Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.06.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.6. 2018
LESBÓK
TÖLVULEIKIR Stikla fyrir nýjasta leikinn í hinni
vinsælu Fallout-tölvuleikjaröð var birt fyrr í vik-
unni. Margt er enn á huldu um leikinn, en hann
ber nafnið Fallout 76. Bethesda, framleiðendur
Fallout-seríunnar, segja leikinn frábrugðinn fyrri
leikjum, en heyrst hefur að þetta verði fyrsti Fall-
out-leikurinn sem býður upp á fjöldaspilun.
Fallout-leikirnir eru meðal þeirra vinsælustu á
markaðnum og eiga sér stað á eyðilandi í eft-
irleik kjarnorkustríðs, þar sem eftirlifendur
koma upp á yfirborðið eftir að hafa hafst við í
neðanjarðarhvelfingum. Fallout 76 dregur nafn
sitt af hvelfingu 76, en leikurinn er ekki sá 76. í
röðinni.
Aftur á auðnina
Heilgallinn
góði
Jamie Lee
Curtis
Ekki dama
í neyð
KVIKMYNDIR Fyrsta stiklan fyrir
nýju Halloween-myndina verður
birt á næstu dögum. Þar snýr Jamie
Lee Curtis aftur sem Laurie Strode,
en myndin er beint framhald upp-
runalegu myndarinnar frá 1978.
Aðdáandi sem fékk að sjá brot úr
myndinni lýsti því yfir að Strode
væri þar engin dama í neyð heldur
ætti hinn kaldrifjaði Michael Myers
í vök að verjast.
Jeff djassar
TÓNLIST Leikarinn góðkunni Jeff
Goldblum er í þann mund að gefa út
djassplötu. Goldblum lærði á píanó í
æsku og hefur spilað við tilefni eins
og í spjallþáttum Grahams Nortons
og Jimmys Kimmels og komið fram
með hljómsveit sinni The Mildred
Snitzer Orchestra, en þetta er
fyrsta platan sem hann gefur út.
Platan verður gefin út hjá plötu-
útgáfu Decca og kemur út síðar á
þessu ári.
Jeff
Goldblum
KVIKMYNDIR Marvel-stórmyndin
Avengers: Infinity War er nálægt
því að hafa halað inn tvo milljarða
bandaríkjadala í kvikmyndahúsum
og verður þá fjórða kvikmyndin til
að ná því marki. Aðrar myndir í
þessum eftirsótta klúbbi eru Avat-
ar, Titanic og Star Wars: The Force
Awakens. Myndin kostaði vel yfir
þrjú hundruð milljónir bandaríkja-
dala í framleiðslu og er vinsælasta
mynd Marvel til þessa.
Chris Hemsworth
Tveir milljarðar
Þáttaröðin The Expanse var ný-lega endurnýjuð á streymis-veitu Amazon Prime, eftir að
sjónvarpsstöðin SyFy hætti fram-
leiðslu þáttanna. Jeff Bezos, for-
stjóri Amazon, tilkynnti fréttirnar
sjálfur en hann er að eigin sögn mik-
ill aðdáandi þáttanna. Þættirnir eru
vísindaskáldskapur, byggðir á sam-
nefndri bókaröð og segja frá átökum
og togstreitu innan sólkerfisins eftir
að mannkynið kemst í kynni við
óþekkt lífsform.
Rödd aðdáenda
Í kjölfar þess að þáttunum var aflýst
tóku dyggir áhorfendur höndum
saman til að reyna að bjarga þeim.
Yfir hundrað þúsund undirskriftum
var safnað auk þess sem þeir hóp-
fjármögnuðu flugvél til að fljúga yfir
kvikmyndaver Amazon með áletr-
uðum borða myllumerkis herferðar-
innar #savetheexpanse. Þetta fram-
tak hefur líklega hjálpað Amazon að
komast að ákvörðun sinni, en þetta
er ekki í fyrsta skipti sem aflýstri
þáttaröð er bjargað af streymis-
veitu.
Bananabásnum lokað
Hin truflaða Bluth-fjölskylda naut
mikilla vinsælda í Arrested Develop-
ment, en eftir þriðju seríu þáttanna
tilkynnti höfundur þeirra, Mitchell
Hurwitz, að þættirnir myndu ekki
halda áfram í sjónvarpi. Það var þó
ekki vegna skorts á fjármagni held-
ur hélt Hurwitz að gæðum þáttanna
myndi hnigna ef þeir héldu áfram á
sömu braut. Hann sagði að ef það
yrði mögulegt að gefa þættina út á
formi þar sem þeim væri ekki sjón-
varpað í hverri viku væri hann til-
búinn að halda áfram.
Nýtt húsnæði
Bluth-fjölskyldunnar
Árið 2012 kom fjórða sería Arrested
Development út á ört vaxandi
streymisveitu Netflix. Þótt nýju
þættirnir hafi ekki hlotið jafn góðar
viðtökur og fyrri seríur þá fengu
þættirnir þó nýtt líf og var fimmta
serían gefin út fyrr í vikunni. Á sama
tíma og fjórða serían var gefin út var
Netflix nýbyrjað að gefa út sitt eigið
efni á borð við House of Cards og
Orange is the New Black, en með
endurvakningu Arrested Develop-
ment opnaði fyrirtækið nýjar dyr til
að blása lífi í þætti sem ekki héldu
fótfestu innan ramma dag-
skrárgerðar sjónvarps.
Valkostur er kostur
Stærsti kostur streymisveitnanna
fram yfir sjónvarpsstöðvar þegar
kemur að framboði efnis er að not-
endur geta ákveðið hvað þeir vilja
horfa á og hvenær. Þegar áhorf-
endur ákveða hvað þeir vilja horfa á í
staðinn fyrir að horfa á það sem er í
gangi hverju sinni, þá geta streymis-
veitur byggt upp fjölbreytilegt safn
efnis á meðan sjónvarpsstöðvar
þurfa að huga að dagskránni sem
heild. Þessi fjölbreytileiki gefur
pláss fyrir jaðarefni á borð við vís-
indaskáldskap eins og The Expanse.
Með þessu móti sanka streymisveit-
urnar að sér mörgum misjöfnum
hópum sem horfa einungis á sér-
stakar tegundir þátta.
Hvað næst?
Endurvakningar þessara þátta sýna
hvaða möguleika sérstaða streymis-
þjónustu hefur. Það er að öllum lík-
indum of seint að blása lífi í þætti
sem var aflýst fyrir sögulok eins og
t.d. Deadwood og Firefly, en ef
áhorfendur láta í sér heyra er aldrei
að vita hvaða gömlu vinir af skjánum
gætu birst aftur.
Áhöfn geimskipsins
Rocinante úr The Expanse.
AFP
Nýtt líf á streymisveitum
Streymisveiturnar Netflix og Amazon Prime hafa veitt þáttaröðum á borð við The Expanse og
Arrested Development, sem héldu ekki fótfestu í sjónvarpi, annað tækifæri á skjánum.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Hin sprenghlægilega Bluth-fjölskylda (Michael Cera sem George Michael
vantar á myndina) sneri aftur í fimmtu seríu á Netflix fyrr í vikunni.
AFP
Notendum Netflix fjölgar enn og eru
þeir nú yfir 125 milljónir.
Shawn Men-
des hvetur
karlmenn til að
opna sig um
líðan sína.
TÓNLIST Kanadíski tónlistarmaðurinn Shawn Mendes
gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu. Hann segir textana á
plötunni, sem ber titilinn Shawn Mendes, innblásna af bar-
áttu sinni við kvíða. Mendes, sem er aðeins 19 ára gamall, var
uppgötvaður á samfélagsmiðlinum Vine og frægðarsól hans
hefur risið mjög hratt. Hann segir mikið álag hafa fylgt því;
hann hafi grátið einu sinni í viku og verið hræddur um að
fólki fyndist hann alltaf vera dapur. Skilaboð plötunnar séu
hins vegar þau að enginn þurfi að skammast sín fyrir að
glíma við kvíða.
Mendes hefur hvatt karla til að ræða opinskátt um andlega
heilsu sína og vera hreinskilnir um sína líðan. Það þurfi
ekki að vera flókið; það eina sem þurfi að gera
sé að viðurkenna hvernig manni líði.
Kvíðinn var innblástur
AFP