Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 28
Það er gott að koma til Færeyja.Þær eru engu líkar og gest-risni og hjálpsemi heima- manna er óviðjafnanleg. Ég hef löngum sagt að eyjarnar átján séu, ef tala má um þær sem eitt „land“, ann- að af mínum eftirlætislöndum að sækja heim. Við að koma í fyrsta skipti sjóleiðina til Færeyja styrktist sú skoðun einfaldlega því fagrar eru þær séðar af hafi; ekki síst litrík þorpin sem sitja innst í vogum, undir grónum hlíðum sem á sumrin virðast vera í öllum græna litaskalanum. Í fyrrasumar átti ég ánægjulegt er- indi til Færeyja, var fenginn til að ljós- mynda fyrir væntanlega danska út- gáfu Færeyinga sögu. Ég gat því sett saman tökuhandrit sem leiddi mig á nokkrum dögum um helming eyjanna átján, oftast á bílnum mínum. Ég sigldi nú í fyrsta skipti milli landanna með Norrænu og það var svo ánægju- leg og notaleg reynsla að ég hlakka til að endurtaka þann leik. Einn kostur- inn við að vera á eigin bíl er að geta haft allan ljósmyndabúnaðinn og ann- að viðlegudót með sér og góðar bækur að lesa í. Auk Færeyinga sögu voru með í för nokkur lykilverk Williams Heinesen, hins mikla sagnameistara eyjanna, og hin snilldarlega ferða- dagbók Hannesar Péturssonar, Eyj- arnar átján – Dagbók úr Færeyjaferð 1965. Það er ekki bara gott að koma til Færeyja, það er líka sérlega gott að ferðast um eyjarnar og milli þeirra. Vegir eru góðir, ferjur ganga nokkuð ört milli þeirra flestra og þyrlur til þeirra afskekktustu. Það reyndi ég nú í fyrsta sinn og mæli með. Sumir ferðamenn setja upp mið- stöð í Þórshöfn og flakka þaðan um eyjarnar sem getur verið gott enda bærinn líflegur og mannlífið fjöl- breytilegt. Til að mynda var það hin besta skemmtan að fylgjast með Vox- Morgunblaðið/Einar Falur Á Skúfey eru um þrjátíu manns búsettir allan ársins hring. Þar bjó fornkappinn Sigmundur Brestisson og er Skúfey einn margra litríkra viðkomustaða. Trúbador með gítar á baki fylgist með ferjunni Másinni koma að bryggju á Svíney. Eyjan er sú næstaustasta í eyjaklasanum og þar búa um fjörutíu manns. Óviðjafnanleg gest- risni á fögrum eyjum Eyjarnar átján sem mynda Færeyjar eru einhver besti viðkomustaður sem hugsast getur. Heimamenn eru góðir gestgjafar, þægilegt er að ferðast um, akandi eða siglandi, og alls staðar er margt að skoða og njóta. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þorpin Norðdepil á Borðey og Hvannasund á Viðey renna hér saman í glóandi síðdegissólinni. Fyrrverandi skipstjóri, Finnbjörn Hovsgarð, leiðir átak um að breyta þorpinu Hovi á Suðurey í miðstöð þar sem minnast má sögualdarinnar og víkinga. FERÐALÖG Ólafsvaka, þjóðhátíð Færeyinga, er haldin hátíðlegdagana 28. - 29. júlí. Á Ólafsvöku er til siðs að syngja og dansa langt fram eftir nóttu. Dansað fram á nótt 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.