Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 22

Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 22 D-riðill ÍSLAND D-riðill NÍGERÍA Sindri Sverrisson Morgunblaðið twitter.com/sindrisverris Þrátt fyrir að þetta verði fyrsta heimsmeistaramót Íslands þá býr ís- lenski hópurinn yfir mikilli reynslu ef talið er í árum og landsleikjum sem leikmennirnir hafa spilað sam- an. Landslið þessarar minnstu þjóð- ar sem komist hefur á HM byrjaði fyrst að láta til sín taka eftir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við því undir lok árs 2011, og síðan þá hefur liðið byggst að lang- mestu leyti á sömu leikmönnum, skipulagi og leikáætlun. Þessir leik- menn hafa séð til þess að liðið hefur verið á stöðugri uppleið síðustu ár og þeir eru staðráðnir í að koma heiminum öllum á óvart, líkt og þeir gerðu með því að komast í 8-liða úr- slit á sínu fyrsta stórmóti, EM 2016. „Markmiðið okkar er skýrt og það er að komast áfram úr riðlinum. Þegar við komumst áfram þá þurf- um við ekki að óttast nokkurn ein- asta mótherja, því við munum hafa skilið eftir tvö þessara liða; Argent- ínu, Króatíu eða Nígeríu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þegar hann til- kynnti hvaða 23 leikmenn hann tæki með sér til Rússlands. Lagerbäck vildi alltaf nota 4-4-2 leikkerfið en Heimir hefur opnað frekar á þann möguleika að nota 4- 5-1 kerfi gegn sterkari andstæð- ingum. Þannig getur Aron Einar Gunnarsson fyrirliði fengið meiri að- stoð við að verjast, með hinn yfirveg- aða og vel spilandi Emil Hall- freðsson sér við hlið, og Gylfi Þór Sigurðsson fær frjálsara hlutverk fyrir framan þá með sinn magnaða spyrnufót. Það má færa góð rök fyr- ir því að Aron og Gylfi séu mikilvæg- ustu leikmenn íslenska liðsins og þeir hafa myndað fullkomið miðju- par um árabil, en báðir hafa þeir glímt við meiðsli á lokasprettinum fyrir HM. Gylfi jafnaði sig þó í tæka tíð til að spila síðustu leiki Íslands fyrir HM, en Aron er stórt spurning- armerki. Birkir Bjarnason hefur sýnt að hann getur ágætlega fyllt í hans skarð á miðjunni. Ef ekki koma til meiðsli þá spila Birkir og Jóhann Berg Guðmunds- son á köntunum eins og mörg síð- ustu ár. Jóhann er fljótur og stöðugt ógnandi með sinn góða vinstri fót en Birkir hefur einnig gott auga fyrir mörkum, og báðir eru gríðarlega samviskusamir við að hjálpa til við að verjast. Það á reyndar við um allt liðið, jafnvel aðalframherjana Jón Daða Böðvarsson, sem hættir aldrei að hlaupa, og Alfreð Finnbogason sem er einn besti markaskorari þýsku 1. deildarinnar. Ísland mun klárlega spila með varnarsinnuðum hætti, hver einasti leikmaður, en getur alltaf refsað andstæðingnum með þaulæfðum skyndisóknum og úr föstum leikatriðum, ekki síst í gegnum löng innköst Arons fyr- irliða. Markmiðið hefur alltaf verið að eiga best skipulagða og agaða lið í heimi en í liðinu er líka gullkynslóð miðju- og sóknarmanna með mikla einstaklingshæfileika, sem ættu að vera að komast á hátind ferilsins núna. Hannes Þór Halldórsson hefur verið mjög öruggur sem að- almarkvörður Íslandsn síðustu sex ár, með Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson fyrir framan sig. Mið- varðaparið sló í gegn um alla Evrópu með frammistöðu sinni á EM 2016 en síðan þá hefur Sverrir Ingi Inga- son færst mun nær því að fá aðra miðvarðastöðuna. Hinn 25 ára gamli Hörður Björgvin Magnússon er há- vaxinn en leikinn vinstri bakvörður, og yngsti leikmaðurinn í væntanlegu byrjunarliði. Hinn öskufljóti Birkir Már Sævarsson á svo hægri bak- varðarstöðuna líkt og síðustu ár. Líklegt byrjunarlið: Hannes – Birkir S., Kári, Ragnar, Hörður – Jóhann, Aron, Emil, Birkir B. – Gylfi – Jón Daði. Geta þeir komið öllum á óvart, aftur? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Gylfi Þór Sigurðsson fagnar ásamt Jóni Daða Böðvarssyni og Birki Bjarnasyni eftir að hafa komið Íslandi yfir gegn Kósóvó í síðasta leiknum í undankeppni HM þar sem Ísland tryggði sér sæti í lokakeppninni 2018.  Heimir varlega í breytingar frá EM- ævintýrinu  Óljóst með fyrirliðann Solomon Fowowe Guardian Nigeria twitter.com/Solomon/Fowowe Frá því Gernot Rohr tók við þjálfun nígeríska landsliðsins árið 2016 hef- ur það tekið stórt skref fram á við, bæði þegar kemur að liðsanda og aga. Það er mikil samheldni í liðinu sem er mjög andlega sterkt og það gerir þá að erfiðum andstæðingi fyrir hvaða lið sem er. Liðið er ungt og fingraför þjálfarans sjást vel. Rohr hefur búið til mjög stöðugt skyndisóknalið sem gæti komið mörgum á óvart á heimsmeist- aramótinu. Rohr hefur daðrað við mörg leik- kerfi síðan hann tók við. Liðið spil- aði 3-5-2 í nóvember á síðasta ári þegar Nígería vann 4:2 sigur á Arg- entínu en það verður að teljast lík- legt að hann muni stilla upp í 4-2- 3-1 í Rússlandi þar sem áherslan verður lögð á agaðan varnarleik og hraðar skyndisóknir. Þótt helstu styrkleikar liðsins fel- ist í liðsheildinni treystir liðið líka á gæði einstakra leikmanna. Rohr treystir mikið á lykilmenn liðsins, þótt hann gefi það ávallt út að það sé liðsheildin sem skipti hann mestu máli. „Við erum ekki með leikmenn eins og Kanu eða Okocha, sem voru frábærir með landsliðinu. Styrkur liðsins felst fyrst og fremst í sam- vinnu og liðsheild,“ sagði Rohr í samtali við Przeglad Sportowy. „Fyrirliðinn okkar, John Obi Mikel og Victor Moses eru ekki leikmenn sem munu ráða úrslitum, líkt og stjörnurnar frá níunda áratugnum.“ Hins vegar hefur Mikel gríð- arlega mikil áhrif á allan leik liðsins. Þessi fyrrverandi miðjumaður Chelsea stýrir leik Nígeríu og hrað- anum með ró sinni og sending- argetu. Fyrir aftan Mikel eru tveir varn- arsinnaðir miðjumenn, Ogenyi Onazi og hinn hæfileikaríki Wilfred Ndidi. Þeir vinna mikið á miðsvæð- inu og verja svæðið fyrir framan vörnina. Þeir eru báðir mjög sterkir í að brjóta upp sóknir andstæðing- anna en sóknargeta þeirra er minni og er þetta helsta gagnrýnin sem liðið hefur fengið á sig. Liðið er lengi að snúa vörn í sókn þegar Mi- kel nýtur ekki við. Rohr hefur reynt að leysa þetta vandamál með því að færa Mikel meira inn á miðsvæðið, nær þeim Onazi og Ndidi og hann spilar því nær miðjunni en framherjanum, Odion Ighalo. Hann er mjög hreyf- anlegur í fremstu víglínu sem gerir það að verkum að hann er ekki jafn einangraður fremst á vellinum. Hann kemur vel til baka og sækir boltann, getur haldið honum og þá er hann líka góður í að finna sér pláss inni í vítateig andstæðing- anna. Hann er framherji númer eitt hjá liðinu en Kelechi Iheanacho er alltaf tilbúinn að koma inn af bekkn- um. Í sóknarleik sínum treystir liðið mikið á hraða og getu Victor Moses, vængmanns Chelsea. Moses er töframaðurinn i nígeríska liðinu sem getur búið til hluti upp á sitt eindæmi. Hann er í mun meira sóknarhlutverki hjá landsliðinu en með Chelsea sem gerir hann að ein- um mikilvægasta leikmanni liðsins. Rohr hefur lagt mikla áherslu á agaðan varnarleik og samheldni. Það endurspeglast í miðvörðum liðsins, þeim Leon Balogun og Willi- am Troost-Ekong. Þeir bindast sterkum böndum og samstarf þeirra hefur styrkt varnarleik liðsins mikið og það er erfitt að brjóta hann á bak aftur. Balogun er góður með boltann á meðan Troost-Ekong er mjög sterkur í návígjum og þeir henta leikstíl liðsins afar vel. Líklegt byrjunarlið: Uzoho – Abdullahi, Troost-Ekong, Balogun, Idowu – Ndidi, Onazi – Iwobi, Mikel, Moses – Ighalo. Markverðir: 12 Shehu Abdullahi Bursaspor (Tyr) ’93 17 Ogenyi Onazi Trabzonspor (Tyr) ’92 1 Ikechukwu Ezenwa Enyimba ’88 20 Chidozie Awaziem Nantes (Fra) ’97 19 John Ogu Hap.Beer Sheva (Ísr) ’88 16 Daniel Akpeyi Chippa (S.Ar) ’86 21 Tyronne Ebuehi Den Haag (Hol) ’95 23 Francis Uzoho La Coruna (Sp) ’98 22 Kenneth Omeruo Kasimpasa (Tyr) ’93 Sóknarmenn: 7 Ahmed Musa CSKA Moskva (Rús) ’92 Varnarmenn: Miðjumenn: 9 Odion Ighalo Changchun (Kína) ’89 2 Brian Idowu Amkar Perm (Rús) ’92 4 Wilfred Ndidi Leicester (Eng) ’96 11 Victor Moses Chelsea (Eng) ’90 3 Elderson Echiéjilé Cercle (Bel) ’88 8 Oghenekaro Etebo Las Palmas (Sp) ’95 13 Simeon Nwankwo Crotone (Ít) ’92 5 William Troost-Ekong Bursaspor (Tyr) ’93 10 John Obi Mikel Tianjin (Kína) ’87 14 Kelechi Iheanacho Leicester (Eng) ’96 6 Leon Balogun Mainz (Þýs) ’88 15 Joel Obi Torino (Ít) ’91 18 Alex Iwobi Arsenal (Eng) ’96 Lið Nígeríu Þjálfari: Gernot Rohr ÞýskalandiNígería hefur tekið stór skref frá 2016 AFP Nígería Victor Moses, leikmaður enska liðsins Chelsea, er aðalmaðurinn í sóknarleik Nígeríu. Hann hefur skorað 11 mörk í 34 landsleikjum.  Samheldið og agað lið hjá Rohr með Mikel og Moses sem lykilmenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.