Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
8
A-riðill EGYPTALAND
A-riðill SÁDI-ARABÍA
Ahmad Yousef
Kingfut.com
twitter.com/EgyptianPlayers
Egyptar eru vissulega með einn
besta knattspyrnumann heims í
dag, Mohamed Salah. Þrátt fyrir
það spilar liðið afar varnarsinnaðan
fótbolta undir stjórn Héctor Cúper.
Í fyrstu 32 leikjum hans með liðið
fengu Egyptar á sig 18 mörk.
Síðan í maí á síðasta ári hefur
liðið ekki tapað leik með meira en
einu marki.
Leikmenn liðsins eru meðvitaðir
um það að áherslur þjálfarans
liggja í varnarleiknum og mun
hann stilla upp 4-2-3-1 með þá
Mohamed Elneny og Tarek Hamed
sem varnarsinnaða miðjumenn.
Markvörðurinn 45 ára
Þá mun Essam El Hadary byrja
í markinu, þrátt fyrir að vera far-
inn að nálgast fimmtugt. „Ég er 45
ára gamall, ég mun ekki reyna
þræta fyrir það, en fyrir mér er
aldur afstæður og einungis númer
á blaði.“
Fyrir framan hann verða þeir
Mohamed Abdelshafy (Karim Ha-
fez náði ekki að jafna sig af
meiðslum) í vinstri bakverðinum.
Ali Gabr og Ahmed Hegazi, varn-
armenn West Bromwich Albion á
Englandi, verða miðverðir liðsins
og þá mun hinn fjölhæfi Ahmed
Fathi leysa stöðu hægri bakvarðar.
Hávaxnir miðverðir fá á
sig mörk eftir fyrirgjafir
Helsti veikleiki Egypta hefur
verið mörkin sem þeir hafa verið
að fá á sig og það er eitthvað sem
þeir verða að laga fyrir HM. Af
þeim 18 mörkum sem þeir hafa
fengið á sig undir stjórn Cúper
hafa 13 komið eftir fyrirgjafir. Það
er í raun ótrúlegt því meðalhæð
þeirra Hegazi og Gabr er 195
sentímetrar og liðinu hefur reglu-
lega verið hrósað fyrir góðan varn-
arleik.
Cúper hefur notast við þrjá
sóknarsinnaða leikmenn fyrir aftan
framherjann. Mahmoud Hassan
(kallaður Trézéguet), Abdallah Sa-
id og Mohamed Salah munu skipa
sóknartríóið og vonast Trézéguet
til þess að halda uppteknum hætti
með landsliðinu eftir frábært tíma-
bil með Kasimpasa í Tyrklandi.
„Ég vonast til þess sýna fram á
sambærilega frammistöðu með
landsliðinu í Rússlandi og ég hef
gert í Tyrklandi á þessari leiktíð.
Ég vil hjálpa landsliðinu eins mikið
og ég get,“ sagði leikmaðurinn.
Egyptar munu treysta mikið á
Mohamed Salah á hægri kantinum
og að hann sé klár í slaginn eftir
meiðsli. Hann er snöggur, sterkur
og skorar mörk sem Egyptar
þurfa nauðsynlega á að halda.
Kantmaður Liverpool þarf nú að
einbeita sér að fótboltanum eftir
að hafa átt í útistöðum við knatt-
spyrnusamband Egypta vegna
ímyndarréttar leikmannsins.
Said stýrir sóknarleiknum
Said mun stýra sóknarleiknum
en hlutverk þess sem verður í
stöðu framherjans verður að vinna
mjög óeigingjarnt starf fyrir liðið.
Hann verður að pressa andstæð-
ingana framarlega á vellinum, elta
allar langar sendingar og halda
boltanum fyrir liðsfélaga sína á
meðan liðið færir sig framar á
völlinn.
Egyptar hafa verið í vandræð-
um með að skora mörk en á hinn
bóginn verður erfitt fyrir önnur lið
að brjóta þá á bak aftur. Liðið
tapaði fyrir Portúgal og Grikk-
landi í vináttuleikjum fyrr á þessu
ári, 2:1 og 1:0, en þrátt fyrir það
sýna úrslitin að hvaða lið sem er
getur átt erfiðan leik á móti
Egyptalandi.
Líklegt byrjunarlið: El Hadary –
Abdelshafy, Gabr, Hegazi, Fathi –
Elneny, Tarek – Salah, Said, Tré-
zéguet – Mohsen.
Markverðir: 12 Ayman Ashraf Al Ahly ’91 19 Abdallah Said Kuopion (Fin) ’85
1 Essam El Hadary Al Taawoun (S.Ar) ’73 13 Mohamed Abdelshafy Al Fateh (S.Ar) ’85 21 Trézéguet Kasimpasa (Tyr) ’94
16 Sherif Ekramy Al Ahly ’83 15 Mahmoud Hamdy Zamalek ’95
23 Mohamed Elshenawy Al Ahly ’88 20 Samir Saad Al Ahly ’89 Sóknarmenn:
9 Marwan Mohsen Al Ahly ’89
Varnarmenn: Miðjumenn: 10 Mohamed Salah Liverpool (Eng) ’92
2 Ali Gabr WBA(Eng) ’89 4 Omar Gaber Los Angeles (Ban) ’92 11 Kahraba Al-Ittihad (S.Ar) ’94
3 Ahmed Elmohamady A.Villa (Eng) ’87 5 Sam Morsy Wigan (Eng) ’91 14 Ramadan Sobhy Stoke (Eng) ’97
6 Ahmed Hegazy WBA (Eng) ’91 8 Tarek Hamed Zamalek ’88 18 Shikabala Al Raed (S.Ar) ’86
7 Ahmed Fathi Al Ahly ’84 17 Mohamed Elneny Arsenal (Eng) ’92 22 Amr Warda Atromitos (Gri) ’93
Lið Egyptalands Þjálfari: Héctor Cúper ArgentínuVarnarsinnað-
ir með Salah
í framlínunni
AFP
Egyptaland Essam El Hadary, 45 ára gamall markvörður Egypta, og
Mohamed Salah, stjarna liðsins, slá á létta strengi á æfingu liðsins fyrir HM.
Egyptar fá ekki mörg mörk á sig
og treysta á að Salah skori mörkin
Gregory Wilcox
Arab News
twitter.com/gregorydwilcox
Juan Antonio Pizzi tók sér sæti á
bekknum sem þjálfari Sádi-Arabíu í
fyrsta skipti í nóvember árið 2017.
Hann er enn að bíða eftir fyrsta
keppnisleik sínum sem þjálfari
Grænu fálkanna, sem verður gegn
Rússum í upphafsleik HM. Á þessu
sjö mánaða tímabili spilaði argent-
ínski þjálfarinn eins marga æfinga-
leiki og hann gat til þess að fá góða
mynd af því hvar liðið stendur og hvað
þarf að laga áður en augu heimsins
beinast að þeim 14. júní.
Í undankeppninni í stjórnartíð Bert
Van Marwijk spiluðu Grænu fálkarnir
yfirleitt 4-3-3, þar sem þeir sátu til
baka gegn betri liðunum og reyndu að
beita hröðum skyndisóknum þegar
þeir unnu boltann. Pizzi hefur verið að
reyna að fá leikmenn liðsins til þess
að spila meira út úr vörninni. Það hef-
ur virkað upp að vissu marki. Í sig-
urleikjum gegn Alsír og Grikklandi
spilaði liðið ljómandi vel og sýndi
miklar framfarir frá 4:0 ósigri gegn
Belgum. Liðið hefur haldið boltanum
betur og fært hann hratt milli manna.
Liðið getur einnig hægt á leikjum,
stöðvað flæði andstæðingsins og ver-
ið almennt pirrandi lið að spila á móti.
Pizzi, fyrrverandi þjálfari Síle, mun
líklega tefla fram þéttu 4-2-3-1 kerfi í
Rússlandi þar sem fremstu þrír eru
tilbúnir að færa sig aftar á völlinn til
þess að tryggja að það sé nóg af leik-
mönnum á miðsvæðinu.
Þar sem markaskorun gæti reynst
vandamál munu Grænu fálkarnir ein-
beita sér að því að vera þéttir. Þeir
hafa reynslu í varnarlínunni en hún
er mögulega á kostnað hraða auk
þess að leikmennirnir hafa lítið reynt
sig gegn heimsklassa framherjum.
Osama Hawsawi, sem er stór og
sterkur, er leiðtogi þeirra í vörninni.
Hann er hægari en áður en Omar Ot-
hman sem spilar við hlið hans hefur
staðið sig frábærlega á þessari leik-
tíð. Það eru nokkrir ágætis mögu-
leikar í bakvarðarstöðunum með
mönnum á borð við Yasir Al-Sharani,
sem er fljótur að koma upp völlinn og
getur spilað bæði hægra og vinstra
megin.
Hinn reynslumikli Taisser Al-
Jassam mun spila með hinum van-
metna Abdullah Otayf á miðjunni.
Þeir eru báðir öruggir með boltann
þó að Otayf muni sennilega ekki fá
eins mörg tækifæri til að koma upp
völlinn eins og hann vildi.
Sóknarmennirnir þrír standa upp
úr. Salem Al-Dawsari, Yahia Al-
Shehri og Fahad Al-Muwallad eru
skapandi leikmenn og hafa hæfileik-
ana til að opna varnir asískra liða.
Hvort þeim takist það á stóra sviðinu
verður að koma í ljós. Tríóið eyddi
seinni hluta síðasta tímabils að láni
hjá spænskum félögum þar sem þeir
fengu aðeins tvo leiki samtals.
Hversu beittir þeir verða í Rússlandi
gæti gert útslagið um hveru vel liðinu
gengur. Kantmennirnir eru færir um
að komast á bak við varnir andstæð-
inganna og ef Al-Shehri getur fundið
sér pláss fyrir aftan framherjann
gætu Grænu fálkarnir skapað vand-
ræði. Nawaf Al-Abeb, sem var mik-
ilvægur í undankeppninni, er annar
leikmaður sem getur búið til hluti fyr-
ir liðið en hann hefur átt við meiðsli
að stríða og missir af mótinu.
Markaskorun er vandamál. Mo-
hammad Al-Sahlawi er líklegur til að
vera fremstur en það eru fleiri kostir
eins og til dæmis Muhannad Asiri
sem er sterkur í loftinu og getur hald-
ið boltanum betur.
Líklegt byrjunarlið: Almosailem –
Al-Burayk, Omar, Osama, Yasir –
Otayf, Taiseer – Fahah, Yahaia,
Salem – Al-Sahlawi.
Markverðir: 6 Mohammed Al-Burayk Al Hilal ’92 14 Abdullah Otayf Al Hilal ’92
1 Abdullah Al-Mayouf Al Hilal ’87 13 Yasir Al-Sharani Al Hilal ’92 15 Abdullah Al-Khaibari Al Shabab ’96
21 Yasser Al Mosailem Al Ahli ’84 23 Motaz Hawsawi Al Ahli ’92 16 Hussain Al-Moqahwi Al Ahli ’88
22 Mohammed Al-Owais Al Ahli ’91 17 Taiseer Al-Jassam Al Ahli ’84
Miðjumenn: 18 Salem Al-Dawsari Villarreal (Sp) ’91
Varnarmenn: 7 Salman Al-Faraj Al Hilal ’89
2 Mansour Al-Harbi Al Ahli ’87 8 Yahia Al-Shehri Leganés (Sp) ’90 Sóknarmenn:
3 Osama Hawsawi Al Hilal ’84 9 Hatan Bahbir Al Shabab ’92 10 Mohammed Al-Sahlawi Al Nassr ’87
4 Ali Al Bulayhi Al Hilal ’89 11 Abdulmalek Al-Khaibri Al Hilal ’86 19 Fahad Al-Muwallad Levante (Sp) ’94
5 Omar Othman Al Nassr ’85 12 Mohamed Kanno Al Hilal ’94 20 Muhannad Asiri Al Ahli ’86
Lið Sádi-Arabíu Þjálfari: Juan Antonio Pizzi ArgentínuSkapandi leik-
menn í fram-
línu Sádanna
AFP
Sádi-Arabía Mohammad Al-Sahlawi er aðal markaskorari Sádi-Araba með
28 mörk í 40 landsleikjum, m.a. fimm í einum leik í undankeppninni.
Nýi þjálfarinn stýrir liðinu í fyrsta
mótsleik gegn Rússum í Moskvu