Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 35
3.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í MAÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 2 Dagar höfnunarElena Ferrante 3 KapítólaEmma D.E.N. Soutworth 4 Þú og ég og allt hittCatherine Isaac 5 261 dagur Kristborg Bóel Steindórsdóttir 6 BlóðengillÓskar Guðmundsson 7 Týnda systirinB.A. Paris 8 UppruniDan Brown 9 Ísland á HMGunnar Helgason 10 Í nafni sannleikansViveca Sten 11 StormfuglarEinar Kárason 12 Bókmennta- og kartöflu- bökufélagið Mary Ann Shaffer / Annie Barrow 13 SamfeðraSteinunn G. Helgadóttir 14 Íslenska kraftaverkiðÞorgrímur Þráinsson 15 Lífsnautnin frjóaAnne B. Ragde 16 Alein úti í snjónumHolly Webb 17 Kona bláa skáldsinsLone Theils 18 Þorsti Jo Nesbø 19 Ævintýraeyjan TenerifeSnæfríður Ingadóttir 20 Hvolpasveitin – Litabók Allar bækur Núna er ég að lesa bók eftir Elenu Ferrante sem heitir Leitin að nýju ættarnafni. Þetta er bók númer tvö af fjögurra bóka þroskasögu. Ég hef gaman af henni, en var svolítið lengi að komast í gang með fyrri bókina, það voru svo mörg nöfn í henni að ég átti erf- itt með að átta mig á þeim, en datt svo alveg ofan í söguna. Ég á örugg- lega eftir að lesa allar fjórar bæk- urnar. Þar á undan las ég Litla bókabúðin í hálöndunum eftir Jenny Colgan. Hún var mjög skemmti- leg, létt og falleg saga. Á undan henni las ég Ég fremur en þú og Eftir að þú fórst eftir Jojo Moyes. Mér fannst þær skemmtilegar eins og dóttir mín segir: Mamma kom ekki á fætur fyrr en eftir hádegi og hún var búin að gráta og gráta! Svo spurði hún konur hérna úti í sveit hvort þær hefðu líka grátið yfir þessum bókum. Ég er ekki búin að sjá myndina, verð að sjá hana. ÉG ER AÐ LESA Járnbrá Björg Jónsdóttir Járnbrá Björg Jónsdóttir er kennari og umsjónarmaður bókasafns Litlulaugaskóla. Jökulhvörf heitir ný ljóðabók KáraTulinius, önnur ljóðabók hans enfjórða skáldverkið sem hann sendir frá sér. Kári hefur lengi feng- ist við ljóðagerð og reyndar útgáfu líka, því hann tók þátt í því að hrinda ljóðröðinni Meðgönguljóðum af stað á sínum tíma en segist þó aldrei hafa ætlað að verða bókaútgefandi. Hann rekur söguna svo að þegar hann flutti til Íslands eftir að hafa búið í Bandaríkjunum hafi svo viljað til að Nýhil-útgáfan hafi verið að syngja sitt síðasta. „Ég leigði íbúð með einum af stjórnarmönnum Ný- hil þegar það var að hætta og hálfur lagerinn endaði heima hjá okkur þannig að það voru kassar af göml- um Nýhil-bókum uppi um alla veggi. Þá fór ég að hugsa um að það mætti koma einhverju svona aftur í gang og setti Meðgönguljóð af stað með þeim Valgerði Þóroddsdóttur og Sveinbjörgu Bjarnadóttur. Það vatt svo upp á sig, en nú er ég loksins að komast út úr þessu útgáfustússi, því það eiga bara eftir að koma út tvær Meðgönguljóðabækur og svo gefum við út ljóðaúrval.“ Af ofangreindu má ráða að ljóðið stendur Kára því nærri og það fyrsta sem birtist eftir hann á prenti var ljóðakyns, í ljóðakveri Lista- félagsins sem hét Örþrasir. Fyrsta bókin sem kom út undir hans nafni var þó skáldsaga en ekki ljóðabók: Píslarvottar án hæfileika: saga af hnattvæddri kynslóð sem kom út 2010. Fyrsta ljóðabókin, Brot hætt frum eind, kom svo út 2015 og Móðurhugur á síðasta ári – „það má segja að ég hafi farið afturábak að þessu, fyrst gef ég út skáldsögu, síð- an fer ég að ungskáldast og svo kom fyrsta ljóðabókin“. „Ég byrjaði að skrifa ljóð og hugsa um ljóð á menntaskólaaldri, en stuttu seinna fór ég að skrifa sög- ur. Það var þó ekki fyrr en um miðj- an þrítugsaldur sem ég fór að gera það af einhveri alvöru. Fyrstu árin einbeitti ég mér að ljóðum og var meðal annars með verkefni þar sem ég skrifaði eitt ljóð á dag á gamla rit- vél í Hinu húsinu, sem var þá í gamla Geysishúsinu, og sýndi það úti í glugga. Ég hef stundum grínast með það að ég er mjög lengi að skrifa prósa, en það sé vegna þess að ég lærði fyrst að skrifa ljóð þannig að ég er nokkurra-orða-á-dag-maður.“ Lunginn af ljóðunum úr einni lotu Að sögn Kára eru ljóðin í Jökul- hvörfum misgömul, en obbinn þó skrifaður á síðasta ári. „Elsta ljóð í bókinni er frá 2009 eða 2010, frá þeim vetri, en lunginn af ljóðunum er frá því í fyrra og í raun frá einni lotu. Ég bý til skiptis í Reykjavík og Helsinki og síðasta vetur var ég í Helsinki og beðinn af íslenskukenn- ara hér í borg að taka saman ljóð og svo myndi ég hafa vinnustofu með nemendunum þar sem þeir myndu þýða ljóð. Þá safnaði ég saman tutt- ugu ljóðum og tvö gömul fóru þá allt í einu að tala saman; annars vegar ljóð sem heitir „Flugþrá“ og hins vegar „Ævi hringast um endalokin“. Það voru einhver óljós tengsl á milli þeirra og ég fór að hugsa um hver þau væru. Í maí í fyrra byrjaði ég svo að skrifa og skrifa sextán eða sautján ljóð í einni bendu sem eru flest í bók- inni. Ég setti þau svo í salt en tók þau upp úr skúffunum um haustið og fór að athuga hvort það væru ein- hver gömul ljóð sem ég ætti sem pössuðu við þetta og samdi svo tvö til þrjú ljóð til viðbótar. Eins og ljóð- skáld eiga til fór ég að hlaða mörg- um, mörgum gömlum ljóðum í bók- ina, en svo átti ég góða yfirlesara sem bentu mér á að það væri kannski betra fyrir bókina að taka út það sem ekki passaði.“ – Ljóðunum er skipað í fjóra hluta sem heita Endar, Þrár, Líf og Snjó- ar sem sér stað í titlum ljóðanna, en ekki bara þar, því þau tengjast efnis- lega. „Já, og flestir titlarnir voru svona, ég breytti nafni örfárra ljóða til að þau féllu að þessu skema, en þessi skipting varð til af sjálfu sér. Ég átti dálítið mikið af ljóðum sem voru um þrár og dálítið mikið um snjó og kulda og svo ljóð um mitt hversdags- líf og svo átti ég þessi gömlu ljóð sem eru mikið til samin þegar ég var að flytja frá Bandaríkjunum til Ís- lands og voru öll um breytingar. Síðasta ljóðið í bókinni, „Hvörf Snæfellsjökuls“, varð þannig til að mér var gefin lítil minnisbók og ég ákvað að í hvert skipti sem ég sæi Snæfellsjökul frá Reykjavík myndi ég punkta niður hjá mér hughrifin. Ég veit ekki af hverju, en ég hafði skrifað framan á þá bók Jökulhvörf.“ – Rauður þráður í Lífshluta bókarinnar er föðurhlutverkið. „Ég á son sem er að verða þriggja ára og þegar ég fór að hugsa um þessi ljóð sem ég samdi í maí í fyrra var ég að klára fæðingarorlof og var því búinn að vera mikið með syni mínum. Föðurhlutverkið er mér mjög hugleikið en ég er ekki þannig ljóðskáld að ég plani það sem ég ætla að skrifa. Ég fæ einhverja hug- mynd sem ég spinn úr, en það sem ég hugsa um verður að ljóðum. Eins og biðukollur sem enda einhvers staðar, vonandi í frjóum jarðvegi í hausnum á mér.“ Í leit að frjóum jarðvegi Í nýrri ljóðabók yrkir Kári Tulinius um endalok, þrár, daglegt líf og snjó og kulda með áherslu á Snæfellsjökul eins og sést frá Reykjavík. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljósmynd/Martin Diegelman Kári Tulinius, skáld og bóka- útgefandi. Frímerki óskast Box 537 SE-20125Malmö -SWEDEN +46 (0)40-25 88 50 stampauctions@postiljonen.se www.postiljonen.com Leiðandi uppboðsfyrirtæki norðurlanda með frímerki, heimsækir Ísland og frímerkjasýninguna ”NORDIA 2018" í TM-höllinni Garðabæ 8. -10. júní 2018 Ef þið eigið frímerki, sem þið viljið selja eða setja á uppboð þá hafið vinsamlegast samband við okkur og bókið tíma til ráðgjafar. Þið getið einnig komið við á sýningarbás okkar og afhent hluti til uppboðs eða til að selja okkur gegn staðgreiðslu. Hafðu samband við okkur í síma: 767-2661 eða +46 70 795 74 36, eða með tölvupósti: steinar.fridthorsson@postiljonen.se

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.