Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
29
G-riðill TÚNIS
G-riðill PANAMA
Majed Achek
Tunisie Foot
www.tunisie-foot.com
Nabil Maaloul tók við landsliðinu árið
2017 eftir að Wadee Jaree, formaður
knattspyrnusambandsins þar í landi,
hafði rekið Henryk Kasperczak.
Hann hélt sig við leikkerfið 4-2-3-1
gegn Egyptum í undankeppni Afr-
íkumótsins og vann 1:0 sigur. Síðan
þá hefur Nabil spilað annaðhvort 4-2-
3-1 eða sóknarsinnað 4-3-3.
Þjálfarinn er hins vegar hrifnastur
af því að spila með þriggja manna
varnarlínu og þá hefur hann haldið
tryggð við þá leikmenn sem voru í
hópnum þegar hann tók við. Ali
Maaloui, Syam Ben Youssef, Yassine
Meriah og Rami Bedoui eru allt leik-
menn sem hann treystir. Í síðasta leik
liðsins breytti hann út af vananum og
notaðist við þá Dylan Bronn og Yoh-
an Benalouane í staðinn fyrir þá
Rami Bedoui og Syam.
Fimm í vörn gegn Englend-
ingum og Belgum
Hann ákvað að spila með fimm
varnarmenn gegn Kongó í umspili
um laust sæti á HM í Rússlandi. Þeg-
ar mikið er undir mun hann því lík-
legast spila 5-3-2 og má leiða líkur að
því að hann muni stilla upp í það kerfi
gegn Belgum og Englandi. Hann
mun hins vegar spila 4-2-3-1 gegn Pa-
nama í riðlakeppninni.
Það verður að teljast næsta víst að
þeir Mohamed Amine Ben Amor og
Ferjani Sassi muni spila á miðsvæð-
inu. Hins vegar var Ellyes Skhiri
kallaður inn í hópinn nýlega og hann
gæti því breytt eitthvað til þar sem að
Elleys og Mohamed Amine eru svip-
aðir leikmenn. Maaloul gæti notast
við hæfileika þessara tveggja leik-
manna sem þýðir að Ghailane Chaa-
lali gæti þurft að fá sér sæti á bekkn-
um, þrátt fyrir að hafa spilað nánast
alla leiki liðsins síðan þjálfarinn tók
við.
Naim Sliti mun svo spila vinstra
megin og annaðhvort Saif-Eddine
Khaoui eða Anice Badri verða úti
hægra megin í fjarveru Youssef
Msakni.
Khazri lykilmaður í sókn
Wahbi Khazri mun svo leiða sókn-
arlínuna. Hann hefur staðið sig vel,
bæði með félagsliði sínu Rennes þar
sem hann spilar sem sóknarsinnaður
miðjumaður og með Túnis. Taha
Yassine Khenissi er meiddur og því
mun Khazri spila sem framherji í
Rússlandi.
Líklegt byrjunarlið: Mathlouthi –
Maaloul, Youssef, Meriah, Bedoui –
Sassi, Ben Amor – Skhiri, Sliti, Badri
– Khazri.
Markverðir: 6 Rami Bedoui Étoile du Sahel ’90 Sóknarmenn:
1 Farouk Ben Mustapha Al Shabab (S.Ar) ’89 11 Dylan Bronn Gent (Bel) ’95 7 Saif-Eddine Khaoui Troyes (Fra) ’95
16 Aymen Mathlouthi Al Batin (S.Ar) ’84 12 Ali Maaloul Al Ahly (Egy) ’90 8 Fakhreddine Ben Youssef Ittifaq (S.Ar) ’91
22 Mouez Hassen Chateauroux (Fra) ’95 21 Hamdi Naguez Zamalek (Egy) ’92 10 Wahbi Khazri Rennes (Fra) ’91
15 Ahmed Khalil Club Africain ’94
Varnarmenn: Miðjumenn: 18 Bassem Srarfi Nice (Fra) ’97
2 Syam Ben Youssef Kasimpasa (Tyr) ’89 9 Anice Badri Espérance ’90 19 Saber Khalifa Club Africain ’86
3 Yohan Benalouane Leicester (Eng) ’87 13 Ferjani Sassi Al Nassr (S.Ar) ’92 20 Ghaylen Chaaleli Espérance ’94
4 Yassine Meriah Sfaxien ’93 14 Mohamed Ben Amor Al Ahli (S.Ar) ’92 23 Naim Sliti Dijon (Fra) ’92
5 Oussama Haddadi Dijon (Fra) ’92 17 Ellyes Skhiri Montpellier (Fra) ’95
Lið Túnis Þjálfari: Nabil MaaloulTúnisbúar
leggja áherslu
á vörnina
AFP
Túnis Anice Badri reynir loftfimleika í leik gegn Tyrkjum á dögunum en hann er sókndjarfur framherji.
Nabil Maaloul tók við liði Túnis
þegar Henryk Kasperczak var rekinn
José M. Domínguez
TVN Panama
twitter.com/JoseMiguelDomi
Hernán Darío Gómez, þjálfari Pan-
ama, ákvað að breyta til í vináttu-
leikjum í mars og prófa sig áfram
með 5-4-1-leikkerfið.
Liðið mætti Danmörku og Sviss en
í undankeppninni spilaði Panama 4-
4-2 nánast undantekningarlaust.
Þjálfarinn ákvað hins vegar að prófa
nýtt kerfi sem hefur verið vinsælt hjá
stærstu liðum Evrópu á und-
anförnum árum.
Naumt tap í Kaupmannahöfn
Panama sýndi góða spilamennsku
gegn Dönum í fyrri vináttuleiknum í
Kaupmannahöfn. Þeir byrjuðu leik-
inn af miklum krafti þar sem þeir
voru nær því að spila 3-4-3 í sókn-
arleiknum en fóru svo í 5-4-1 þegar
þeir vörðust og liðið leit mjög vel út.
Þeir voru skipulagðir, héldu stöðum
vel, voru skapandi á miðsvæðinu,
sterkir líkamlega og þéttir varnar-
lega. Ósigurinn, 1:0, var ekkert til að
skammast sín fyrir og formúlan fyrir
sumarið virtist vera klár.
Það sama var hins vegar ekki upp
á teningnum gegn Sviss. Gómez
breytti liðinu mikið og það tapaði illa,
6:0. Það var fátt jákvætt í leik Pa-
nama gegn Sviss. Þrátt fyrir tvo
mjög misjafna leiki í mars mun þjálf-
arinn notast við 5-4-1 þegar liðið
mætir sterkari andstæðingum líkt og
Englandi og Belgíu í riðlakeppni
HM.
Leikmennirnir voru fljótir að að-
lagast kerfinu, þrátt fyrir að hafa æft
það lítið. Édgar Yoel Bárcenas var
einn af þeim leikmönnum sem þóttu
standa upp úr gegn Dönum þar sem
hann spilaði sem hægri vængbak-
vörður.
Jákvætt að breyta um kerfi
„Það var jákvætt að breyta um
leikkerfi,“ sagði Bárcenas eftir leik-
inn gegn Danmörku. „Það var gott að
venja menn við nýtt leikkerfi. Við
vorum agaðir og einbeittir á löngum
köflum og það er jákvætt upp á fram-
haldið.“
Bárcenas sagði svo eftir leikinn
gegn Sviss að liðið væri á réttri leið,
þrátt fyrir slæmt tap. „Við héldum
leikskipulaginu allan tímann. Þetta
var erfiðari leikur en gegn Dönum.
Við þurfum að halda einbeitingu bet-
ur og hlusta meira á þjálfarann.“
Luis Ovalle, liðsfélagi hans og bak-
vörður Olimpia í Hondúras, tók í
sama streng. „Þjálfarinn lét okkur
spila með fimm manna miðju. Mark-
miðið var að halda boltanum og sækja
hratt á þá. Halda góðri einbeitingu í
vörninni og vinna saman sem lið.“
Það þarf allt að smella hjá Panama
ef liðið ætlar sér að gera eitthvað á
HM en nýtt leikkerfi gæti bætt upp
það sem hefur vantað hjá liðinu und-
anfarin ár.
Líklegt byrjunarlið: Penedo – Ovalle,
Escobar, Román Torres, Machado,
Murillo – Godoy, Gómez, Quintero,
Bárcenas – Gabriel Torres.
Markverðir: 13 Adolfo Machado Houston (Ban) ’85 19 Alberto Quintero Univ.Lima (Perú) ’87
1 Jaime Penedo D.Búkarest (Rúm) ’81 15 Erick Davis Dunajska Streda (Slóvak) ’91 20 Aníbal Godoy San Jose (Ban) ’90
12 José Calderon Chorillo ’85 17 Luis Ovalle Olimpia (Hond) ’88 21 José Luis Rodríguez Gent (Bel) ’98
22 Alex Rodriguez San Francisco ’90 23 Felipe Baloy Municipal (Guat) ’81
Sóknarmenn:
Varnarmenn: Miðjumenn: 7 Blas Pérez Municipal (Guat) ’81
2 Michael Murillo NY Red Bulls (Ban) ’96 6 Gabriel Gómez Bucaramanga (Kól) ’84 9 Gabriel Torres Huachipato (Síle) ’88
3 Harold Cummings San Jose (Ban) ’92 8 Édgar Barcenas Tapachula (Mex) ’93 10 Ismael Díaz La Coruna (Sp) ’97
4 Fidel Escobar NY Red Bulls (Ban) ’95 11 Armando Cooper Universidad (Síle) ’87 16 Abdiel Arroyo Alajuelense (Kost) ’93
5 Román Torres Seattle (Ban) ’86 14 Valentín Pimentel Plaza Amador ’91 18 Luis Tejada Sport Boys (Perú) ’82
Lið Panama Þjálfari: Hernán Daríó Gómez KólumbíuAllt þarf að
smella hjá
nýliðunum
AFP
Panama Román Torres, Felipe Baloy og Gabriel Gómez ræða málin en Gómez er leikjahæstur með 144 landsleiki.
Panama leikur í fyrsta sinn á HM
og mætir bæði Englandi og Belgíu