Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
26
F-riðill ÞÝSKALAND
F-riðill MEXÍKÓ
Christoph Biermann
11 Freunde
twitter.com/chbiermann
Í augum flestra er Álfukeppnin lítið
annað en hugarfóstur útvalinna
stjórnarmanna hjá Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu FIFA. Ári áður
en heimsmeistaramótið fer fram
taka gestgjafar HM á móti sex álfu-
meisturum og ríkjandi heimsmeist-
urum. Það eru ekki margir sem hafa
áhuga á Álfukeppninni, fyrir utan
skipuleggjendur mótsins sem fá
tækifæri til þess að leggja lokahönd
á undirbúning sinn fyrir heims-
meistaramótið sjálft.
Leikmenn þýska landsliðsins voru
ekki spenntir fyrir því að taka þátt í
mótinu eftir erfitt og strembið tíma-
bil með félagsliðum sínum. Það var
ákveðinn léttir fyrir þá þegar Joac-
him Löw tjáði þeim á síðasta ári að
hann ætlaði sér að taka óreynda og
minna þekkta spámenn með sér til
Rússlands.
Margir fastamenn liðsins fengu
hins vegar aðvörun þegar þeir
horfðu á leiki liðsins í sjónvarpinu
því ákvörðun Löw virtist margborga
sig. Leikmenn eins og Leon Go-
retzka, Lars Stindl, Timo Werner og
Antonio Rüdiger unnu ekki bara
Álfukeppnina, þeir sýndu það og
sönnuðu að þeir eru ekki bara góðir
varamenn. Þeir gerðu alvöru tilkall
til byrjunarliðssætis með frammi-
stöðu sinni. Margir stuðningsmenn
þýska liðsins, sem voru margir
hverjir orðnir þreyttir á landsliðinu,
urðu allt í einu spenntir yfir þessum
nýju og öflugu leikmönnum.
Álfukeppnin 2017 hristi því heldur
betur upp í hlutunum. Það er aftur
samkeppni um stöður í liðinu og Löw
hefur nú ennþá breiðari hóp til þess
að velja úr. Ekki bara vegna þess að
leikmennirnir stóðu sig vel í Álfu-
keppninni, það eru líka tveir leik-
menn til taks sem hafa verið afar
óheppnir með meiðsli undanfarin ár.
Gündogan og Reus
Annar þeirra er Ilkay Gündogan,
miðjumaður Manchester City. Þrátt
fyrir að hann spili utan Þýskalands,
þá eru margir stuðningsmenn lands-
liðsins ánægðir að sjá hann loksins
klára heilt tímabil með félagsliði
sínu án þess að meiðast alvarlega.
Gündogan væri með talsvert fleiri
landsleiki en 24 á bakinu ef ekki
væri fyrir meiðslasögu hans. Hann
spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir sjö
árum og væri heimsmeistari í dag ef
meiðsli hefðu ekki haldið honum frá
keppni 2014 og á EM 2016.
Marco Reus er annar leikmaður
sem hefur verið afar óheppinn með
meiðsli. Hann spilaði sinn fyrsta
landsleik árið 2011 en er þrátt fyrir
það með einungis fimm fleiri lands-
leiki á bakinu en Gündogan. Hann
missti af HM 2014 eftir að hafa
meiðst í lokaleik liðsins fyrir mótið.
Þá missti hann ef EM 2016 vegna
tognunar aftan í læri sem hélt hon-
um frá keppni í nokkra mánuði.
Þetta þýðir að Löw er með tvo frá-
bæra leikmenn til taks, sem hafa
báðir mikið að sanna með þýska
landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn er
án alls vafa ánægður með stöðuna á
þýska hópnum, sérstaklega þar sem
hann hefur nú marga valkosti í
hverja stöðu. Löw er ekki bara hrif-
inn af því að sníða leikkerfi liðsins að
andstæðingum Þjóðverja með því að
fara úr 4-2-3-1 í 4-3-3. Hann hefur
líka notast við 3-4-3 og 3-5-2 og þá er
Þjóðverjinn þekktur fyrir að breyta
um áherslur í miðjum leik með kraft-
miklum innáskiptingum.
Líklegt byrjunarlið: Ter Stegen –
Kimmich, Boateng, Hummels,
Hector – Khedira, Kroos – Müller,
Özil, Reus – Werner.
Markverðir: 15 Niklas Süle Bayern ’95 13 Thomas Müller Bayern ’89
1 Manuel Neuer Bayern ’86 16 Antonio Rüdiger Chelsea (Eng) ’93 14 Leon Goretzka Schalke ’95
12 Kevin Trapp PSG (Fra) ’90 17 Jeróme Boateng Bayern ’88 19 Sebastian Rudy Bayern ’90
22 Marc-André ter Stegen Barcelona (Sp) ’92 18 Joshua Kimmich Bayern ’95 20 Julian Brandt Leverkusen ’96
21 Ilkay Gündogan Man.City (Eng) ’90
Varnarmenn: Miðjumenn:
2 Marvin Plattenhardt Hertha ’92 6 Sami Khedira Juventus (Ít) ’87 Sóknarmenn:
3 Jonas Hector Köln ’90 7 Julian Draxler PSG (Fra) ’93 9 Timo Werner Leipzig ’96
4 Matthias Ginter Gladbach ’94 8 Toni Kroos Real Madrid (Sp) ’90 11 Marco Reus Dortmund ’89
5 Mats Hummels Bayern ’88 10 Mesut Özil Arsenal (Eng) ’88 23 Mario Gómez Stuttgart ’85
Lið Þýskalands Þjálfari: Joachim LöwÁlfukeppnin
hristi upp í
Þjóðverjum
AFP
Þýskaland Toni Kroos er í stóru hlutverki á miðjunni hjá þýsku heims-
meisturunum og er einn þeirra leikjahæstu manna með 83 landsleiki.
Nýir og spennandi leikmenn gerðu
tilkall til sætis í liði heimsmeistaranna
Manuel Portillo
Televisa
twitter.com/mapoga227
Juan Carlos Osorio hefur sett sitt
mark á mexíkóska liðið: örar leik-
mannabreytingar og taktísk aðlög-
unarhæfni. Í raun og veru geta and-
stæðingar Mexíkó í Rússlandi ekki
verið vissir um hverju þeir munu
mæta í Rússlandi: það er mjög ófyr-
irsjáanlegt hvernig þeir munu
leggja upp leikinn og hegða sér inni
á vellinum.
Liðið hans Osorios er eins og
kameljón sem lagar sig að mótherj-
anum og þjálfarinn veit að fótbolt-
inn sem er spilaður breytist eftir því
hverjir mætast hverju sinni. Leik-
skipulag og uppstilling mótast því
eftir styrkleikum andstæðingana.
„Ég held að við verðum að vera
samblanda af tveimur hlutum,“ seg-
ir hann. „Við verðum að spila á okk-
ar eigin styrkleikum en einng virða
mótherjann. Við verðum að sjálf-
sögðu að vera trúir okkar eigin leik-
stíl vegna þess að þannig búum við
til færin okkar. Ég tel að við séum á
réttri leið.“
Osario hefur aðallega spilað 4-3-3
þrátt fyrir að Mexíkóar hafi í gegn-
um tíðina náð góðum árangri með
3-4-3. Sigur á Úrúgvæ í Suður-
Ameríkukeppninni í Bandaríkj-
unum 2016 er aðeins eitt dæmi um
það. Þetta mexíkóska lið spilar
framarlega með varnarlínuna. Það
er ekki óalgengt fyrir Mexíkóa að
halda boltanum vel á vallarhelmingi
andstæðinganna með fjóra öftustu
varnarmenn sína á miðjulínunni.
Varnarmenn stundum í vanda
En að spila svona sóknarþenkj-
andi fótbolta getur leitt til vanda-
mála. Varnarmennirnir eiga á köfl-
um í vandræðum með
staðsetningar og að vita hvenær á
að pressa og hvenær að bakka.
Á miðjunni hefur Osario ekki enn
tekist að finna leikmann sem á að
leysa stöðu sem gjarnan er tengd
við treyju númer 6. Hann vill leik-
mann sem er góður í loftinu en
jafnframt nógu tæknilega góður til
þess að spila boltanum út úr vörn-
inni. Þar sem Rafa Márquez er
kominn af léttasta skeiði og mun
fljótlega leggja skóna á hilluna hef-
ur Osario spilað Héctor Herrera í
þessu hlutverki. Því miður er
Porto-leikmaðurinn ekki alltaf rétt
staðsettur, sem getur leitt til þess
að mikið pláss skapast milli varnar
og miðju.
Óvissan er minnst í sóknar-
leiknum. Osario vill hafa tvo væng-
menn sem geta komið með fyrir-
gjafir eða sent klókar skásendingar
inn í teiginn á framherja sem getur
ráðist á þá bolta sem þeir fá auk
þess að búa til pláss fyrir miðju-
mennina sem koma inn í teiginn á
eftir þeim.
Líklegt byrjunarlið: Ochoa – Salcedo,
Reyes, Moreno, Layún – J.Dos
Santos, Herrera, Guardado – Vela,
Hernández, Lozano.
Markverðir: 15 Héctor Moreno R.Sociedad (Sp) ’88 20 Javier Aquino Tigres UANL ’90
1 José Corona Cruz Azul ’81 16 Héctor Herrera Porto (Por) ’90 23 Jesús Gallardo Pumas UNAM ’94
12 Alfredo Talavera Toluca ’82 21 Edson Álvarez América ’97
13 Guillermo Ochoa Standard (Bel) ’85 Sóknarmenn:
Miðjumenn: 8 Marco Fabián E.Frankfurt (Þýs) ’89
Varnarmenn: 6 Jonathan Dos Santos Galaxy (Ban) ’90 9 Raúl Jimenez Benfica (Por) ’91
2 Hugo Ayala Tigres UANL ’87 7 Miguel Layún Sevilla (Sp) ’88 11 Carlos Vela Los Angeles (Ban) ’89
3 Carlos Salcedo E.Frankfurt (Þýs) ’93 10 Giovani Dos Santos Galaxy (Ban) ’89 14 Javier Hernández West Ham (Eng) ’88
4 Rafael Márquez Atlas ’79 17 Jesús Corona Porto (Por) ’93 19 Oribe Peralta América ’84
5 Diego Reyes Porto (Por) ’92 18 Andrés Guardado Real Betis (Sp) ’86 22 Hirving Lozano PSV (Hol) ’95
Lið Mexíkó Þjálfari: Juan Carlos Osorio KólumbíuMexíkóar eru
mjög ófyrir-
sjáanlegir
AFP
Mexíkó Javier Hernández framherji West Ham er markahæsti landsliðsmaður Mexíkó frá upphafi með 49 mörk.
Osorio breytir ört um menn og leik-
aðferð og lagar sig að mótherjunum