Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 36
36 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA f immtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. „Þetta var ævintýraleg löndun á geggjuðum stað,“ segir Sindri Þrastarson, ungur Keflvíkingur sem veiddi 80 sm. og ellefu punda Sjóbirting í Geirlandsá en Stangveiðifélag Keflavíkur hefur haft ána á leigu í mörg ár. Sjóbirtingsveiðin er að hefjast en óhætt er að segja að Sindri hafi tekið forskot á sæluna og keflvískir stangveiðimenn vona að hann hafi gefið tóninn fyrir komandi haustveiði. Sindri fékk veiðibakteríuna í gegnum tengda- föður sinn, Stefán Einarsson, smíðaverktaka en hann hefur verið iðinn við að fara með fólkið sitt í veiði. Geirlandsá er falleg sjóbirtingsá austur í landi og þar hafa Keflvíkingar veitt í mörg ár. Guðrún Mjöll Stefánsdóttir, unnusta Sindra var með honum í veiðinni sem og fleiri úr fjölskyldunni. Sindri segir að ákveðið hafi verið að fara upp að Hagafossi og veiða á sex veiðistöðum á þeirri leið. Fosshlur í Geirlandsá er efsti staðurinn í ánni og einn af fallegri veiði- stöðum landsins. Hylurinn er mjög djúpur og landslagið í umhverfinu er stórfenglegt. Veiðin á leiðinni gekk ekki vel en um klukkustund tekur að fara upp að fossinum með stuttu stoppi á veiðistöðunum. „Þegar komið var að fossinum fékk hópurinn sér nesti og naut umhverfisins. Svo var kastað út í og ekki þótti veiðivonin mikil miðað við fyrri veiðistaði. Nýr maðkur var þræddur á öngulinn og þung sakka og viti menn, fiskurinn var á í öðru kasti. Hann var ansi sprækur og barðist töluvert áður en honum var náð þreyttum á grynningarnar en enginn háfur var með í för og grýttur bakkinn ekki álitlegur til löndunar. Þegar fiskurinn var komin um hálfan metra frá landi slitnaði girnið og fiskurinn laus. Ungur og efnilegur veiðimaður, Tómas Elí, mágur minn, var fljótur að bregast við og „vippaði“ honum í land með báðum höndum. Ævintýraleg löndun á ævintýralegum stað! Sjóbirtingurinn mældist 11 pund og 80 cm,“ segir Sindri þegar hann rifjar upp atvikið. Myndin hefur vakið athygli enda mjög skemmti- leg. Hana tók unnusta Þrastar, Guðrún Mjöll Stefánsdóttir og fangar hún veiðistaðinn, landslagið og umhverfið allt í kring á skemmti- legan hátt. Guðrún var með nýja og netta Sony myndavél og smellti þessari flottu mynd af kærastanum sem er rammaður inn í hana eins og í stúdíói. Nú var stúdíóið náttúra Íslands í sínum flottustu fötum. Sindri með svakalegan sjóbirting í „stúdíói“ náttúrunnar –fékk 11 punda fisk í hinum glæsilega Hagafossi Geirlandsár „AÐ ALLIR HAFI ÁHUGA Á VEIÐI – ÞAÐ GERIR ÞETTA ENN SKEMMTILEGRA“ – segir Anna María Sveinsdóttir útibússtjóri TM í Reykjanesbæ „Sumarið mitt er búið að vera frekar rólegt, þ.e. hvað varðar ferðalög. En það sem stendur upp úr er æðisleg ferð til Ítalíu með vinkonum og mökum þar dvöldum við í tíu daga í góðu yfirlæti, borðuðum góðan mat og drukkum góð vín, skoðuðum okkur um og lágum í leti. Betra frí var ekki hægt að hugsa sér. Alveg sjúklega skemmtileg ferð, mikið hlegið og safnað minningum með þessum mjög svo skemmtilega hópi,“ segir Anna María Sveinsdóttir, útibússtjóri TM í Reykjanesbæ, spurð út í sumarið 2018. Anna María er mikil veiðikona og hefur gaman af veiðiferðum: „Nokkrar veiðiferðir hafa verið farnar, m.a. í Vatnsdalsá með veiðihópnum GCD, Reykjadalsá í Borgarfirði og Víðidalsá á Ströndum með fjölskyldunni. Það er geggjað að allir hafi áhuga á veiði – það gerir þetta enn skemmtilegra“. Anna María varð amma á síðasta ári „þannig að það hefur verið mikið fjör að dekra við Daníel Hólm sem er algjör krúttsprengja,“ segir hún um barnabarnið. Hvað með hefðir á Ljósanótt? „Ljósanótt hefur hingað til byrjað á sushi-gerð og sölu með stelp- unum í körfunni en það verður ekki í ár, þannig að fastur liður er fimmtudagsrölt með vinkonunum, kíkja aðeins á sýningar og í búðirnar og fá sér kannski einn kaldann einhversstaðar. Á föstudagskvöldið eru heimatónleikarnir orðinn fastur liður hjá mér og svo árgangagangan á laugardeginum. Annað ræðst bara svona af veðri og stemmningu“. HVERNIG VAR SUMARIÐ 2018?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.