Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Page 32

Víkurfréttir - 30.08.2018, Page 32
32 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA MIÐVIKUDAGUR KL. 16:30–17:30 SETNING LJÓSANÆTUR 2018 Staðsetning: Skrúðgarðurinn í Keflavík Í ár gerum við breytingar á setning- arathöfn Ljósanætur. Enn verða skólabörnin í forgrunni en við höfum breytt tímasetningu þannig að for- eldrar geti einnig notið hennar og eru þeir hvattir til að fjölmenna með börnum sínum á skemmtilega samverustund í Skrúðgarðinum. Meðal þeirra sem koma fram eru Ingó veðurguð og Jóhanna Guðrún auk þess sem margt annað verður til skemmtunar, svo sem risaboltar (ef veður leyfir). KL. 19:00 LJÓSANÆTURHLAUP LÍFSSTÍLS Staðsetning: Lífsstíll líkamsræktar- stöð, Vatnsnesvegi 12 Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlaupið er um götur Reykjanes- bæjar. Keppt er í 3, 7 og 10 km og er 10 km leiðin komin með löggildingu og telja tímar því til Íslandsmeta. Flögu tímamæling verður notuð í öllum vegalengdum.. KL. 20:00–22:00 MEÐ DISKÓBLIK Í AUGA Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú Stórsýningin Með Diskó blik í auga er óður til diskótímabilsins þar sem allir voru stjörnur í Hollywood, að minnsta kosti eina kvöldstund. Stjörnur sýningarinnar eru Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún, Valdimar og Pétur Örn sem öll geta þanið radd- böndin en þeim til halds og traust er stórband Arnórs B. Vilbergssonar. DAGSKRÁ FIMMTUDAGINN KL. 13:00–14:00 LJÓSANÆTUR PÚTTMÓT Staðsetning: Púttvöllur við Mánagötu Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsi- legum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl 13.00 fimmtudaginn 30. ágúst og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir. KL. 16:30–18:00 OPNUN SÝNINGARINNAR LIST SEM GJALDMIÐILL Staðsetning: Bókasafn Reykjanes- bæjar, Tjarnargötu 12 Opnun sýningarinnar List sem gjaldmiðill fer fram í Átthagastofu Bókasafnsins. List sem gjaldmiðill eða ARTMONEY NORD er mynd- listarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil. Artmoney er val um „gjaldmiðil“ þar sem hægt er að velta fyrir sér hvað er sanngjarnt menningar- og efnahagslegt verð- gildi í listum. KL. 17:00–19:00 LJÓSANÆTURSKEMMTUN FYRIR 5.-7. BEKK Í FJÖRHEIMUM Staðsetning: Fjörheimar/ 88 húsið Boðið verður upp á: Bubble bolta, leiki og karaoke KL. 17:00 MYNDLISTAR- OG HÖNNUNARVEISLA Á PARK INN BY RADISSON Staðsetning: Hafnargötu 57 Opið 17-22 fimmtudag, 16-21 föstudag, 11-19 laugardag, 13-17 sunnudag Opnun sýninga fimmtudaginn 30. ágúst kl 17:00 og eru allir velkomnir Meðal þeirra sem taka þátt eru: ART BY ELIN, Dóttir, Eddó design, Fluga design, Fjóla Jóns / Mynd- listarsýning, geoSilica Iceland, Hildur H. List-Hönnun, Katrín Þór- ey gullsmiður, Maju Men, Margrét Thorarensen / Interior, Ragna Ingi- mundardóttir, Rosella Mosty Design, Saga Kakala, SKINBOSS, Yarm. KL. 17:00–20:00 SKOTDEILD KEFLAVÍKUR KYNNIR! Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnu- braut Skotdeild Keflavíkur býður fólk vel- komið sem vill koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark í loftaðstöðunni á Sunnubraut (Vatnaveröld). KL. 18:00–21:00 OPNUN LJÓSANÆTURSÝNINGA Í DUUS SAFNAHÚSUM Staðsetning: Duus Safnahús, Duus- götu 2-8 Verið velkomin við formlega opnun nýrra Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum Eitt ár á Suðurnesjum. Ljósmyndir teknar af almenningi á Suðurnesjum frá 17. júní 2017–17. júní 2018. Eitt ár í Færeyjum. Ljósmyndir teknar af almenningi í Færeyjum á árs tímabili Endalaust. Samstarfsverkefni Listasafns Reykja- nesbæjar og Handverks og Hönnunar ...Svo miklar drossíur Sýning Thelmu Björgvinsdóttur og Byggðasafns Reykjanesbæjar á Sil- ver Cross barnavögnum frá ýmsum tímum. Útilistaverkið Súlan Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, eftir Elísabetu Ásberg. KL. 18:00–21:00 LALALALALA ... LAMBA! Knattspyrnudeild Keflavíkur býður gestum og gangandi upp á ljúffengar lambalærisneiðar í raspi með öllu tilheyrandi. Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnu- braut. Verð: 2.500 kr. f. fullorðna/1.000 kr. f. börn KL. 18:00–21:00 OPIÐ HÚS HJÁ SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGI SUÐURNESJA Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík Opið 18-21 fimmtudag, 13-18 föstudag, 13-17 laugardag, 13-17 sunnudag Miðlar og spákonur verða að spá og heilarar með prufutíma í heilun. Mál- verkasýningar og skart til sýnis og sölu, kynning á starfsemi félagsins í vetur. Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnuni. KL. 19:00–21:00 SUNDLAUGARPARTÝ FYRIR 5.–7. BEKK Staðsetning: Sundmiðstöð Reykja- nesbæjar /Vatnaveröld DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sund- fötin með á Ljósanæturdiskóið í Fjörheimum sem hefst kl 17.00 og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjarsystkinin til að mæta saman? Höfum gaman saman! KL. 20:00–24:00 ÓLI TORFA Á KAFFI DUUS Óli Torfa Trúbador spilar fyrir matar- gesti frá kl. 20:00 og frameftir kvöldi. KL. 21:00–01:00 PARTÝ BINGÓ MEÐ SIGGU KLING Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38 Hið gríðarlega vinsæla Partý Bingó Siggu Kling loksins á Paddys. KL. 23:00–01:00 KONUKVÖLD MEÐ EYFA Staðsetning: Ráin, Hafnargötu 19 Konukvöld með stórsöngvaranum og lagasmiðnum Eyjólfi Kristjáns sem býður öllum konum frítt inn, en karlarnir borga 1000 kr. DAGSKRÁ FÖSTUDAGINN KL. 07:00–10:00 MORGUNSUND GEFUR GULL Í MUN Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnu- braut Óvænt uppákoma verður í Sundmið- stöðinni á föstudagsmorgni Ljós- anætur fyrir hina hressu morgun- hana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því. KL. 12:10–12:40 JÓGA NIDRA Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Jóga nidra er leidd djúpslökun sem losar um streitu og bætir svefn. Ókeypis aðgangur KL. 12:15–12:45 OPIN SÖNGSTUND Í RÁÐHÚSI REYKJANESBÆJAR Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Það var gríðarlega góð stemning í Ráðhúsinu á síðustu Ljósanótt þegar efnt var til opinnar söngstundar fyrir gesti og gangandi. Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu að. Allir sem hljóð- færi geta valdið eru hvattir til mæta á staðinn og taka þátt í fjörinu. Hinir sem ekki geta spilað syngja með eins og enginn sé morgundagurinn. Söng- textar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar. KL. 13:00–16:00 OPIÐ HÚS Á HÆFINGARSTÖÐINNI Staðsetning: Keilisbraut 755 Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dag- þjónusta fyrir fatlað fólk á Suður- nesjum þar sem ýmsum verkefnum er sinnt. Heitt verður á könnunni og búðin opin þar sem vörur verða til sýnis og sölu, meðal annars vörur úr prentsmiðju Hæfingarstöðvarinnar. KL. 13:00–18:00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í BJÖRGINNI Staðsetning: Suðurgata 15-17 (Hvammur) Opið 13-18 föstudag, 13-18 laugardag, 13-18 sunnudag Björgin–Geðræktarmiðstöð Suður- nesja verður með Geðveikt kaffihús og markað á Ljósanótt. Til sölu verður kaffi, bakkelsi og ýmis konar hand- verk sem unnið hefur verið í Björg- inni. Við hvetjum alla til þess að koma og gera góð kaup og styrkja Björgina í leiðinni. KL. 14:00 AFHJÚPUN AFSTEYPU SKJALDARMERKIS Á REYKJANESVITA Staðsetning: Reykjanesviti Frá vígslu Reykjanesvita 1878 og fram til um 1970 eða í tæp 100 ár skörtuðu vitarnir á Reykjanesi skjaldarmerki Danakonungs. Þér er boðið að vera viðstaddur/við- stödd þegar afsteypa af skjaldarmerki Kristjáns IX Danakonungs verður afhjúpuð og þiggja kaffiveitingar að lokinni stuttri athöfn í vitanum. KL. 14:00–15:30 GÖMLU DANSARNIR MEÐ JANUSI OG GEIR ÓLAFS Staðsetning: Nesvellir Gömlu dansarnir með Janusi og Geir Ólafs í samstarfi við Fjölþætta heilsurækt í Reykjanesbæ. Kynning, skemmtun og dans í salnum á Nes- völlum. Allir hjartanlega velkomnir Kaffihúsið opið. KL. 16:00–17:30 TÓNLEIKAR MEÐ S.HEL OG SÝNING Á MYNDINNI BATTLESHIP POTEMKIN Staðsetning: Bókasafn Reykjanes- bæjar, Tjarnargötu 12 Tónlistarmaðurinn S.hel flytur frum- samið skor við myndina „Battleship Potemkin“ eftir Sergei Eisenstein. S.hel er 24 ára tónlistarmaður ætt- aður úr Reykjanesbæ. KL. 17:00–17:45 HATHA JÓGA Staðsetning: Omsetrið Gróa Björk verður með ókeypis tíma í Hatha jóga. Góðar teygjur og góð slökun fyrir helgina. KL. 17:30–18:45 KEFLAVÍK–FYLKIR (PEPSÍ-DEILD) Staðsetning: Nettóvöllurinn við Hringbraut Keflavík tekur á móti Fylki í Pepsí deild karla föstudaginn 31. ágúst klukkan 17.30. KL. 18:00–21:00 BOXKVÖLD LJÓSANÓTT Staðsetning: Gamla sundhöllin við Framnesveg Hið árlega Ljósanæturmót hefur rækilega slegið í gegn á Íslandi og það verður ekkert gefið eftir. Margir af bestu boxurum landsins mætast í hringnum þar sem hnefarnir verða látnir tala! KL. 18:00–19:00 ZUMBA GOLD Staðsetning: Om setrið, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbær Zumba Gold er meiri dans, meiri sveifla og minna hopp. Leiðbeinandi Kolbrún Valbergsdóttir Zumba Gold kennari. Ókeypis aðgangur KL. 19:00–21:00 KJÖTSÚPA Í BOÐI SKÓLAMATAR Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn Skólamatur býður gestum Ljós- anætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir! KL. 19:30–21:00 BRYGGJUBALL Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Á föstudagskvöldi er boðið upp á Bryggjuball á smábátahöfninni með flottum snillingum. Fram koma: Kl. 19:30 Már Gunnarsson og félagar Kl. 20:00 Hinn eini sanni Eyþór Ingi og „vinir hans“ Kl. 20:30 Iceland Express. KL. 19:30–23:00 ÁRLEGT LJÓSANÆTURMÓT Í PÍLUKASTI Staðsetning: Keilisbraut 755 (Ásbrú) Árlegt Ljósanæturmót í pílukasti. Ís- landsmót unglinga í pílukasti verður haldið laugardaginn 1. september. KL. 19:30 MÁR OG FÉLAGAR Á BRYGGJUBALLI Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf Már og félagar koma fram á Bryggju- balli á smábátahöfninni og munu þeir flytja þekkt lög í bland við lög af væntanlegri plötu Más sem ber heitið „Söngur fuglsins.“ Einnig mun söngkonan Ísold Wilberg taka lagið með strákunum. KL. 20:30 ICELAND EXPRESS Á BRYGGJUBALLI Staðsetning: Smábátahöfnin Reykja- nesbæ Hljómsveitin Iceland Express verður partur af Bryggjuballinu í ár og mun rokka af ykkur sokkana með frum- sömdu efni eins og þeim er einum lagið. Hljómsveitina skipa Jens Ei- ríksson gítar, Sturla Ólafson trommur, Vignir Daðason söngur og Helgi Ás Helgason bassagítar. KL. 20:00–23:30 HARMONIKUBALL Á NESVÖLLUM Staðsetning: Nesvellir Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sín- um stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið. KL. 20:00–22:00 TROMMUHEILUN OG HUGLEIÐSLA Staðsetning: OM setrið Hafnarbraut 6, Njarðvík Marta Eiríksdóttir jógakennari og rithöfundur býður þér upp á gleði- þjálfun fyrir líkama og sál. Ókeypis aðgangur. KL. 21:00–23:00 LJÓSANÆTURBALL FYRIR 8.–10. BEKK Í HLJÓMAHÖLL Staðsetning: Stapinn/ Hljómahöll Fram koma: Rjóminn, Sprite, Zero, Klan, DJ Egill Spegill. KL. 21:00–23:00 HEIMA Í GAMLA BÆNUM Staðsetning: Gamli bærinn og nágrenni Heima í gamla bænum verður haldið í fjórða sinn á Ljósanótt þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi. LJÓSANÓTT 2018 – DAGSKRÁ EFTIR DÖGUM Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á www.ljosanott.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.