Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 60
60 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA f immtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. í vefverslun husa.is ÚTSALAN ER LÍKA verðið Við BERJUM n iður RISA útsala hef st Á fimmtud aginn Hreinlætistæki 25-35% • Blöndunartæki 25-35% • Flísar 25-40% • Harðparket Kaindl 25-40% • Frystikistur 20% • kæliskápar 20%• Frystiskápar 20% • Ryksugur 20-30% Eldavélar 20-30% • Helluborð electrolux 20% • Bökunarofnar electrolux 20% • Smáraftæki í eldhúsið 25% • Olíufylltir rafmagnsofnar 20-35% • Hársnyrtitæki remington 25% Hnífapör 30% • matarstell 30% • Glös og könnur 30% • Pottar og pönnur 30% • Plastbox, geymslubox og körfur 25% • útivistarfatnaður 25-50% Vinnufatnaður 20% • Rafmagnsverkfæri Hitachi 20-30% Rafmagnsverkfæri Dewalt 20% • Rafmagnsverkfæri black+decker 25-35% • Handverkfæri stanley 25% Handverkfæri NeO 25% • Hillurekkar 20% • Garðverkfæri hand, rafmagns og bensín 30% • slönguhjól og úðarara Claber og Verto 40-50% • Verkfæratöskur 30-40% • LJós 25% Þvottahringsnúrur Blome 50% • Áltröppur og stigar 20-25% • Lady innimálning og lökk 20% • Útimálning 30% • Viðarvörn 30% • penslar og rúllur 25% ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA! Ein stærsta útsala Húsasmiðjunnar hefst á fimmtudaginn Allt pallaefni á TAX FREE Fura, lerki, skjólveggir, girðingaeiningar, hattar blómapottar o.fl. Gildir einnig af vatnsklæðningu og panil Skemmtilegt rigningarsumar – segir Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, sérfræðingur í heilbrigðislausnum hjá Origo „Helsta afrek mitt og fjölskyldunnar rigningarsumarið 2018 var hringferð um landið til að hitta Rún Kormáks vinkonu mína og fjölskyldu hennar á Borgar- firði Eystri,“ segir Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, sérfræðingur í heilbrigðis- lausnum hjá Origo, spurð út í sumarið 2018. „Suðurlandið var lagt í næturakstri á meðan blóðmáninn lýsti okkur leiðina. Á Borgarfirði eystri gengum við í Stórurð og Dyrfjöll. Fjórtán kíló- metra „líkamsrækt“ í stórkostlegri íslenskri náttúru. Það skaðaði ekki að sólin skein á heiðskírum himni og engin hreyfing var á logninu. Svo tókum við auðvitað Druslugönguna líka og tjúttuðum á Bræðslunni. Daði Freyr heillaði fleiri en bara unglings- stelpurnar og hljómsveitin Between Mountains var líka frábær en fag- mennskan draup af öllum hljóm- sveitunum. Við skoðuðum lunda í Hafnarhólma, fylgdumst með hvölum í höfninni og syntum þar sjálf í ís- köldum sjónum“. Guðrún Sigríður segir að heima fyrir hafi fjölskyldan nýtt blautviðrið til jarðvinnu. „Og svo hellulögðum við einhverja 75 fermetra. Nú er verið að steypa vegg á baklóðinni og þar munum við klára pall og heitan pott áður en frystir í haust. Svo skutumst við núna í sumarlok á Landsmót ung- menna í Þorlákshöfn með Ásdísi Hjálmrós (14 ára) og Jóa Krissa (11 ára) sem kepptu auðvitað í þjóðarí- þrótt Njarðvíkinga, körfubolta“. TOBBA ALLTAF HEIMSÓTT Á LJÓSANÓTT Ertu með hefðir á Ljósanótt? „Það sem ég hef gert síðastliðin ár á fimmtudagskvöldinu á Ljósanótt er að fara út að borða á Library Bistro með Buddunum, saumaklúbbnum mínum, og svo tökum við vinkon- urnar röltið og skoðum listsýningar. Sá listamaður sem ég vil alls ekki missa af sýningu hjá er hún Tobba, en hún er með Gallery Tobbu á Hafnargötu 18. Ég er mjög hrifin af listinni hennar, sérstaklega þessum stórkostlegu skúlptúrum sem hún gerir. Ég mæli með að allir komi við í Gallerýi Tobbu á Ljósanótt og skoði andstæðurnar í verkunum hennar, húmorinn og fegurðina. Ég bað um listaverk eftir Tobbu í afmælisgjöf í desember síðastliðnum og var ég með ákveðið listaverk í huga sem ég vildi og ég fékk það í afmælisgjöf frá eiginmanninum. Það var þessi risastóra könguló sem nú hangir fyrir ofan svefnherbergi sonar okkar. Sumum finnst köngulóin óhugnanleg en hún er stórfengleg að mínu mati og heyrst hefur að von sé á fjölgun í þeirri fjölskyldunni og bætist litlar köngulór á vegginn hjá okkur. Að lokum langar mig að segja líka frá steinaldarmanninum Einari Ben, en hann er móðurbróðir minn og verður með listsýningu á Hafnargötu 35. Hann málar verk í stein sem eru afar falleg og ég mæli með að sem flestir leggi leið sína þangað“. HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.