Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 Þemað á 50 ára afmælisári Fimleika-sambands Íslands sem nú stendur yfirer „fimleikar fyrir alla“, nokkuð sem er Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra sam- bandsins, mjög hugleikið. „Fimleikar fyrir alla er þessi hugmynd um að allir geti verið með. Að það geti allir komið í fimleika fyrir sjálfan sig, á sínum forsendum, óháð getu,“ segir Sólveig sem er viss um að það geti allir fundið sinn innri fimleikamann. Fimleikafélög um allt land eru að innleiða þessa stefnu hjá sér, segir Sólveig. „Undan- farin tvö ár erum við búin að vera mjög mark- visst að ræða um fimleika fyrir alla og hvetja félögin til að setja upp námskeið hjá sér sem snúa að þessum hluta fimleika. Hægt og rólega er þetta alltaf að koma meira og meira inn.“ Parkour og þreknámskeið Hluti af því er að efla parkour innan fimleika- félaganna. „Stelpur hafa nýtt sér þjónustu fim- leikafélaga meira en strákar þannig að við er- um að reyna að auka framboðið á því sem við sjáum að höfðar meira til þeirra. Parkour hef- ur hingað til höfðað meira til stráka en að sjálf- sögðu eru þar stelpur líka og parkour er nokk- uð sem allir geta tekið þátt í,“ segir hún. „Það eru svo mörg verkefni sem við getum boðið upp á. Fimleikar eru góð grunníþrótt fyrir svo margt. Við leggjum mikið upp úr fræðslu þjálfara en hún er lykillinn að fram- haldinu. Þegar þú færð aukna þekkingu á íþróttinni ertu líklegri til að geta miðlað betur til krakkanna, þá ertu öruggari í samskiptum við krakkana og foreldrana. Það líður öllum betur í öruggara umhverfi. Vaxtarbroddurinn liggur í að mennta þjálfarana og þá erum við tilbúnari til að mæta þörfum einstaklinganna í salnum.“ Fullorðinsfimleikar og þreknámskeið eru eitt af því sem mörg fimleikafélög bjóða upp á. „Af hverju heldurðu að fimleikastelpurnar séu svona góðar í crossfit? Af því að við erum svo góð í að þjálfa grunnfærni í þreki og líkams- stöðu. Þess vegna ættu allir að geta komið í fimleika fyrir fullorðna og gert þrekæfingar,“ segir Sólveig. „Þjálfararnir okkar eru góðir í að þjálfa alla þessa þætti. Við búum yfir svo mikilli alhliða þekkingu sem endurspeglast í því að fræðsluprógrammið okkar hefur verið í stöð- ugri þróun í tuttugu ár.“ Þetta er vaxtarbroddurinn Sólveig segir að þetta sé vaxtarbroddurinn í fimleikafélögunum. Hún vildi gjarnan fá gamla fólkið inn í fimleikana til að gera teygjur og styrktaræfingar til að viðhalda hreysti. „Þetta er hinn raunverulegi lífeyrissparnaður þegar til þess kemur!“ Hún segir að það hafi ekki allir krakkar gaman af að keppa en þeir hafi samt gaman af því að mæta og hreyfa sig. „Krakkarnir geta til dæmis gert fimleikadansa og tekið þátt í sýningarfimleikum. Hjá alþjóðlegu fimleika- samböndunum eru sýningarhátíðir tvisvar á ári. Þar taka til dæmis þátt eldri menn og konur. Þarna er verið að sýna fimleika og hvernig þú getur iðkað þína fimleika frá unga aldri fram á efri ár,“ segir hún. „Þetta snýst um að mæta tvisvar til þrisvar í viku, koma blóðinu á hreyfingu, styrkja sig og bæta sig persónulega þannig að þú finnir það ekki síst í vellíðan og sért glaður og heil- brigður,“ segir hún en það þarf ekki að vera af- reksþjálfun til að koma blóðinu af stað og auka heilbrigði. „Ef við lítum til Evrópu, þá eru þessir fim- leikar fyrir alla, sýningarfimleikarnir og al- mennu fimleikarnir langstærsti pósturinn í öll- um samböndunum. Þar er vaxtarbroddurinn okkar og þar er okkar tækifæri til að þjónusta og vera til staðar fyrir ungmenni landsins.“ Keppa ekki um áhaldaplássið Plássleysi í fimleikasölum kemur stundum til tals í almennri umræðu en það ætti samt að vera pláss fyrir námskeið sem tengjast fim- leikum fyrir alla. „Þetta eru hópar sem eru ekki að berjast við hina um tíma uppi á áhöld- unum.“ Hún segir að afrekslínan verði að sjálfsögðu áfram til. „Við höfum náð tímamótaárangri í bæði hópfimleikum og áhaldafimleikum. Við stöndum okkur rosalega vel, erum stolt af árangrinum og reiknum með að halda áfram okkar vinnu þar óbreyttri. Þetta tekur ekkert hvað frá öðru.“ „Fimleikar eru góð grunníþrótt fyrir svo margt,“ segir Sólveig. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleika- sambands Íslands, er viss um að allir geti fundið sinn innri fimleikamann. Sambandið leggur aukna áherslu á að allir geti verið með í fim- leikum á sínum forsendum. Fimleikar eru víst fyrir alla ’ Mér finnst svo mikilvægt að fólk upplifi þessa tilfinningu að tilheyra, að vera hluti af einhverju. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands INNLENT INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is Sýningarhátíðin EuroGym verður haldin á Íslandi árið 2020. „Við settum okkur þetta markmið að styðja í auknum mæli við fim- leika fyrir alla og sóttum um að halda EuroGym á Íslandi 2020 og fengum hana,“ segir Sólveig en hátíðin er einhver sú stærsta sem haldin er fyrir ungt fólk í fim- leikum. Sólveig segir að þarna gefist tæki- færi til að vekja athygli á málefninu. „Von- andi fara allir í gang núna og þarna getum við uppskorið á fimm þúsund manna sýn- ingarhátíð sem verður úti um alla Reykja- vík,“ segir hún, en hátíðin er fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-18 ára. „Í fimleikunum erum við mest að þjón- usta ungt fólk og því er frábært að geta boðið upp á þessa sýningu á okkar heima- velli. Foreldrar og aðstandendur geta allir tekið þátt og séð hvað þetta er stórkost- legt. Þarna geta allir komið og blómstrað á sínum eigin forsendum.“ Á EuroGym er engin keppni heldur snýst hátíðin um sýningar og vinnubúðir. „Við bjóðum upp á 40-50 vinnubúðir þessa viku. Það verða sirkusvinnubúðir, ratleikir, hipphopp, parkour, þrek og ýmis- legt fleira.“ EuroGym er haldin á tveggja ára fresti en í sumar fara 160 manns frá Íslandi á há- tíðina í Liège í Belgíu. Fimm þúsund manna sýningarhátíð Sólveig byrjaði í fimleikum þegar hún var átta ára gömul. Áður hafði hún verið í ballett, sem henni fannst gaman, en hana vantaði aðeins meira fjör. „Þetta endaði á því að ég skráði mig sjálf og lærði að taka strætó. Ég var svolítið sjálfstæð ung kona,“ segir hún og hlær. Sólveig fann sig algjörlega í íþróttinni. „Þetta var það skemmtilegasta sem ég hafði á ævinni gert. Félagið varð svo mikill hluti af mér. Mér finnst svo mikilvægt að fólk upp- lifi þessa tilfinningu að tilheyra, að vera partur af einhverju,“ segir Sólveig, en upp- eldisfélagið hennar var Gerpla en síðar var hún í Stjörnunni í tíu ár. „Ég keppti í fim- leikum þangað til ég varð ólétt 27 ára.“ Sólveig keppti fyrst í áhaldafimleikum og segist þar hafa lært ákveðna baráttu og sjálfstæði. Hún fór í hópfimleika 17 ára og segist hafa haft gott af því. „Þá lærði ég að vera liðsmaður, sem var það besta sem ég gat lært,“ segir hún, en því tilheyrði m.a. að berjast fyrir sameiginlegum hags- munum. Hún byrjaði að þjálfa sem aðstoðarþjálf- ari 14-15 ára og tók smám saman meira að sér. Nú er hún alþjóðlegur dómari og hefur verið framkvæmdastjóri Fimleika- sambands Íslands frá sumrinu 2015. Á undan því hafði hún verið með landsliðs- mál karla, kvenna og hópfimleika á sinni könnu. Síðasta haust var hún síðan kosin í stjórn evrópska fimleikasambandsins. Sólveig er lengst til vinstri í neðri röð. Hún er hér með sigur- liði Stjörnunnar á Íslandsmótinu í hópfimleikum árið 2001. Það allra skemmtilegasta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.