Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Síða 25
Glútenlausir keto-kanilhnútar
salt í matvinnsluvél og
hrærið þar til vel
blandað. Hellið epla-
ediki í á meðan kveikt
er á vélinni. Setjið
næst eggið og því
næst er vatninu hellt
saman við. Stöðvið
vélina þegar þið sjáið
að deig er farið að
myndast. Það á að
vera klístrað viðkomu.
Setjið deigið í plast-
filmu og hnoðið í eina,
tvær mínútur.
Látið deigið hvíla í
tíu mínútur en einnig
er hægt að geyma
svona deig í allt að
fimm daga í ísskáp.
Næst er að fletja út
deigið. Leggið það á
smjörpappír og notið
kökukefli til að fletja
það út, gott getur ver-
ið að leggja aðra örk
af pappír yfir deigið
þegar þið fletjið það
út.
Fletjið það út í stór-
an ferhyrning, ca
25 x 25 cm, og skerið
ójöfnu kantana af.
Penslið brædda
smjörinu yfir (eða kó-
kósolíunni) og dreifið
„kanilsykrinum“ (3
msk sætuefni á móti
DEIGIÐ
96 g möndluhveiti
24 g kókoshveiti
2 tsk. xanthan-gúmmí
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
2 tsk. eplaedik
1 egg
5 tsk. vatn
FYLLINGIN
14 g smjör, brætt eða
kókósolía, brædd
3-4 msk. sætuefni
(erythritol eða xylitol,
grófmalað)
1-2 tsk. kanill
KREMIÐ
30 g rjómaostur (við
stofuhita þannig að
hann mýkist aðeins)
14 g smjör, við stofuhita
1-2 msk. sætuefni
(erythritol eða xylitol,
fínmalað, t.d. Sukrin
Melis)
½ tsk. vanilludropar
salt á hnífsoddi
1-3 tsk. möndlumjólk,
eða meira eftir þörfum
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið smjörpappír á
ofnplötu.
Setjið möndluhveiti,
kókoshveiti, xanthan-
gúmmí, lyftiduft og
1½ tsk. kanil) yfir.
Brjótið deigið saman
og skerið í 8-10 lengj-
ur. Takið hverja lengju
fyrir sig (sam-
anbrotna) og snúið
upp á hana þannig að
úr verði hnútur. Einnig
má rúlla þeim upp í
snúð. Hægt er að
frysta þetta hrátt ef
þið viljið baka síðar.
Leggið kanilhnútana
á ofnplötu með smjör-
pappír og bakið í 8-12
mínútur eða þar til
þeir fara að brúnast.
Ekki baka of lengi því
þá harðna þeir.
Á meðan hnútarnir
bakast er tilvalið að
búa til kremið.
Hrærið saman í
hrærivél rjómaost og
smjör þar til létt. Bæt-
ið sætuefni, vanillu-
dropum og salti út í
hrærivélarskálina. Ef
þið viljið hafa kremið
aðeins þynnra er hægt
að setja nokkrar te-
skeiðar af möndlu-
mjólk út í.
Hellið kreminu yfir
heita snúðana og ber-
ið strax fram. Þeir eru
bestir volgir úr ofn-
inum.
3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Fyrir 1
1 bolli kókósmjólk eða möndlu-
mjólk
2 msk. chia-fræ
vanillustevíudropar eða annað
sætuefni að eigin vali
nokkur ber að eigin vali
Blandið chia-fræjum saman
við mjólkina. Breiðið yfir og
geymið í ísskáp yfir nótt.
Ef hann er of þykkur má
setja meiri vökva. Bætið við
sætuefni og berjum.
Einnig er hægt að setja smá
vanilludropa eða kakó fyrir
annað bragð.
Keto-chia-
grautur
Fyrir 4-6
6 kjúklingabitar, læri eða leggir
MARÍNERING FYRIR
KJÚKLING
1 msk. límónusafi
1 msk. sykurlaus fiskisósa
1 msk. sykurlaust hrís-
grjónaedik
1 msk. sojasósa (hveitilaus)
1 msk. avókadóolía (eða önn-
ur létt olía)
1 tsk. rifið engifer
1 tsk. rifinn hvítlaukur
1 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. kóríanderkrydd
1 tsk. erythritol-sætuefni
Blandið saman límónusafa,
fiskisósu, hrísgrjónaediki,
sojasósu, avokadóolíu, engi-
fer, hvítlauk, cayennepipar,
kóríanderkryddi og sætu-
efni í stóra skál og hrærið
saman.
Bætið kjúklingabitunum
út í og þekið vel með mar-
íneringunni.
Breiðið yfir skálina og lát-
ið í ísskáp í a.m.k. einn tíma
og upp í sólarhring.
Takið út úr ísskáp um
hálftíma áður en þið grillið
og hitið grillið.
Grillið kjúklinginn í 6-8
mínútur á hvorri hlið eða
lengur ef þarf.
Berið fram með hnetu-
sósunni og gott meðlæti er
smátt skorið hvítkál, ferskt
rauðkál, skallottlaukur,
ferskt kóríander og saxaðar
hnetur.
HNETUSÓSA
½ bolli hnetusmjör eða
möndlusmjör, sykurlaust og
náttúrulegt
1 tsk. rifið ferskt engifer
1 tsk. rifinn hvítlaukur
1 msk. smátt skorinn jala-
peño-pipar
1 msk. sykurlaus fiskisósa
2 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik
1 msk. límónusafi
2 msk. vatn
2 msk. erythritol-sætuefni
(smakkið til og bætið við ef
þurfa þykir)
Blandið saman öllum hráefn-
unum í matvinnsluvél eða
blandara þar til áferðin er
slétt og mjúk. Smakkið til
með sætuefninu og salti.
Grillaður kjúlli með hnetusósu
Fyrir 2
1 bolli kókosmjólk, feit
1 meðalstórt avókadó
2 tsk. vanilludropar
1⁄4-1⁄2 tsk. myntudropar
salt á hnífsoddi
2-4 msk. sætuefni að
eigin vali
1 bolli ísmolar eða eftir
smekk
vatn eftir smekk
Setjið kókosmjólk,
avókadó, vanillu-
dropa, myntudropa,
salt og sætuefni í
blandara og blandið
þar til það er silki-
mjúkt.
Bætið klökum og
vatni út í eftir smekk.
Gott með smá þeytt-
um rjóma.
Avóka-
dósjeik