Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 6 A-riðill RÚSSLAND A-riðill ÚRÚGVÆ Gosha Tsjernov Sport-Express twitter.com/G_o_s_h_a Stanislav Tsjertsjesov tók við lands- liði Rússa af Leonid Slutsky, strax eftir að EM 2016 lauk. Liðið endaði í neðsta sæti B-riðils með 1 stig en Rússar voru með Slóvakíu, Englandi og Wales í riðli á mótinu. Tsjertsj- eshov gaf það út fljótlega eftir að hann tók við liðinu að hann ætlaði sér að byggja liðið upp frá grunni. Hann byrjaði á því að breyta í þriggja manna varnarlínu og fór strax í það að finna réttu blönduna af sterkum miðvörðum. Hann vildi færa liðið nær nútímanum. „Við þekkjum allir sögu landsliðs- ins, við höfum aldrei afrekað neitt með fjögurra manna varnarlínu,“ sagði þjálfarinn þegar hann útskýrði ákvörðun sína. „Nánast helmingur allra liða í rússnesku úrvalsdeildinni spilar með þriggja manna varnarlínu. Við þurfum að vera sveigjanlegir.“ Það var strax ljóst að Ikor Ak- infeev yrði aðalmarkmaður liðsins en varnarlínan var í lausu lofti. Bere- zutsky-tvíburarnir og Sergey Ig- nashevitsj lögðu landsliðsskóna á hill- una árið 2016 og Tsjertsjesov fór því að prófa sig áfram með unga og óreyndari varnarmenn eins og Ilja Kutepov og Georgij Dzhikija frá Spartak Moscow og Viktor Vasin frá CSKA. Tsjertsjesov endaði á að nota þrettán miðverði á tæplega tveimur árum. Þetta þýðir að það verður afar erfitt að spá fyrir um varnarlínu rúss- neska liðsins, meira að segja þjálfari liðsins gæti átt í vandræðum með að svara því, sér í lagi þar sem að þeir Vasin og Dzhikija eru báðir meiddir. Flestir hefðu reiknað með því að þeir myndu byrja gegn Sádi-Arabíu ef þeir hefðu ekki slitið krossbönd fyrr á árinu. Ignashevitsj snéri aftur í rúss- neska hópinn 14. maí síðastliðinn eftir að Ruslan Kambolov þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla en það verður að teljast afar ólíklegt að hann muni spila í júní. Rússar hafa verið afar óheppnir með meiðsli. Framherjinn Alexander Kokorin, einn af lykilmönnum liðsins, mun missa af HM en hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna kross- bandsslita fyrr í vetur. Hann var frá- bær fyrri hluta tímabilsins og skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir Zenit frá Pétursborg og þarf Tsjertsjesov því að treysta á mörk frá öðrum leik- mönnum. Anton Zabolotnij, varas- keifa Kokorin hjá Zenit, var afar slak- ur með liðinu í vor og Artjom Azjuba, leikmaður Zenit og lánsmaður hjá Arsenal Tula er ekki í náðinni hjá Tsjertsjesov. Það þykir því líklegast að Fjodor Smolov, sóknarmaður Krasnodar, verði framherji númer eitt. Þá verður erfitt að spá fyrir um miðjumenn Rússana en þeir munu nota tvo vængbakverði í sumar og þær stöður eru ennþá á lausu. Stærsta vandamál Rússa á mið- svæðinu er að þá vantar varnarsinn- aðan miðjumann. Fyrirfram ætti val- ið að vera auðvelt, Igor Denisov, miðjumaður Lokomotiv Moskva hef- ur verið frábær á þessari leiktíð en því miður eru hlutirnir aðeins flókn- ari. Árið 2015 unnu Tsjertsjesov og Denisov saman hjá Dynamo Moskva og það kom upp ósætti á milli þeirra. Þeir hafa því ekki talast við í þrjú ár. Denisov er langbesti varnarsinnaði miðjumaður Rússa í dag en Tsjertsj- esov hefur aldrei valið hann í hópinn. Hann hafði lítinn áhuga á því að ræða fjarveru miðjumannsins við blaða- menn sem spurðu hann í byrjun árs af hverju Denisov væri ekki í hópn- um. „Það er ég sem er þjálfari liðsins og það er ég sem tek ákvarðanir hér,“ sagði þjálfarinn pirraður. Tsjertsjesov hefur notað Denis Glushakov, miðjumann Spartak Moskva sem afturliggjandi miðju- mann. Glushakov hefur hins vegar ekki átt gott tímabil og hann er ekki vanur að spila þessa stöðu með sínu félagsliði. Rússar eiga hins vegar nóg af sóknarþenkjandi miðjumönnum. Tsjertsjesov hefur sett traust sitt á Alexander Golovin, Roman Zobnin, Daler Kuzjaev og Alan Dzagoev og þykir líklegt að þeir muni berjast um stöðurnar á miðjunni. Alexei Mirant- sjuk ætti svo að byrja fremstur á miðjunni fyrir aftan Smolov. Þar sem Kokorin er meiddur munu Rússar stilla upp einum framherja og einum framliggjandi miðjumanni. Líklegt byrjunarlið: Akinfeev – Gran- at, Kutepov, Kudrjashov – Samedov, Golovin, Kuzjaev, Zobnin, Zhirkov – Alexei Mirantsjuk, Smolov. Markverðir: 13 Fedor Kudriashov Rubin Kazan ’87 15 Alexei Mirantsjuk Lok.Moskva ’95 1 Igor Akinfeev CSKA Moskva ’86 14 Vladimir Granat Rubin Kazan ’87 16 Anton Mirantsjuk Lok.Moskva ’95 12 Andrei Lunev Zenit Pétursborg ’91 23 Igor Smolinkov Zenit Pétursborg ’88 17 Alexander Golovin CSKA Moskva ’96 20 Vladimir Gabulov Club Brugge (Bel) ’83 18 Jurij Zhirkov Zenit Pétursborg ’83 Miðjumenn: 19 Alexander Samedov Spartak Moskva ’84 Varnarmenn: 6 Denis Tsjerishev Villarreal (Sp) ’90 21 Aleksandr Erokhin Zenit Pétursborg ’89 2 Mario Fernandes CSKA Moskva ’90 7 Daler Kuziaev Zenit Pétursborg ’93 3 Ilja Kutepov Spartak Moskva ’93 8 Iurí Gazinskij Krasnodar ’89 Sóknarmenn: 4 Sergei Ignashevitsj CSKA Moskva ’79 9 Alan Dzagoev CSKA Moskva ’90 10 Fedor Smolov Krasnodar ’90 5 Andrei Semenov Akhmat Grozní ’89 11 Roman Zobnin Spartak Moskva ’94 22 Artem Dzyuba Arsenal Tula ’88 Lið Rússlands Þjálfari: Stanislav TsjertsjesovRússar eru í vanda í vörn og á miðju AFP Rússland Alexander Samedov er einn af reyndustu leikmönnum Rússa og skorar hér gegn Tyrkjum í vináttuleik fyrr í þessum mánuði.  Tsjertsjesov þjálfari og besti varnarmiðjumaðurinn talast ekki við Ignacio Chans El Observador twitter.com/ignaciochans Allir sem hafa fylgst með Úrugvæ undanfarin tíu ár vita hvernig Óscar Tabárez, þjálfari liðsins vill spila. Liðið er gríðarlega vel skipulagt frá aftasta manni og leikur þess snýst að mörgu leyti um það að fá ekki á sig mark. Þegar liðið er hins vegar með boltann snýst allt um að koma boltanum á fremstu menn liðsins, þá Luis Suárez og Edinson Cavani. Lærisveinar Tabárez hafa alltaf verið gríðarlega sterkir varnarlega og bakverðir liðsins sækja ekki nema þeir nauðsynlega þurfi þess. Krafa þjálfarans hefur alltaf verið að miðjumenn liðsins spili þétt, frekar en þeir séu að skapa mikið fyrir liðsfélaga sína. Þeir eiga hins vegar að skila boltanum hratt á framherjana en liðið treystir á hrað- ar skyndisóknir til þess að skora mörk. Hingað til hefur liðið aldrei þurft mikið meira en að vera sterkt varn- arlega og öflugt sóknarlega en það hefur breyst. Liðið hefur verið lengi saman og er nú að ganga í gegnum endurnýjun, sérstaklega á miðsvæð- inu. Nýir leikmenn hafa komið inn í hópinn og með þeim nýjar leik- aðferðir. Innkoma Federico Val- verde (Deportivo La Coruna, á láni frá Real Madrid), Rodrigo Bent- ancur (Juventus), Nahitan Nández (Boca Juniors) og Matías Vecino (Inter Mílanó) hefur neytt Tabárez til þess að breyta um leikaðferð. Með tilkomu þessara efnilegu leik- manna hefur leikur Úrugvæ breyst en það var engu að síður óumflýj- anlegt. Tabárez hélt því lengi fram að landsliðið hafi ekki leikmennina til þess að aðlaga sig evrópskum fót- bolta með leikmenn sem eru bæði sterkir og tilbúnir að búa eitthvað til. Núna er hann með þannig leik- menn í hópnum og hann hefur verið duglegur að breyta um leikaðferðir, bæði í undankeppni HM og í síðustu vináttuleikjum. Varnarleikur liðsins hefur ekki breyst, Diego Godín og Jose María Giménez eru ennþá miðverðir liðs- ins. Þeir hafa það fram yfir aðra miðverði á HM, að spila saman í hverri viku með félagsliði sínu Atlé- tico Madrid. Vonir standa til þess að Martin Cáceres (Verona) verði tilbúinn í vinstri bakvarðarstöðuna en hann hefur verið óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð og er óvíst með leikform hans. Maximiliano Pe- reira (Porto) mun svo berjast við Guillermo Varela (Peñarol) um hægri bakvarðarstöðuna. Það er á miðjunni sem stærstu breytingarnar hafa orðið á liðinu. Matías Vecino mun byrja í Rúss- landi en hann hefur átt frábært tímabil með Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni. Spurningin er svo hvort Betancur eða Valverde muni byrja við hlið hans á miðsvæðinu. Báðir eru þeir skapandi miðjumenn sem finnst skemmtilegra að sækja en verjast. Þeir hafa hins vegar báðir bætt sig mikið sem knattspyrnu- menn eftir að hafa spilað á Spáni og Ítalíu við góðan orðstír. Nández mun spila á hægri kant- inum og þá þykir líklegast að Cristi- an Rodríguez muni spila á þeim vinstri, þótt hann sé ekki jafn öfl- ugur leikmaður og hann var fyrir nokkrum árum. Cavani og Suárez munu svo leiða framlínuna. Það tekur hins vegar alltaf tíma að koma mönnum inn í ný hlutverk. Liðið mun áfram spila 4-4-2 og pressa framarlega á vellinum. Mið- verðir liðsins eru hins vegar mun sterkari með boltann en þeir hafa verið og þjónustan við fremstu menn liðsins hefur batnað mikið. Heimsmeistaramótið er ekki rétti staðurinn fyrir tilraunastarfsemi. Það er því líklegt, ef liðið nær ekki góðum úrslitum í fyrsta leik sínum gegn Egyptalandi, að Tabárez muni breyta yfir í varnarsinnaðra leik- kerfi. Það væri ekki í fyrsta skiptið sem þjálfarinn myndi grípa til þess ráðs. Á sínu fyrsta stórmóti með lið- ið, í Ameríkubikarnum 2007, byrjaði hann með þriggja manna sóknarlínu en var fljótur að breyta því eftir fyrstu leikina. Líklegt byrjunarlið: Muslera – Varela, Godín, Giménez, Cáceres – Nández, Vecino, Valverde, Cristian Rodríguez – Suárez, Cavani. Markverðir: 16 Maxi Pereira Porto (Por) ’84 15 Matías Vecino Inter (Ít) ’91 1 Fernando Muslera Galatasaray (Tyr) ’86 19 Sebastián Coates Sporting (Por) ’90 17 Diego Laxalt Genoa (Ít) ’93 12 Martín Campana Independiente (Arg) ’89 22 Martín Cáceres Lazio (Ít) ’87 23 Martín Silva Vasco da Gama (Bra) ’83 Sóknarmenn: Miðjumenn: 9 Luis Suárez Barcelona (Sp) ’87 Varnarmenn: 5 Carlos Sánchez Monterrey (Mex) ’84 10 Giorgian Arrascaeta Cruzeiro (Bra) ’94 2 José Giménez Atlético Madrid (Sp) ’95 6 Rodrigo Bentancur Juventus (Ít) ’97 11 Cristhian Stuani Girona (Sp) ’86 3 Diego Godín Atlético Madrid (Sp) ’86 7 Cristian Rodríguez Penarol ’85 18 Maxi Gómez Celta Vigo (Sp) ’96 4 Guillermo Varela Penarol ’93 8 Nahitan Nández Boca Juniors (Arg) ’95 20 Jon Urretaviscaya Monterrey (Mex) ’90 13 Gastón Silva Independiente (Arg) ’94 14 Lucas Torreira Sampdoria (Ít) ’96 21 Edinson Cavani PSG (Fra) ’87 Lið Úrúgvæ Þjálfari: Óscar TabárezGæti verið fljótur að leggjast í vörn AFP Úrúgvæ Luis Suárez er markahæsti landsliðsmaður Úrúgvæja frá upphafi með 51 mark og þá spilar hann væntanlega sinn 100. landsleik á HM.  Lið Úrúgvæ hefur endurnýjast og er með marga sóknarsinnaða leikmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.