa hjá sömu stofnunum. HSS fékk 54 m.kr. úr þeim potti og svo 28 m.kr. til tækjakaupa. Við fengum einnig sjö langþráð dagdvalarrými í Reykja- nesbæ. Þar af eru þrjú almenn dagd- valarrými og fjögur fyrir fólk með heilabilun. SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri krónur fara til stofnana á Suður- nesjum. Þó að skilningur hafi aukist innan embættismannakerfisins á aðstæðum hér suður með sjó, þá er hann enn ekki nægur. Við stöndum ekki bara frammi fyrir mestu fólks- fjölgun sem sögur fara af, heldur erum við einnig með sérstaka íbúa- samsetningu, þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Einnig er ekki horft nægilega til þess hversu margir fara um flugstöðina á hverjum sólarhring sem hefur t.a.m. stóraukið álag á löggæslu og sjúkra- f l u t n i n g a . Þessi staða kallar á að við sem hér búum stöndum enn þéttar saman og höfum hátt. Árangur Stundum finnst manni baráttan fyrir hagsmunum svæðisins okkar ganga allt of hægt. En þá má maður ekki gleyma að horfa á litlu sigrana. Eitt skref í rétta átt var að koma inn í texta fyrir fimm ára fjármála- áætlun (sem er ramminn fyrir mála- svið ráðuneyta í fjárlögum ár hvert) um taka skyldi tillit til aðstæðna á svæðum. En textinn er á þessa leið: “Fordæmalaus fjölgun íbúa á Suður- nesjum og fjölgun ferðamanna um land allt kallar á skoðun á því hvort fjárveitingar geti í ríkari mæli færst á milli svæða. Meiri hlutinn beinir því til heilbrigðisráðherra að gera endurskoðun fjárveitinga gagnsærri en verið hefur og upplýsa um þá þætti sem ráða úthlutun fjármuna. Þar þarf sérstaklega að horfa til íbúaþróunar á Suðurnesjum þar sem heilbrigðisframlög á íbúa eru lægri en annars staðar á landinu.” Baráttan heldur áfram. Ég vona að þið hafið öll notið sumarsins. Sjáumst á Ljósanótt! Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM LJÓSANÆTUR- DANSLEIKUR Félags eldri borgara á Suðurnesjum 2018 verður haldinn föstudaginn 31. ágúst nk. að Nesvöllum kl. 20:00. Miðaverð 1000 kr. StjórninSMÁAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Til sölu iðnaðarbil/geymsluhúsnæði 41,7 fm með millilofti í Hvalvík 2. Upplýsingar gefur Björn í síma 616 2716 eða sendið línu á btk@keilir.net Nýr kaupfélagsstjóri, aldurslagasjóður, 550 manns misstu vinnuna og Svartbakurinn heimtar sitt voru meðal fyrirsagna á fyrstu forsíðu Víkurfrétta sem kom út 14. ágúst 1980. Víkurfréttir fagna um þessar mundir 38 ára samfelldri útgáfu blaðs. Fyrsti útgefendi blaðsins var Prent- smiðjan Grágás en einmitt á sömu forsíðu þessa fyrsta tölublaðs er sagt frá því að útgáfa Suðurnesjatíðinda, forvera Víkurfrétta, hafi legið niðri og ekki tekist að koma út blaði þrátt fyrir tilraunir. Það kom síðan á daginn að Víkurfréttir tóku við keflinu og eru hugsanlega fyrsta fréttablaðið á Íslandi sem er dreift frítt en því var dreift í verslanir, stofnanir, bensín- stöðvar og á fleiri stöðvar þar sem fólk gat gripið eintak með sér en þó fyrst um sinn eingöngu í Keflavík og Njarðvík. Í ársbyrjun 1983 urðu tímamót í út- gáfunni þegar nýir eigendur tóku við útgáfu blaðsins. Páll Ketilsson, núverandi eigandi VF og Emil Páll Jónsson keyptu blaðið af Grágás og stofnuðu Víkurfréttir eh. Fyrstu tvö, þrjú árin hafði blaðið komið út um það bil hálfsmánaðarlega og treysti á auglýsingasölu en Suðurnesjatíðindi höfðu verið sölu- og áskriftarblað. Páll og Emil breyttu útgáfutíðninni strax í vikulega og dreifðu því áfram frítt á sama hátt en bættu öðrum byggðarlögum á Suðurnesjum við í hópinn. Nokkru seinna var farið að dreifa blaðinu inn á heimili á Suðurnesjum eins og það er gert í dag. Árið 1986 var þó hugur í mönnum og þá var í nokkra mánuði blaðið gefið út tvisvar í viku. Árið 1993 fór Emil Páll út úr fyrir- tækinu og Páll Ketilsson og fjölskylda eignaðist það og rekur fjölmiðilinn sem VF er orðið í dag, vikublað, vefirnir vf.is og kylfingur. is og Sjónvarp VF. Laus störf við hreinsun í flugskýlinu í Keflavík Viðhaldsstöð okkar í Keflavík leitar að starfsfólki í hreinsunarstörf. Um er að ræða störf við þrif inní flugvélum og á húsnæði. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er aðra vikuna frá 7:45 til 15:40 mán-fös og hina vikuna frá 16:00 til 1:00 mán-fim. HÆFNISKRÖFUR: | Sjálfstæð vinnubrögð | Aldurstakmark 18 ár Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn fyrir 10. september nk. Nánari upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri | sveinaj@icelandair.is 38 ÁR FRÁ FYRSTA TÖLUBLAÐI VÍKURFRÉTTA – Atvinnuleysi, nýr kaupfélagsstjóri og svangur Svartbakur Forsíða fyrsta tölublaðs Víkurfrétta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.