Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
10
B-riðill PORTÚGAL
B-riðill SPÁNN
Nuno Travassos
Maisfutebol
twitter.com/nunotravassos
Portúgalar mæta til leiks á heims-
meistaramótið sem ríkjandi Evr-
ópumeistarar og því ljóst að það mun
ekkert lið vanmeta þá á mótinu. Það
þýðir hins vegar líka að leikmenn liðs-
ins eru meðvitaðir um hvað þeir geta
og það er sjálfstraust í liðinu.
Fernando Santos, þjálfari Portú-
gals, vill ekki meina að hans menn
séu líklegir til þess að vinna HM en
hann hefur hins vegar gefið það út að
markmiðið sé að gera það sama og á
Evrópumeistaramótinu í Frakklandi
sumarið 2016.
Tveimur árum eftir að liðið varð
Evrópumeistari er liðið að glíma við
vandamál í öftustu víglínu. Miðverð-
irnir sem spiluðu í Frakklandi eru
ekki á sama stað og þeir voru fyrir
tveimur árum og það hefur reynst
erfitt að finna arftaka þeirra.
EM-hetja skilin eftir heima
Santos greindi frá því á dögunum
að hann væri opinn fyrir því að prófa
sig áfram með leikmenn sem hafa
aldrei spilað landsleik fyrir Portúgal.
Hann kallaði Rúben Dias, varn-
armann Benfica, inn í hópinn en hann
spilaði aldrei vegna meiðsla.
Portúgal er hins vegar með marga
öfluga sóknarmenn innan sinna raða
og Eder, hetjan frá úrslitaleiknum
árið 2016, verður skilinn eftir heima.
„Ég get skilið að þetta sé erfitt fyrir
menn, tilfinningalega, en við skuldum
honum ekki neitt. Ég kallaði hann á
minn fund og útskýrði það fyrir hon-
um af hverju ég myndi ekki velja
hann,“ sagði Santos eftir að hann
hafði valið hópinn sem fer til Rúss-
lands.
Leikmenn eins og Bernardo Silva,
André Silva og Gelson Martins eru
allt beittari sóknarmenn. Santos hef-
ur hins vegar haldið sig við það leik-
kerfi sem skilaði liðinu Evrópumeist-
aratitlinum.
Santos skilur ekki gagnrýnina
Þrátt fyrir að liðið hafi orðið Evr-
ópumeistari sumarið 2016 var það
talsvert gagnrýnt fyrir sína frammi-
stöðu á mótinu en Santos hefur ekki
áhyggjur af gagnrýnisröddum.
„Við erum hérna til þess að vinna
og við spilum á styrkleikum liðsins.
Þetta eru hlutirnir sem ég vil sjá frá
leikmönnum mínum. Ég skil ekki fólk
sem vill sjá frábæra frammistöðu en
léleg úrslit. Ég verð ringlaður þegar
að ég heyri þannig ummæli.“
Santos mun að öllum líkindum
halda tryggð við 4-4-2 leikkerfið og
nota 4-3-3 kerfið sem varaplan. Cris-
tiano Ronaldo mun leiða framlínuna
ásamt André Silva og liðið mun spila
agaðan varnarleik og beita síðan
skyndisóknum.
Líklegt byrjunarlið: Rui Patrício –
Cédric, Pepe, Bruno Alves, Raphaël
Guerreiro – Bernardo Silva, Joao
Moutinho, William Carvalho, Joao
Mário – André Silva, Cristiano
Ronaldo.
Markverðir: 13 Rúben Dias Benfica ’97 14 William Carvalho Sporting ’92
1 Rui Patrício Sporting ’88 15 Ricardo Pereira Porto ’93 16 Bruno Fernandes Sporting ’94
12 Anthony Lopes Lyon (Fra) ’90 19 Mário Rui Napoli (Ít) ’91 23 Adrien Silva Leicester (Eng) ’89
22 Beto Göztepe (Tyr) ’82 21 Cédric Southampton (Eng) ’91
Sóknarmenn:
Varnarmenn: Miðjumenn: 7 Cristiano Ronaldo Real Madrid (Ít) ’85
2 Bruno Alves Rangers (Skot) ’81 4 Manuel Fernandes Lok.Moskva (Rús) ’86 9 André Silva Milan (Ít) ’95
3 Pepe Besiktas (Tyr) ’83 8 Joao Moutinho Mónakó (Fra) ’86 17 Goncalo Guedes Valencia (Sp) ’96
5 Raphaël Guerreiro Dortmund (Þýs) ’93 10 Joao Mário West Ham (Eng) ’93 18 Gelson Martins Sporting ’95
6 José Fonte Dalian Yifang (Kína) ’83 11 Bernardo Silva Man.City (Eng) ’94 20 Ricardo Quaresma Besiktas (Tyr) ’83
Lið Portúgals Þjálfari: Fernando SantosÆtla að fylgja
eftir árangrin-
um á EM
AFP
Portúgal Cristiano Ronaldo og Joao Mario léttir í lund á landsliðsæfingu Portúgala. Ronaldo á bæði leikjamet og
markamet portúgalska landsliðsins en hann hefur skorað 81 mark í 150 landsleikjum.
Ronaldo fremstur í öflugri sókn-
arlínu en vörnin er vandamálið
José Sámano
El Pais
Twitter.com/diegotorresro
Leikmenn spænska landsliðsins
eru byrjaðir að brosa á nýjan leik.
Eftir vonbrigðin á HM 2014 og
töpin á EM 2016 hafa Spánverjar
snúið við taflinu. Liðið í dag minnir
um margt á liðið sem vann þrjú
stórmót í röð á árunum 2008 til
2012. Julen Lopetegui, sem tók við
liðinu af Vicente del Bosque eftir
EM 2016 hefur endurnýjað liðið að
vissu leyti, án þess þó að hafa þurft
að byggja það upp frá grunni.
Það er ótrúlegt að liðinu hafi
tekist að sýna sitt rétta andlit með
nánast sömu hryggjarsúlu og var
að spila þegar Spánverjar ollu
einna mestu vonbrigðunum. Átta
leikmenn sem spiluðu í tapinu gegn
Ítalíu á EM í Frakklandi voru lyk-
ilmenn í undankeppninni fyrir HM
í Rússlandi (David de Gea, Sergio
Ramos, Gerard Piqué, Jordi Alba,
Sergio Busquets, Andrés Iniesta,
David Silva og Álvaro Morata).
Ef HM hæfist á morgun væri
líklegt að sjö af þessum átta leik-
mönnum myndu byrja fyrsta leik,
aðeins Morata yrði fjarverandi en
hann er ekki í lokahópnum sem fer
til Rússlands. Leikmennirnir sem
myndu fylla restina af leikstöð-
unum væru Koke, Thiago Alcant-
ara, Dani Carvajal, Isco og Diego
Costa. Hryggjarsúla liðsins er því
enn til staðar með þá Ramos,
Iniesta og Silva sem hafa spilað
sínar stöður með landsliðinu und-
anfarin tíu ár, frá því að liðið varð
Evrópumeistari í Vín 2008.
Hafa bætt sig mikið sem lið
Spánverjar hafa bætt sig mikið
sem lið á undanförnu ári, þrátt fyr-
ir að spila áfram sama fótboltann.
Þrátt fyrir að Lopetegui hafi verið
duglegur að breyta til þá leggur
liðið áfram höfuðáherslu á það að
halda boltanum innan liðsins.
Sendingaleikur Spánverja hefur
ekki breyst enda eru miðjumenn
liðsins þeir Busquets, Thiago,
Iniesta, Isco og Silva sem eru allir
mjög góðir á boltanum.
Einu leikmennirnir sem hafa
horfið á braut spila í fremstu víg-
línu. David Villa og Fernando Tor-
res voru þeir framherjar sem áttu
einna auðveldast með að spila í
tiki-taka kerfinu sem Spánn vill
spila. Liðið hefur oft á tíðum spilað
það vel að enginn eiginlegur fram-
herji hefur verið í byrjunarliðinu
og hafa þeir notast við „falska níu“
með þá Cesc Fabregas eða Marco
Asensio sem fremstu menn.
Diego Costa mátti ekki spila
með Atlético Madrid fyrr en í jan-
úar og Álvaro Morata leysti því
stöðu fremsta manns í fjarveru
hans. Spilamennska Morata með
Chelsea dalaði hins vegar mikið
þegar leið á tímabilið. Costa hefur
hins vegar aldrei fundið taktinn al-
mennilega með landsliði Spánar.
Hann á í vandræðum með að koma
sér inn í spil spænska liðsins. Iago
Aspas og Rodrigo henta því leikstíl
spænska liðsins betur sem fremstu
menn.
Það er sóknarleikurinn sem
Lopetegui á ennþá eftir að púsla
saman. Það er auðvelt að átta sig á
hinum leikstöðunum, þjálfarinn
mun ekki breyta miklu frá árunum
2008 til 2012. Liðið er á réttri leið
og réttum stað, spænska liðið er
aftur spænska landsliðið í knatt-
spyrnu. Liðið þarf bara að sýna
það á stóra sviðinu í sumar.
Líklegt byrjunarlið: De Gea –
Carvajal, Piqué, Ramos, Jordi
Alba – Busquets, Thiago – Silva,
Isco, Iniesta – Diego Costa.
Markverðir: 14 César Azpilicueta Chelsea (Eng) ’89 10 Thiago Bayern (Þýs) ’91
1 David De Gea Man.Utd (Eng) ’90 15 Sergio Ramos Real Madrid ’86 20 Marco Asensio Real Madrid ’96
13 Kepa Arrizabalaga Ath.Bilbao ’94 16 Nacho Monreal Arsenal (Eng) ’86 22 Isco Real Madrid ’92
23 Pepe Reina Napoli (Ít) ’82 18 Jordi Alba Barcelona (Sp) ’89
Sóknarmenn:
Varnarmenn: Miðjumenn: 9 Rodrigo Moreno Valencia ’91
2 Dani Carvajal Real Madrid ’92 5 Sergio Busquets Barcelona ’88 11 Lucas Vázquez Real Madrid ’91
3 Gerard Piqué Barcelona ’87 6 Andrés Iniesta Barcelona ’84 17 Iago Aspas Celta Vigo ’87
4 Nacho Real Madrid ’90 7 Saúl Níguez Atlético Madrid ’94 19 Diego Costa Atlético Madrid ’88
12 Álvaro Odriozola Real Sociedad ’95 8 Koke Atlético Madrid ’92 21 David Silva Man.City (Eng) ’86
Lið Spánar Þjálfari: Julen LopeteguiEndurnýjaðir
með nánast
sama lið
AFP
Spánn Andrés Iniesta hefur spilað 127 landsleiki og var í spænska liðinu
sem varð heimsmeistari 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012.
Spánverjar hafa fundið taktinn á ný
eftir vonbrigði á tveimur stórmótum