Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Page 24
Getty Images/iStockphoto Ketó í öll mál Ketógenískt mataræði og ýmsar útfærslur af lágkolvetnamataræði nýtur nokkurra vinsælda. Þá borðar fólk lítið af kolvetnum en nóg af fitu og próteinum. Vandasamt getur verið að setja saman rétti sem innihalda lítið af kolvetnum, en hér eru nokkrar hugmyndir sem allir geta eldað um helgina og notið í botn. Líka þeir sem ekki eru á ketó-mataræði! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 MATUR Þeir sem hyggjast prófa Keto-matarkúrinn ættu að hafa í huga aðauka þarf bæði vatnsmagn og salt. Drekktu nóg af vatni yfir daginn og saltaðu matinn aðeins meira en venjulega. Vatn og salt Fyrir 2 ½ kg flankasteik MARÍNERING 2⁄3 bollar ólífuolía ½ bolli nýkreistur appelsínusafi 1⁄3 bolli ferskur límónusafi ¼ bolli sojasósa ¼ bolli worcestershire-sósa 3 msk. eplasíder eða rauðvínsedik 4 hvítlauksrif, rifin salt og pipar Hrærið saman öllum hráefn- unum fyrir maríneringuna og hellið í plastpoka með renni- lási. Setjið kjötið í pokann og látið marínerast inni í ísskáp, helst yfir nótt. Þegar komið er að því að grilla kjötið saltið og piprið það vel. Grillið kjötið þar til það er gullinbrúnt og passlega brennt. Leyfið því að hvíla á skurðar- brettinu áður en það er skorið. CHIMICHURRISÓSA 1 bolli fersk steinselja 1 bolli ferskt kóríander ¼-1⁄3 bolli ólífuolía ½ meðalstór laukur, skorinn smátt 3 hvítlauksrif, rifin 3 msk. límónusafi 2 msk. rauðvínsedik ½ tsk. salt ½ tsk pipar valfrjálst: ¼ tsk. rauður pipar (flögur) Setjið allt hráefnið í mat- vinnsluvél og hrærið vel sam- an. Það er ekkert flóknara! Berið fram með kjötinu. Flankasteik með chimichurrisósu Fyrir 4-6 1 dós kókosmjólk, alls ekki nota fitulitla 135-150 g xylitol-sætuefni 50-75 g kakó, því meira, því dekkri verður ísinn 1⁄4 tsk. salt 1⁄4 tsk. xanthan-gúmmí 480 ml rjómi 1 tsk. vanilludropar 2 msk. af vodka eða brandíi (valfrjálst) Bætið kókósmjólk, sætuefninu, kakói og salti á pönnu og hafið stillt á miðlungshita. Hitið og blandið með töfrasprota eða písk þar til kókosmjólkin er leyst upp og allt hefur bland- ast vel saman. Stráið xanthan- gúmmíi yfir í smáum skömmtum þar til það blandast vel saman við. Það gætu komið loftbólur en athugið að ekki séu kekkir. Takið af hellunni og látið blönduna kólna al- veg. Þeytið rjómann. Bætið vanilludropum út í hann og því næst súkkulaði- mixtúrunni. Ef þið viljið smá vín- bragð, bætið þá víninu útí í lokin. Hellið blöndunni í gott form og frystið í a.m.k. 4-6 tíma eða lengur. Gott er að taka ísinn út stuttu áður en hann er borinn fram. Keto-súkkulaðiís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.