Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 24

Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 24 E-riðill BRASILÍA E-riðill SVISS Márvio dos Anjos og Carlos Eduardo Mansur O Globo twitter.com/marvio twitter.com/carlosemansur Í undanförnum vináttuleikjum hefur landsliðsþjálfari Brasilíu, Tite, átt í vandræðum með að finna leikmenn sem geta komist í gegnum fimm manna varnarlínu af þeirri gerð sem Antonio Conte notar hjá Chelsea. Það er sérstaklega skortur á tvenns konar leikmönnum. Annars vegar miðjumanni sem spilar vel í kringum vítateiga andstæðinganna og hins- vegar líkamlega sterkum framherja. Þar sem enginn leikmaður fannst sem uppfyllti þessi skilyrði valdi þjálfarinn Taison sem spilar með Shakhtar Donetsk, í 23 manna loka- hóp sinn. Við fyrstu sýn virðist val á vængmanninum vera of mikið af hinu góða vegna þess að honum svip- ar mjög til þriggja annarra leik- manna í hópnum. Það þýðir að Philippe Coutinho – sem er vanur að koma inn af öðrum hvorum kantinum – verður líklega færður aftar á völlinn og mun fá það hlutverk að stjórna miðjunni og skapa framherjunum, sem munu koma hlaupandi af köntunum, skot- færi. Í hópnum er urmull sókn- armöguleika af vængjunum: Neym- ar, Gabriel Jesus, Willian, Roberto Firmino, Marcelo. Liðsvalið var á heildina litið mjög fyrirsjáanlegt. Unnið var út frá mottóinu „Aldrei reyna eitthvað í móti sem þú hefur aldrei prófað áð- ur“ – ráð sem Tite hefur fengið frá fyrrverandi leikmönnum á borð við Rivellino, Gerson og Zico. Brasilía mun því veðja á lið sem getur farið hratt yfir völlinn þegar það mætir til leiks á HM. Þrátt fyrir að þeir vilji hafa mikla breidd á vellinum sendir liðið sjaldan boltann fyrir markið. Leikaðferð Tite gengur út á að mynda þríhyrninga á vellinum með sóknarþenkjandi bakverði – bras- ilísk hefð – sem eru alltaf nálægt varnarsinnaða miðjumanninum til þess að hjálpa til við sóknarupp- byggingu. Mesta hættan af brasilíska liðinu í sókninni kemur af vinstri vængnum. Á móti kemur er vinstri vængurinn veikasti blettur liðsins í vörninni. En þrátt fyrir að Marcelo eigi það til að skilja mikil pláss eftir sig, sem hefur sýnt sig hjá Real Madrid, mun Tite ekki binda sóknarsinnaðasta bak- vörð heims niður. Þetta mun krefj- ast mikillar athygli frá reynslubolt- anum Miranda, sem þarf mögulega að koma framar á völlinn heldur en nokkur annar miðvörður í sögu Brasilíu á HM. Hægra megin á vellinum voru meiðsli Dani Alves stórt áfall og mun Danilo, leikmaður Manchester City, vera undir mikilli pressu að fylla það skarð. Brasilía getur ógnað af fleiri stöð- um á vellinum. Miranda, Marquin- hos og Paulinho eru til að mynda mjög hættulegir þegar þeir fá tæki- færi til að ráðast á boltann í föstum leikatriðum. Andstæðingar hafa fengið viðvörun. Varamarkvörðurinn leynivopn Þökk sé áhrifum Pep Guardiola, hefur Tite takískan ás í erminni í formi varamarkmannsins Ederson. Ef Brasilía mætir liði sem pressar framarlega getur Ederson leyst pressuna með því að dreifa bolt- anum hratt og nákvæmlega um leið og hann fær hann. Neymar og Cout- inho væru því sendir af stað eins og örvar á bak við varnarlínu mótherj- anna. Síðustu vináttuleikirnir fyrir HM, á móti Króatíu og Austurríki, hafa væntanlega skorið úr um hvort Tite sé nógu hugrakkur til þess að nota Ederson í Rússlandi. Heilt yfir er þó ólíklegt að markmaður Roma, Alisson, eigi í hættu á að missa sæti sitt í byrjunarliðinu. Líklegt byrjunarlið: Allison – Danilo (Fagner), Marquinhos, Miranda, Marcelo – Paulinho, Casemiro, Fernandinho – Coutinho, Gabriel Jesus, Neymar. Markverðir: 12 Marcelo Real Madrid (Sp) ’88 17 Fernandinho Man.City (Eng) ’85 1 Alisson Roma (Ítalíu) ’92 13 Marquinhos PSG (Fra) ’94 18 Fred Shakhtar Donetsk (Úkr) ’93 16 Cássio Corinthians ’87 14 Danilo Man.City (Eng) ’91 19 Willian Chelsea (Eng) ’88 23 Ederson Man.City (Eng) ’93 22 Fagner Corinthians ’89 Sóknarmenn: Varnarmenn: Miðjumenn: 7 Douglas Costa Juventus (Ít) ’90 2 Thiago Silva PSG (Fra) ’84 5 Casemiro Real Madrid (Sp) ’92 9 Gabriel Jesus Man.City (Eng) ’97 3 Miranda Inter (Ítalíu) ’84 8 Renato Augusto B.Guoan (Kína) ’88 10 Neymar PSG (Fra) ’92 4 Pedro Geromel Grémio ’85 11 Philippe Coutinho Barcelona (Sp) ’92 20 Roberto Firmino Liverpool (Eng) ’91 6 Filipe Luís Atlético Mad. (Sp) ’85 15 Paulinho Barcelona (Sp) ’88 21 Taison Shakhtar Donetsk (Úkr) ’88 Lið Brasilíu Þjálfari: TiteHættulegastir og veikastir vinstra megin AFP Brasilía Neymar verður sem fyrr aðalnúmerið í sóknarleik Brasilíumanna og hér fagnar hann marki ásamt öðrum framherja, Roberto Firmino.  Brasilíumenn í ákveðnum vandræð- um þrátt fyrir öfluga sóknarmenn Max Kern Blick twitter.com/MaxKern3 Svissneska liðið er svipað og á Evr- ópumeistaramótinu í Frakklandi 2016 en það er meiri samheldni í lið- inu en oft áður og það gæti reynst styrkleiki þess í Rússlandi. Margir stuðningsmannanna skilja ekki af hverju meirihluti leikmann- anna syngur ekki með þegar þjóð- söngur þjóðarinnar er spilaður. Leikmenn liðsins koma úr ólíkum menningarheimum en það jákvæða er að þeir eru meðvitaðir um það og það sést að þeir eru að gera sitt allra besta til þess að efla samstöðuna inn- an liðsins. Það var í maí 2015 sem Stephan Lichtsteiner, fyrirliði liðsins, opnaði umræðuna. „Þjóðin vill geta tengt við landsliðið. Það er mikilvægt fyrir okkur sem lið að finna réttu blönd- una og rétta jafnvægið. Ég er ekki að tala um hvaðan leikmenn liðsins koma, það skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að fólk geti haldið áfram að tengjast svissneska lands- liðinu. Þetta er viðkvæmt mál, ég geri mér grein fyrir því. En þetta er hins vegar málefni sem er mikilvægt og okkur ber að taka það alvarlega.“ Lichtsteiner var staðráðinn í að fá leikmenn eins og Pirmin Schwegler (Hannover) og Tranquiillo Barnetta (St. Gallen) til þess að stimpla sig inn með landsliðinu en þeir voru ekki í lokahópnum sem fór til Frakklands 2016 og þeir verða heldur ekki með á HM í Rússlandi. Vara-fyrirliði liðsins, Valon Be- hrami, sem flúði Kósóvó á sínum tíma með fjölskyldu sinni á stóran þátt í því að allir leikmenn liðsins róa nú í sömu átt. „Samheldnin í liðinu er góð og leikmönnum líður vel í saman. Þeir standa saman og það er lykillinn að góðum árangri,“ sagði Vladimir Petkovic, þjálfari liðsins. „Jafnvægið í liðinu er gott og úrslitin sem við höfum náð í undanförnum leikjum hafa hjálpað mikið. Við höfum lagt mikla áherslu á þetta, undanfarin ár. Viðhorf leikmannanna er mjög gott og almenningur í landinu stendur nú þétt við bakið á okkur. Ég er þakk- látur fyrir það því við höfum lent í því áður, þrátt fyrir að hafa náð ár- angri, að umræðan hafi snúist um allt annað en fótbolta.“ Yann Sommer mun byrja í mark- inu og þeir Schär og Rodriguez í vörninni. Það er hins vegar spurn- ingarmerki hvort Johan Djourou eða Manuel Akanji muni spila við hlið Schär í hjarta varnarinnar. Xhaka og „stríðsmaður“ Udinese, Valon Be- hrami, verða varnarsinnaðir miðju- menn. Xherdan Shaqiri og Blerim Dzemaili verða sóknarmenn liðsins og þá mun Steven Zuber að öllum líkindum taka stöðu Admir Mehmedi sem er ennþá að jafna sig eftir að- gerð á fæti. Haris Seferovic verður svo fremsti maður en Shaqiri gæti líka byrjað sem sóknartengiliður með Breel Emboli á hægri kant- inum. Petkovic virðist fullur sjálfs- trausts fyrir mótið en hefur þó vaðið fyrir neðan sig. „Liðið hefur vaxið mikið og þroskast á undanförnum árum. Við erum ekki fastir í sama kerfinu og getum brugðið út frá van- anum. Við erum hins vegar jarð- bundnir og í sannleika sagt erum við ekki með sömu gæði og mörg önnur lið. Við erum hins vegar á réttri leið. Það er smá bil á milli okkar og stærstu liðanna en með réttu hug- arfari getum við brúað það bil,“ sagði þjálfarinn. Líklegt byrjunarlið: Sommer – Licht- steiner, Schär, Akanji, Rodríguez – Behrami, Xhaka – Shaqiri, Dzemaili, Zuber – Seferovic. Markverðir: 6 Michael Lang Basel ’91 15 Blerim Dzemaili Bologna (Ít) ’86 1 Yann Sommer Gladbach (Þýs) ’88 13 Ricardo Rodríguez Milan (Ít) ’92 16 Gelson Fernandes E.Frankfurt (Þýs) ’86 12 Yvon Mvogo Leipzig (Þýs) ’94 20 Johan Djourou Antalyaspor (Tyr) ’87 17 Denis Zakaria Gladbach (Þýs) ’96 21 Roman Bürki Dortmund (Þýs) ’90 22 Fabian Schär La Coruna (Sp) ’91 23 Xherdan Shaqiri Stoke (Eng) ’91 Sóknarmenn: Varnarmenn: Miðjumenn: 2 Stephan Lichtsteiner Arsenal (Eng) ’84 8 Remo Freuler Atalanta (Ít) ’92 7 Breel Embolo Schalke (Þýs) ’97 3 Francois Moubandje Toulouse (Fra) ’90 10 Granit Xhaka Arsenal (Eng) ’92 9 Haris Seferovic Benfica (Por) ’92 4 Nico Elvedi Gladbach (Þýs) ’96 11 Valon Behrami Udinese (Ít) ’85 18 Mario Gavranovic D.Zagreb (Kró) ’89 5 Manuel Akanji Dortmund (Þýs) ’95 14 Steven Zuber Hoffenheim (Þýs) ’91 19 Josip Drmic Gladbach (Þýs) ’92 Lið Sviss Þjálfari: Vladimir Petkovic BosníuHvers vegna syngja þeir ekki með? AFP Sviss Valon Behrami er í stóru hlutverki hjá Sviss sem varnartengiliður og varafyrirliði en hann er samherji Emils Hallfreðssonar hjá Udinese.  Svissneska liðið er blanda leik- manna úr ólíkum menningarheimum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.