Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 8
TILÞRIFAMIKILL Óhætt er að segja að Michael Curry hafi stolið senunni í brúðkaupinu. Bæði var predikun hans óhefðbundin fyrir konunglegt breskt brúðkaup og flutningurinn langt frá því að vera það sem breski aðallinn á að venjast. Með iPadinn fyrir framan sig fór Curry mikinn og upplestur hans var tilþrifamikill. Í predikuninni, sem tók tæpar 14 mínútur, vitnaði Curry m.a. í Martin Luther King og bað áheyrendur að ímynda sér heim- inn ef ástin fengi að ráða ferðinni. Bros- andi sveiflaði hann hempunni og ruggaði sér fram og aftur með svo miklum til- þrifum að minnstu munaði að hann næði að slökkva á kertunum sem stóðu við hliðina á honum í predikunar- stólnum. AFP Stal senunni Curry fór mikinn í ræðupúltinu. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 MICHAEL BRUCE CURRY fæddist 13. mars 1953 í Chicago í Banda- ríkjunum en ólst upp í Buffalo, New York. Hann er æðstur í ensku bisk- upakirkjunni í Bandaríkjunum en segja má að hann hafi orðið heims- þekktur þegar hann talaði í hinu konunglega brúðkaupi í Windsor á dögunum þegar Harry prins og Meghan Markle voru gefin saman. Foreldrar Currys voru afkomendur afrískra þræla sem voru fluttir til Norður-Ameríku. Þau voru bæði heittrúuð en faðir hans var sókn- arprestur við Episcopal-kirkjuna. Móðir Currys lést þegar hann og syst- ir hans voru ung að aldri og ólust þau upp hjá föður sínum og ömmu sem veittu systkinunum trúarlegt uppeldi. Faðir hans var ekki aðeins guðrækinn og talsmaður trúarinnar heldur var hann einnig félagslegur baráttumaður sem vildi bæta heiminn. Curry var góður námsmaður og lauk meistaragráðu í guðfræði árið 1978. Hann hefur verið duglegur að bæta við menntun sína og hefur hlotið margs konar viðurkenningar, bæði fyrir nám og störf. Hann vígðist til djákna árið 1978 og til prests seinna sama ár. Hann hefur starfað sem prestur víða um Bandaríkin en var kjörinn yfirbiskup ensku biskupakirkjunnar í nóvember árið 2015. Það voru merk tímamót í sögu kirkjunnar þar sem Curry varð þar með fyrsti blökkumaðurinn til að gegna því embætti. Curry þykir mikill og magnaður ræðumaður og er fullur eldmóðs en þó afslappaður og gam- ansamur. Predikanir hans eru iðulega tilfinninga- þrungnar, en hann kryddar þær gjarnan með smá gríni og hversdagslegum sögum. Hann er virkur þegar kemur að umræðu um félagslegt réttlæti og málefni innflytjenda og er fylgjandi hjóna- böndum samkynhneigðra. Auk þess hefur Curry komið að ýmsum málum er snerta þá sem minna mega sín og kom til að mynda að söfnun þar sem margar milljónir dollara söfnuðust til styrktar fjölskyldum í fátækra- hverfum. Curry hefur gefið út þrjár bækur. Sú fyrsta kom út 2013 og ber nafn- ið Crazy Christians: A Call to Follow Jesus. Árið 2015 gaf hann út sjálfsævisöguna Songs My Grandma Sang og árið 2017 gaf hann út bók- ina Following the Way of Jesus: Church’s Teachings in a Changing World. Eiginkona hans, Sharon Curry, er organisti og kórstjóri og þau eiga tvær dætur. gudruno@mbl.is Predikarinn og bálið Breski aðallinn átti líklega ekki von á eldræðu hins bandaríska biskups. AFP * *DROP**’Curry,**DROP**þekkti brúð-hjónin ekki neitt fyrir fram, lét Harry og Meg- han hafa afrit af ræð- unni viku fyrir stóra dag- inn, en hann segist þó AFP EFTIRMINNILEG Predikun Michaels Currys fékk flest tíst á Twitter meðan á konunglega brúðkaupinu stóð. Varð mörg- um á orði að hún hefði staðið upp úr í athöfninni og þáttar Currys í brúðkaupinu yrði minnst um ókomin ár. Curry er sjálfur töluvert virkur á samfélagsmiðlunum. Hann er með tæplega 26 þús- und fylgjendur á Instagram og rúmlega 37 þúsund manns líkar við síðuna hans á Facebook þar sem m.a. hægt er að skoða myndbönd með predikunum hans. Fékk flest tístin Ræða Currys fékk jafnvel meiri athygli en brúðarkjóllinn sjálfur. AFP SAMEINING Harry Bretaprins og Meghan Markle báðu Curry að predika við brúðkaup sitt 19. maí síðastliðinn eftir að hafa ráðfært sig við erkibiskupinn í Canterbury og prófastinn í St. George-kapellunni. Sjálfur segist Curry ekki hafa trúað því þegar haft var samband við hann; hann hafi haldið að þetta væri gabb. Svo var þó ekki. Curry segir að predikun hans hafi verið inn- blásin af þeirri tæru ást sem greinilega ríkir milli þeirra Harrys og Meghan. Hann sagði meðal annars að ást þeirra hefði verið svo kraft- mikil að ekki einungis hefði fólk mætt á staðinn, heldur hefði hún sameinað alla þessa mismun- andi heima; m.a. ólík þjóðerni, mismunandi trúarhefðir og fólk af öllum gerðum með fjöl- breyttar stjórnmálaskoðanir. Curry, sem þekkti brúðhjónin ekki neitt fyrirfram, lét Harry og Meghan hafa afrit af ræðunni viku fyrir stóra daginn, en hann segist þó hafa farið aðeins út fyrir handritið. Öðruvísi sé ekki hægt að pre- dika . Engum dylst ástin á milli þeirra Meghan og Harrys. Ástin var innblásturinn AFP SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.