Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 19
Pabbi Kristbjargar, Ingi Björn Albertsson, síðar alþingismaður, var mikil markamaskína. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Benediktsson var í atvinnumennsku ytra og spilaði hérlendis með Þór, Val og KR. þegar ég hugsa til baka sé ég að þessir leikir hjálpa mér á lúmskan hátt í dag.“ Það hefur verið mikill skóli að vera úti og öðruvísi fókus sem maður nær. Við æfum á morgnana og eftir hádegismat og eftir æfingar vill maður bara fara heim, borða og svo hvíla sig. Hér heima væri ég að fara á æfingar þreyttur eftir vinnu eða skóla. Ég er ekki að segja að það sé ekkert sem trufli þarna úti, en það er bara auðveldara að halda einbeiting- unni, freistingarnar eru fleiri á Íslandi.“ Hvernig kanntu við Hollendinga? Albert: „Hollendingar eru mjög opnir og til- búnir að diskútera allt. Hingað til hef ég góða reynslu af þeim, þeir eru mjög skemmtilegir og hressir, stundum eiginlega of hressir. Þetta er prinsippfólk, karakterinn einhvers staðar milli Þjóðverja og Dana.“ Krissa: „Þeir eru mjög hjálpfúsir.“ Guðlaug: „Afar kurteisir, það segja allir alltaf góðan daginn þótt þeir standi marga kílómetra í burtu – þá bara öskra þeir yfir göt- una: Góðan daginn!“ Bjóstu við að verða valinn í liðið fyrir HM? Albert: „Ég var tilbúinn ef kallið myndi koma. Ég hugsa þetta yfirleitt þannig að það er betra að vera klár ef kallið kemur en að búast ekki við að kallið komi og vera þá ekki klár. En ég held ég sé ekki ennþá búinn að átta mig á því að ég sé að fara út. Æfingar eru núna frekar stífar, mikið af hlaupum og verið að koma mönnum aftur í form.“ Nú er mikið talað um að ástríðulýsandinn pabbi þinn geti lent í því að þurfa að lýsa þér, hvernig heldurðu að það gæti farið? Albert: „Ég veit ekki alveg hvort það er eitthvað kreisí við það. – Ég held að þetta geti hvort sem er ekkert orðið svakalegra en lýs- ingarnar á EM.“ Við springum úr hlátri. En þér, Krissa – hvernig líst þér á það? Krissa: „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það verður ef Albert fær einhverjar mínútur – ég veit það eru margir að bíða eftir því hvort Gummi missir sig í tilfinningunum. En Gummi er nú frekar faglegur þannig að ég hugsa að hann muni halda sínu striki því hann er, þótt sumum þyki ótrúlegt, pollrólegur að eðlisfari. Við sem þekkjum hann vel rákum upp stór augu yfir leiklýsingunni á EM. Ég man að þegar ég sá þetta fyrst var ég bara eins og hálf- hneyksluð: Gummi! Og hann á meira að segja mjög erfitt með að horfa á þetta sjálfur. En ég hugsa að allir Íslendingar hafi sýnt nákvæmlega þessi viðbrögð og Gummi endurspeglaði þær til- finningar. Það fóru allir út úr líkamanum, fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða gráta. Gummi segir sjálfur að hann muni stundum ekkert hvað hann er að segja, ástríðan er bara þannig og af því hann var leikmaður sjálfur á hann svo auðvelt með að staðsetja sig og vera í þessum sporum með liðinu.“ Eruð þið öll að fara út? Krissa: „Nei, bara við foreldrarnir og Guð- laug. Ég fer á fyrsta leikinn og flýg svo til baka til að fara á fótboltamót með stelpurnar.“ Albert: „Eins og ég sagði: ofurmamma.“ Krissa: „Ég kem heim eftir fyrsta leikinn í Rússlandi, bruna norður á fótboltamót þar og flýg svo aftur út. Þannig að ég sleppi einum leik hjá Alberti.“ Albert hristir höfuðið af ímyndaðri hneykslan: „Alveg ótrúlegt.“ Albert, hvað er mest spennandi við HM? „Að fá að vera hluti af hópnum og skrifa söguna með íslenska landsliðinu. Á EM í fyrra mætti liðið Ronaldo í fyrsta leik, nú er það Messi á fyrsta leik á HM, það er ekki hægt að skrifa söguna betur. Nú er fókus liðsins á að gera betur en á EM.“ Í hverju liggja styrkleikar þínir, Albert? Albert: „Útsjónarsemi, hraða og tækni. Svo hef ég líka markanef, sem gagnast vel.“ Krissa: „Albert hefur ofurtrú á sjálfum sér og það hefur komið honum ótrúlega langt. Hann hefur alltaf vitað hvert hann stefnir en kann líka að vera gagnrýninn á sjálfan sig. Þegar hann var yngri og var eitt sinn valinn sóknarmaður N1-mótsins rétti hann mér bikarinn og sagðist ekki viss um að eiga hann skilið, aðrir strákar hefðu verið betri! Það er ekta hann, þótt ég hafi vissulega getað sagt honum að hann ætti þetta skilið þótt aðrir hefðu líka staðið sig vel.“ Hvað er það sem fótboltinn gefur lífinu og hvað gerið þið þegar það er ekki fótbolti? Krissa: „Þegar það er ekki fótbolti?! Jú, við hljótum að geta fundið eitthvað. Við spilum, förum á skíði en Gummi er með aum hné svo hann á svolítið erfitt með að elta okkur stelp- urnar. Best finnst okkur held ég að vera heima og taka því rólega.“ Guðlaug: „Ég verð að skjóta því inn að það sem þau kalla rólegt; þá eru þau samt að spila fótbolta í stofunni!“ Albert: „Þó að ýmislegt breytist þegar fót- bolti hættir að vera leikur, og maður fer að fá borgað fyrir hann, finn ég alltaf hvað mér þyk- ir hann skemmtilegur þegar ég fer út að spila með vinunum. Það er ekki verra að nú spilar maður á svona stóru sviði þar sem þú veist að öll fjölskyldan og allir vinir þínir eru að horfa á þig, gefur auka kraft og gleði.“ Krissa: „Í hópíþróttum lærir maður ákveðin gildi sem er gott að taka með sér út í lífið; sam- vinnu, að gagnrýna og að hrósa. Allt þarf að virka í samskiptum inni á vellinum, alveg eins og í lífinu, þú kannski fílar ekkert alla í kring- um þig en þið verðið samt að læra að vinna saman. Ég sé íþróttir sem gulls ígildi.“ „Mamma er ofurmamma. Ég á þrjár yngri systur sem allar spila fótbolta og hún er mætt á öll fótboltamót, þótt þau séu öll á sama tíma. Þá er hún bara ein- hvern veginn á þremur stöðum í einu.“ Morgunblaðið/Eggert Margir telja langafa Alberts og nafna hafa verið einn besta knattspyrnumann Ís- lendinga fyrr og síðar, en hann lék meðal annars með AC Milan og Arsenal. Fjölskylda Alberts hefur öll leikið með landslið- inu. Kristbjörg er hér í essinu sínu með Val. Morgunblaðið/Þorkell FJÖLSKYLDAN SPILAÐI ÖLL Í LANDSLIÐINU 3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.