Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 30.08.2018, Blaðsíða 32
32 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA MIÐVIKUDAGUR KL. 16:30–17:30 SETNING LJÓSANÆTUR 2018 Staðsetning: Skrúðgarðurinn í Keflavík Í ár gerum við breytingar á setning- arathöfn Ljósanætur. Enn verða skólabörnin í forgrunni en við höfum breytt tímasetningu þannig að for- eldrar geti einnig notið hennar og eru þeir hvattir til að fjölmenna með börnum sínum á skemmtilega samverustund í Skrúðgarðinum. Meðal þeirra sem koma fram eru Ingó veðurguð og Jóhanna Guðrún auk þess sem margt annað verður til skemmtunar, svo sem risaboltar (ef veður leyfir). KL. 19:00 LJÓSANÆTURHLAUP LÍFSSTÍLS Staðsetning: Lífsstíll líkamsræktar- stöð, Vatnsnesvegi 12 Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið er um götur Reykjanes- bæjar. Keppt er í 3, 7 og 10 km og er 10 km leiðin komin með löggildingu og telja tímar því til Íslandsmeta. Flögu tímamæling verður notuð í öllum vegalengdum.. KL. 20:00–22:00 MEÐ DISKÓBLIK Í AUGA Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú Stórsýningin Með Diskó blik í auga er óður til diskótímabilsins þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti eina kvöldstund. Stjörnur sýningarinnar eru Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem öll geta þanið radd- böndin en þeim til halds og traust er stórband Arnórs B. Vilbergssonar. DAGSKRÁ FIMMTUDAGINN KL. 13:00–14:00 LJÓSANÆTUR PÚTTMÓT Staðsetning: Púttvöllur við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsi- legum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl 13.00 fimmtudaginn 30. ágúst og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir. KL. 16:30–18:00 OPNUN SÝNINGARINNAR LIST SEM GJALDMIÐILL Staðsetning: Bókasafn Reykjanes- bæjar, Tjarnargötu 12 Opnun sýningarinnar List sem gjaldmiðill fer fram í Átthagastofu Bókasafnsins. List sem gjaldmiðill eða ARTMONEY NORD er mynd- listarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil. Artmoney er val um „gjaldmiðil“ þar sem hægt er að velta fyrir sér hvað er sanngjarnt menningar- og efnahagslegt verð- gildi í listum. KL. 17:00–19:00 LJÓSANÆTURSKEMMTUN FYRIR 5.-7. BEKK Í FJÖRHEIMUM Staðsetning: Fjörheimar/ 88 húsið Boðið verður upp á: Bubble bolta, leiki og karaoke KL. 17:00 MYNDLISTAR- OG HÖNNUNARVEISLA Á PARK INN BY RADISSON Staðsetning: Hafnargötu 57 Opið 17-22 fimmtudag, 16-21 föstudag, 11-19 laugardag, 13-17 sunnudag Opnun sýninga fimmtudaginn 30. ágúst kl 17:00 og eru allir velkomnir Meðal þeirra sem taka þátt eru: ART BY ELIN, Dóttir, Eddó design, Fluga design, Fjóla Jóns / Mynd- listarsýning, geoSilica Iceland, Hildur H. List-Hönnun, Katrín Þór- ey gullsmiður, Maju Men, Margrét Thorarensen / Interior, Ragna Ingi- mundardóttir, Rosella Mosty Design, Saga Kakala, SKINBOSS, Yarm. KL. 17:00–20:00 SKOTDEILD KEFLAVÍKUR KYNNIR! Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnu- braut Skotdeild Keflavíkur býður fólk vel- komið sem vill koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark í loftaðstöðunni á Sunnubraut (Vatnaveröld). KL. 18:00–21:00 OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM Staðsetning: Duus Safnahús, Duus- götu 2-8 Verið velkomin við formlega opnun nýrra Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum Eitt ár á Suðurnesjum. Ljósmyndir teknar af almenningi á Suðurnesjum frá 17. júní 2017–17. júní 2018. Eitt ár í Færeyjum. Ljósmyndir teknar af almenningi í Færeyjum á árs tímabili Endalaust. Samstarfsverkefni Listasafns Reykja- nesbæjar og Handverks og Hönnunar ...Svo miklar drossíur Sýning Thelmu Björgvinsdóttur og Byggðasafns Reykjanesbæjar á Sil- ver Cross barnavögnum frá ýmsum tímum. Útilistaverkið Súlan Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, eftir Elísabetu Ásberg. KL. 18:00–21:00 LALALALALA ... LAMBA! Knattspyrnudeild Keflavíkur býður gestum og gangandi upp á ljúffengar lambalærisneiðar í raspi með öllu tilheyrandi. Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnu- braut. Verð: 2.500 kr. f. fullorðna/1.000 kr. f. börn KL. 18:00–21:00 OPIÐ HÚS HJÁ SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík Opið 18-21 fimmtudag, 13-18 föstudag, 13-17 laugardag, 13-17 sunnudag Miðlar og spákonur verða að spá og heilarar með prufutíma í heilun. Mál- verkasýningar og skart til sýnis og sölu, kynning á starfsemi félagsins í vetur. Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnuni. KL. 19:00–21:00 SUNDLAUGARPARTÝ FYRIR 5.–7. BEKK Staðsetning: Sundmiðstöð Reykja- nesbæjar /Vatnaveröld DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sund- fötin með á Ljósanæturdiskóið í Fjörheimum sem hefst kl 17.00 og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjarsystkinin til að mæta saman? Höfum gaman saman! KL. 20:00–24:00 ÓLI TORFA Á KAFFI DUUS Óli Torfa Trúbador spilar fyrir matar- gesti frá kl. 20:00 og frameftir kvöldi. KL. 21:00–01:00 PARTÝ BINGÓ MEÐ SIGGU KLING Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Hið gríðarlega vinsæla Partý Bingó Siggu Kling loksins á Paddys. KL. 23:00–01:00 KONUKVÖLD MEÐ EYFA Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Konukvöld með stórsöngvaranum og lagasmiðnum Eyjólfi Kristjáns sem býður öllum konum frítt inn, en karlarnir borga 1000 kr. DAGSKRÁ FÖSTUDAGINN KL. 07:00–10:00 MORGUNSUND GEFUR GULL Í MUN Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnu- braut Óvænt uppákoma verður í Sundmið- stöðinni á föstudagsmorgni Ljós- anætur fyrir hina hressu morgun- hana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því. KL. 12:10–12:40 JÓGA NIDRA Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Jóga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu og bætir svefn. Ókeypis aðgangur KL. 12:15–12:45 OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI REYKJANESBÆJAR Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Það var gríðarlega góð stemning í Ráðhúsinu á síðustu Ljósanótt þegar efnt var til opinnar söngstundar fyrir gesti og gangandi. Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu að. Allir sem hljóð- færi geta valdið eru hvattir til mæta á staðinn og taka þátt í fjörinu. Hinir sem ekki geta spilað syngja með eins og enginn sé morgundagurinn. Söng- textar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar. KL. 13:00–16:00 OPIÐ HÚS Á HÆFINGARSTÖÐINNI Staðsetning: Keilisbraut 755 Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dag- þjónusta fyrir fatlað fólk á Suður- nesjum þar sem ýmsum verkefnum er sinnt. Heitt verður á könnunni og búðin opin þar sem vörur verða til sýnis og sölu, meðal annars vörur úr prentsmiðju Hæfingarstöðvarinnar. KL. 13:00–18:00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í BJÖRGINNI Staðsetning: Suðurgata 15-17 (Hvammur) Opið 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Björgin–Geðræktarmiðstöð Suður- nesja verður með Geðveikt kaffihús og markað á Ljósanótt. Til sölu verður kaffi, bakkelsi og ýmis konar hand- verk sem unnið hefur verið í Björg- inni. Við hvetjum alla til þess að koma og gera góð kaup og styrkja Björgina í leiðinni. KL. 14:00 AFHJÚPUN AFSTEYPU SKJALDARMERKIS Á REYKJANESVITA Staðsetning: Reykjanesviti Frá vígslu Reykjanesvita 1878 og fram til um 1970 eða í tæp 100 ár skörtuðu vitarnir á Reykjanesi skjaldarmerki Danakonungs. Þér er boðið að vera viðstaddur/við- stödd þegar afsteypa af skjaldarmerki Kristjáns IX Danakonungs verður afhjúpuð og þiggja kaffiveitingar að lokinni stuttri athöfn í vitanum. KL. 14:00–15:30 GÖMLU DANSARNIR MEÐ JANUSI OG GEIR ÓLAFS Staðsetning: Nesvellir Gömlu dansarnir með Janusi og Geir Ólafs í samstarfi við Fjölþætta heilsurækt í Reykjanesbæ. Kynning, skemmtun og dans í salnum á Nes- völlum. Allir hjartanlega velkomnir Kaffihúsið opið. KL. 16:00–17:30 TÓNLEIKAR MEÐ S.HEL OG SÝNING Á MYNDINNI BATTLESHIP POTEMKIN Staðsetning: Bókasafn Reykjanes- bæjar, Tjarnargötu 12 Tónlistarmaðurinn S.hel flytur frum- samið skor við myndina „Battleship Potemkin“ eftir Sergei Eisenstein. S.hel er 24 ára tónlistarmaður ætt- aður úr Reykjanesbæ. KL. 17:00–17:45 HATHA JÓGA Staðsetning: Omsetrið Gróa Björk verður með ókeypis tíma í Hatha jóga. Góðar teygjur og góð slökun fyrir helgina. KL. 17:30–18:45 KEFLAVÍK–FYLKIR (PEPSÍ-DEILD) Staðsetning: Nettóvöllurinn við Hringbraut Keflavík tekur á móti Fylki í Pepsí deild karla föstudaginn 31. ágúst klukkan 17.30. KL. 18:00–21:00 BOXKVÖLD LJÓSANÓTT Staðsetning: Gamla sundhöllin við Framnesveg Hið árlega Ljósanæturmót hefur rækilega slegið í gegn á Íslandi og það verður ekkert gefið eftir. Margir af bestu boxurum landsins mætast í hringnum þar sem hnefarnir verða látnir tala! KL. 18:00–19:00 ZUMBA GOLD Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Zumba Gold er meiri dans, meiri sveifla og minna hopp. Leiðbeinandi Kolbrún Valbergsdóttir Zumba Gold kennari. Ókeypis aðgangur KL. 19:00–21:00 KJÖTSÚPA Í BOÐI SKÓLAMATAR Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn Skólamatur býður gestum Ljós- anætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir! KL. 19:30–21:00 BRYGGJUBALL Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Á föstudagskvöldi er boðið upp á Bryggjuball á smábátahöfninni með flottum snillingum. Fram koma: Kl. 19:30 Már Gunnarsson og félagar Kl. 20:00 Hinn eini sanni Eyþór Ingi og „vinir hans“ Kl. 20:30 Iceland Express. KL. 19:30–23:00 ÁRLEGT LJÓSANÆTURMÓT Í PÍLUKASTI Staðsetning: Keilisbraut 755 (Ásbrú) Árlegt Ljósanæturmót í pílukasti. Ís- landsmót unglinga í pílukasti verður haldið laugardaginn 1. september. KL. 19:30 MÁR OG FÉLAGAR Á BRYGGJUBALLI Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Már og félagar koma fram á Bryggju- balli á smábátahöfninni og munu þeir flytja þekkt lög í bland við lög af væntanlegri plötu Más sem ber heitið „Söngur fuglsins.“ Einnig mun söngkonan Ísold Wilberg taka lagið með strákunum. KL. 20:30 ICELAND EXPRESS Á BRYGGJUBALLI Staðsetning: Smábátahöfnin Reykja- nesbæ Hljómsveitin Iceland Express verður partur af Bryggjuballinu í ár og mun rokka af ykkur sokkana með frum- sömdu efni eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitina skipa Jens Ei- ríksson gítar, Sturla Ólafson trommur, Vignir Daðason söngur og Helgi Ás Helgason bassagítar. KL. 20:00–23:30 HARMONIKUBALL Á NESVÖLLUM Staðsetning: Nesvellir Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sín- um stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið. KL. 20:00–22:00 TROMMUHEILUN OG HUGLEIÐSLA Staðsetning: OM setrið Hafnarbraut 6, Njarðvík Marta Eiríksdóttir jógakennari og rithöfundur býður þér upp á gleði- þjálfun fyrir líkama og sál. Ókeypis aðgangur. KL. 21:00–23:00 LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8.–10. BEKK Í HLJÓMAHÖLL Staðsetning: Stapinn/ Hljómahöll Fram koma: Rjóminn, Sprite, Zero, Klan, DJ Egill Spegill. KL. 21:00–23:00 HEIMA Í GAMLA BÆNUM Staðsetning: Gamli bærinn og nágrenni Heima í gamla bænum verður haldið í fjórða sinn á Ljósanótt þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi. LJÓSANÓTT 2018 – DAGSKRÁ EFTIR DÖGUM Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á www.ljosanott.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.