Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 23
Þarna kýs hún að hylja axlir og handleggi og bera mag- ann í staðinn. Kjóllinn er frá Dior Haute Couture og skartgripirnir frá Bulgari. Stelpuleg í hvítum sumarkjól að kynna samvinnu sína við Magnum. Hin mörgu andlit Bellu Hadid Fyrirsætan Bella Hadid hefur vakið mikla athygli undanfarið, en hún er systir Gigi Hadid. Bella var áberandi á nýliðinni kvikmyndahátíð í Cannes þar sem hún fór margar ólíkar leiðir í fatavali. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hver segir að hjólabuxur geti ekki verið partífatnaður? AFP Hadid skildi síðkjólinn eftir heima og mætti í stuttum kjól og jakka í stíl. Í kjól frá Elie Saab á sýningu myndarinnar BlacKkKlansman.Hinn þekkti veitingastaðurNoma var opnaður í nýrrimynd á nýjum stað í Kaup- mannahöfn fyrr á þessu ári. Gamalli byggingu sem áður hýsti hergögn var breytt í undirbúningseldhús og fleira. BIG, arkitektúrfyrirtæki Bjarkes Ingels, hannaði ellefu nýjar byggingar fyrir veitingastaðinn, prufueldhús og gróðurhús. Studio David Thulstrup sá um alla innan- hússhönnun og eru allar innrétt- ingar sérhannaðar fyrir veitinga- staðinn. Efnisval einkennist af eikarvið, múrsteinum, stáli og steypu. Matreiðslumaðurinn René Redzepi kallar byggingarnar sjö sem veitingastaðurinn saman- stendur af „þorpið“. Hver og ein bygging hefur ákveðinn tilgang; ein er til dæmis borðsalur, í annarri er hægt að slaka á og í þeirri þriðju er stórt matarborð fyrir einkaveislur. Kokkarnir vinna í opnu eldhúsi og eru eyjurnar eikarklæddar í stað þess að vera úr stáli eins og svo oft tíðkast á svona stöðum. Terrazzo er á gólfum við eldhúsið. David Thulstrup hannaði nýja stóla í samvinnu við Redzepi. Þeir skoðuðu fleiri en 50 stóla sem voru nú þegar á markaði en engir þeirra hentuðu. Útkoman þykir vera í anda sígildrar danskrar hönnunar en framleiðandi stólanna er Brdr. Krüger. Heimilisleg stemning þar sem gestir geta slakað á eftir matinn. Náttúruleg efni hjá Noma Veitingahúsið Noma er nú á nýjum stað í Kaupmannahöfn, en innréttingarnar eru sérhannaðar fyrir staðinn. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir/Irina Boersma fyrir Studio David Thulstrup 3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.