Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Finnska myndlistarkonan Elina Brotherus, einn merkasti og kunnastisamtímaljósmyndari Norðurlanda, verður á sunnudag klukkan 14 með leiðsögn á sýningu sinni í Listasafni Íslands. Brotherus segir frá verkunum 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018 Við fengum þessa hugmynd, aðvinna verk í samstarfi viðnokkur skáld. Við höfum les- ið mikið af íslenskum bókmenntum gegnum tíðina og prófuðum að senda fjórum skáldum myndapör sem við ljósmynduðum hér og þau svöruðu, eins og við vonuðumst til, með ljóðum. Það vatt upp á sig þann- ig að við héldum áfram að senda þeim myndir og fengum ljóð á móti sem við höfðum í huga þegar við mynduðum,“ segja dönsku listakon- urnar Iben West og Else Plough Isaksen þar sem þær eru að stilla upp flæði mynda og ljóða á veggi Myndasalar Þjóðminjasafnsins. Sýning þeirra nefnist Augnhljóð / Øjenlyd og á henni er teflt saman ljósmyndum þeirra og ljóðum skáld- anna Sigurbjargar Þrastardóttur, Kristínar Ómarsdóttur, Hallgríms Helgasonar og Einars Más Guð- mundssonar. Afrakstur samstarfsins, sem þær Iben og Else mótuðu áður en þær komu hingað til lands til mánaðar- langrar vinnustofudvalar, þar sem þær ferðuðust jafn- framt um landið og mynduðu, kom fyrst út í sam- nefndri bók. Þá settu þær í fyrra- sumar upp litla út- gáfu sýningarinnar á Akureyri og nú finnst þeim spenn- andi að hafa verið boðið að setja verkið upp stórt og í miklu flæði í Myndasalnum. Ljósmyndirnar eru misstórar og óræðar í ljóðrænni sýn lista- kvennanna; sýna ýmiss konar hluti og smáatriði, nærmyndir í landslagi án sjóndeildarhrings og skraut á heimilum, hendur með blóm, íveru- staði, ský, og ljóð skáldanna eru líka mislöng og stemningarnar í þeim ekki síður fjölbreytilegar. „Þetta er býsna huglæg sýn á landið og upplifanir okkar, stemn- ingin skiptir okkur máli,“ segja þær Iben og Else um myndirnar. „Þegar við byrjuðum að mynda í ferð okkar um landið var það ekki til að sýna eitthvað ákveðið heldur vildum við bregðast við upplifunum og vinna jafnframt út frá ljóðum skáldanna sem við höfðum í höndunum, á óræð- an hátt. Okkur langaði ekki til að vinna með öðrum myndlistar- mönnum heldur þótti okkur spenn- andi að vinna með skáldum, því þau tjá sig á allt annan hátt en við.“ Þær höfðu áður unnið saman að verkefnum í Danmörku en ekki með ljósmyndum heldur öðrum miðlum myndlistar. Og á sýningunni setja þær verkin upp í sama flæði og þær kynntu myndirnar sínar fyrir skáld- unum, jafnt og þétt. „Það var ánægjulegt hvað skáldin brugðust öll vel við hugmyndinni og skildu vel hvað okkur langaði að gera; þetta er nokkuð óvenjuleg sýn á Ísland.“ „Þetta er býsna huglæg sýn á landið og upplifanir okkar,“ segja Iben West og Else Ploug Isaksen. Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndir og ljóð í flæði Augnhljóð nefnist sýning í Þjóðminjasafninu með ljósmyndum, sem hinar dönsku Iben West og Else Plough Isaksen tóku hér á landi, og ljóðum fjög- urra íslenskra skálda sem veittu þeim innblástur. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Það var ánægjulegthvað skáldin brugð-ust öll vel við hug-myndinni og skildu vel hvað okkur langaði að gera; þetta er nokkuð óvenjuleg sýn á Ísland. Annarskonar fjölskyldumyndirer heiti sýningar dansk-íslenska ljósmyndarans Nönnu Bisp Büchert sem verður opn- uð á Veggnum í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 14. Í verkunum sem Nanna gerði snemma á níunda ára- tugnum og eru í eigu Brandts- listasafnsins í Óðinsvéum fjallar hún um sendibréf sem móðir Nönnu ritaði móður sinni á Ís- landi á fjórða og fimmta áratug lið- innar aldar. Í kyrralífsverkum, eins og Nanna hefur getið sér gott orð fyrir á löngum og giftu- ríkum ferli, er blandað saman bréfunum, fjölskyldu- myndum og hlutum sem listakonunni þótti tengjast þeim. Undirliggjandi er harmræn fjölskyldusaga. „Já, þetta er afar persónulegt verkefni og í raun harmsaga,“ segir Nanna þar sem við skoðum verkin saman í Þjóðminjasafninu. „Móðir mín flutti til Danmerkur árið 1932 og giftist þar. Foreldrar mínir dóu svo með stuttu millibili í stríðslok, fyrst faðir minn og svo móðir mín einu og hálfu ári seinna. Hún hafði alltaf skrifað móður sinni á Íslandi, nema á stríðsárunum þegar engin bréf fóru á milli land- anna, og amma mín hafði geymt bréfin. Þegar hún dó árið 1962 voru mér send bréfin en mér þóttu þau svo persónuleg að ég las þau ekki í tuttugu ár, ég gat það ekki. Svo las ég þau loksins um 1980 og var um svipað leyti boðið að taka þátt í sýningu sem hét fjölskyldumyndir. Ég sagðist vera til í það, ef ég mætti gera fjöl- skyldumyndir aftur í tímann. Þannig urðu þessi verk hér til.“ Nanna fór þá að vinna með bréfin og segir það hafa tekið sig langan tíma. „Ég vildi ekki fara beint í inni- hald bréfanna en notaði þau sem myndefni. Ég safnaði mörgu að mér, hlutum, ljósmyndum og öðru, áður en það fór að koma mynd á þetta. Ég kann ekki að gera skissur – þannig yrði þetta líka steindautt – en mynd- irnar mótast meðan ég vinn. Ekki síst í verkum sem þessum þar sem ég stilli hlutum upp. Það var ótrúlegt vesen að gera þessar myndir en þeg- ar ég horfi á þær núna þá finnst mér að þær endist vel.“ Nanna segist enn vera að gera ljós- myndaverk. „Yfirleitt vinn ég í serí- um og þá með eitthvert efni sem leit- ar á mig. Til dæmis gerði ég seríu á hóteli á eynni Mön sem hafði varla verið hreyft við í hundrað ár. Svo geri ég mikið af uppstillingum.“ Og hún vinnur alveg stafrænt og er mjög ánægð með það. Nanna lauk á sínum tíma stúdents- prófi frá MR og kemur síðan reglu- lega til Íslands að hitta vini og ætt- ingja. En myndar hún hér? „Ég hef gert ýmislegt hér en ég tek ekki myndir af landslaginu. Íslensku ljósmyndararnir eru ofboðslega færir og sjá um það. Ég tek frekar myndir af bættu bárujárni eða einhverju svo- leiðis!“ Harmræn fjölskyldusaga Ljósmyndaverk Nönnu Bisp Büchert sem sýnd eru í Þjóðminjasafninu byggjast á bréfaskiptum móður hennar í Danmörku og ömmu á Íslandi. Hún segir þetta afar persónulegt verkefni. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er afar persónulegt verk- efni og í raun harmsaga,“ segir Nanna Bisp Büchert um ljós- myndaverkin. Morgunblaðið/Einar Falur’Ég hef gert ýmislegthér en ég tek ekkimyndir af landslaginu. Ís-lensku ljósmyndararnir eru ofboðslega færir og sjá um það. Ég tek frekar myndir af bættu bárujárni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.