Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 30 H-riðill PÓLLAND H-riðill KÓLUMBÍA Tomasz Wlodarczyk Przeglad Sportowy twitter.com/wlodar85 Pólland skoraði mikið af mörkum í undankeppni heimsmeistaramótsins en spilaði ekki góða vörn. Reyndar er það svo að liðið fékk á sig flest mörk allra þeirra þjóða sem unnu sinn riðil í undankeppninni. Þetta er ástæða þess að þjálfari liðsins, Adan Nawalka, hefur einbeitt sér að varn- arlínunni fyrir HM, rétt eins og hann gerði fyrir EM 2016. Pólland fékk bara á sig tvö mörk í Frakklandi sem var það næst minnsta í keppninni. Nawalka hefur nýlega breytt kerfinu yfir í 3-4-3 úr 4-2-3-1 eða 4-4-2 sem hann notaði mest áður. Hinn 60 ára gamli þjálfari segir að bæði kerfin séu ennþá að- alkerfi liðsins en það sé gott að hafa sveigjanleika og að geta komið and- stæðingnum á óvart. Hann hefur notað nýja kerfið í fjórum síðustu leikjunum og í heimsmeistarakeppn- inni getur verið mjög hentugt að geta skipt á milli leikkerfa. „Við viljum prófa eitthvað nýtt og hámarka eiginleika sumra leik- manna,“ sagði Nawalka fyrir marka- laust jafntefli við Úrúgvæ og 1:0 tap fyrir Mexíkó í nóvember. „Við höfum þegar notað þetta kerfi á æfingum þannig að breytingin verður nátt- úruleg. Hlutverkunum verður skipt með þeim hætti að við getum skipt frá því að hafa þrjá til baka yfir í fjóra á meðan leiknum stendur.“ Hlutirnir fóru að ganga betur í mars í 1:0 tapi fyrir Nígeríu og 3:2 sigri á Suður Kóreu. Leikmennirnir voru augljóslega öruggari, en það lítur samt út fyrir að vinna þurfi meira í 3- 4-3. Í markinu hefur Nawalko tvo góða kosti í Wojciech Szczesny og Lukasz Fabianski. Hvort sem hann spilar með þriggja eða fjögurra manna vörn eru þeir Kamil Glik og Michal Pazdan góðir kostir í miðja vörnina. Ef Pólland spilar með fjögurra manna varnarlínu mun hægri bak- varðarstaðan tilheyra Lukasz Piszc- zek og Maciej Rybus mun spila vinstra megin. Piszczek og Rybus geta líka leyst kantbakvarðastöð- urnar í 3-4-3 kerfinu. Miðjan hefur verið ákveðinn haus- verkur fyrir heimsmeistarakeppn- ina. Í mörg ár hefur Pólland skort leikmann sem getur búið til hluti á miðsvæðinu og núna verður Piotr Zielinski að sýna að hann geti veitt samherjum sínum innblástur á þessu stóra sviði. Zielinski getur bæði spilað miðsvæðis með Grzegorz Krychowiak, sem er í láni hjá WBA frá París SG en hefur dalað eftir að hafa staðið sig vel á EM 2016, eða framar á vellinum sem einn af þrem- ur sóknarmönnum fyrir aftan Ro- bert Lewandowski. Nýja kerfið hefur líka þurft að að- lagast skorti á kantmönnum. Kamil Grosicki er alltaf áreiðanlegur þegar hann spilar fyrir landsliðið en annars er úr litlu að moða. Jakub Blaszczy- kowski er nýkominn til baka eftir meiðsli og aðra skortir reynslu til að vera í byrjunarliðinu í Rússlandi. Við fyrstu sýn virðist árangur Pól- lands liggja alfarið á herðum Lewon- dowski, en lykillinn að velgengni á HM gæti verið Arkadiusz Milik. Framherjinn, sem spilar með Na- poli, hefur komið sterkur til baka eftir sín önnur krossbandsslit á ferl- inum og ef hann spilar sinn besta leik aukast möguleikar þeirra um- talsvert. Pólverjar ættu einnig að vera hættulegir í föstum leik- atriðum: þeir skoruðu 12 mörk með þeim hætti í 10 leikjum sem er mest allra liða á HM. Þeir skoruðu einnig fimm sinnum eftir skyndisóknir sem er annar styrkleiki þeirra – aðeins Spánn og Serbía gerðu betur á leið- inni til Rússlands. Líklegt byrjunarlið: Szczesny – Piszc- zek, Glik, Pazdan, Rybus – Blaszczy- kowski, Krychowiak, Zielinski, Grosicki – Milik, Lewandowski. Markverðir: 15 Kamil Glik Mónakó (Fra) ’88 16 Jakub Blaszczykowski Wolfsburg (Þýs) ’85 1 Wojciech Szczesny Juventus (Ít) ’90 18 Bartosz Bereszynski Sampdoria (Ít) ’92 17 Slawomir Peszko Lechia Gdansk ’85 12 Bartosz Bialkowski Ipswich (Eng) ’87 20 Lukasz Piszczek Dortmund (Þýs) ’85 19 Piotr Zielinski Napoli (Ít) ’94 22 Lukasz Fabianski Swansea (Wal) ’85 21 Rafal Kurzawa Gornik Zabrze ’93 Miðjumenn: Varnarmenn: 6 Jacek Góralski Ludogorets (Búl) ’92 Sóknarmenn: 2 Michal Pazdan Legia Varsjá ’87 8 Karol Linetty Sampdoria (Ít) ’95 7 Arkadiusz Milik Napoli (Ít) ’94 3 Artur Jedrzejczyk Legia Varsjá ’87 10 Grzegorz Krychowiak WBA (Eng) ’90 9 Robert Lewandowski Bayern (Þýs) ’88 4 Thiago Cionek SPAL (Ít) ’86 11 Kamil Grosicki Hull (Eng) ’88 14 Lukasz Teodorczyk Anderlecht (Bel) ’91 5 Jan Bednarek Southampton (Eng) ’96 13 Maciej Rybus Lok.Moskva (Rús) ’89 23 Dawid Kownacki Sampdoria (Ít) ’97 Lið Póllands Þjálfari: Adam NawalkaSkora mikið en verjast ekki nógu vel AFP Pólland Robert Lewandowski er fyrirliði Pólverja og markahæsti leikmaðurinn í sögu þeirra með 53 mörk í 94 landsleikjum.  Nawalka þjálfari Pólverja einbeitir sér að því að styrkja varnarlínuna Camilo Manrique V El Tiempo twitter.com/camilomanriquev Kólumbía breytti alfarið um leikkerfi þegar Radamel Falcao meiddist árið 2014. José Pékerman, þjálfari liðsins ákvað að stilla upp í 4-2-3-1 í Brasilíu þar sem liðið fór alla leið í átta liða úr- slit keppninnar. Kólumbíumenn héldu sig áfram við þetta kerfi í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi. Þeir hafa hins vegar stundum stillt upp í 4-3-2-1 þar sem þjálfarinn hefur notast við þrjá sterka miðjumenn. Treystir mikið á bakverðina Liðið treystir mikið á að bakverð- irnir komu boltanum á fremstu menn. Sterkustu leikmenn liðsins, hægra megin á vellinum eru þeir Santiago Arias, bakvörður, og Juan Cuadrado. Margir leikmenn hafa fengið tæki- færi vinstra megin á vellinum en þjálfarinn hefur treyst mest á bak- vörðinn Frank Fabra og Edwin Car- dona. Liðið hefur hins vegar verið í ákveðnum vandræðum líka, sér- staklega varnarlega. Carlos Sánchez er algjör lyk- ilmaður á miðjunni hjá Kólumbíu. Eitt af hans helstu hlutverkum hefur verið að taka sér stöðu á milli mið- varðanna, þegar liðið er að sækja. Pé- kerman hefur oftast stillt Abel Aguil- ar upp á miðjunni með Sánchez, en Aguilar er leikmaður sem getur bæði sótt og varist. Mateus Uribe, Jeffer- son Lerma og Wílmar Barrios koma líka til greina á miðsvæðið með Sánc- hez. James Rodríguez stjórnar sóknarleiknum James Rodríguez er sá leikmaður sem stýrir sóknarleik liðsins. Sókn- arleikur liðsins fer í gegnum hann og þá getur hann unnið leiki upp á sitt eindæmi með einni sendingu eða marki. Leikmaður Bayern München er í frjálsu hlutverki fyrir aftan fram- herjann þótt hann bakki vissulega stundum og hjálpi til við varnarleik- inn. Leikur liðsins snýst að mörgu leyti um hann og ef hann á ekki góðan dag eða verður of þreyttur, þá er lítil ógn í sóknarleiknum. Framherjastaðan hefur flakkað á milli manna síðan árið 2014. Teófilo Gutiérrez leysti stöðuna fyrst en í dag muna fáir eftir honum. Carlos Bacca hefur átt góða leiki og slæma. Falcao hefur snúið aftur og hann er helsti markaskorari liðsins. Ef liðið ætlar sér stóra hluti í Rússlandi þarf Falcao að skora mörkin og það veltur því mikið á því, hvort framherjinn verði í stuði í sumar. Líklegt byrjunarlið: Ospina – Arias, Dávinson Sánchez, Mina, Fabra – Carlos Sánchez, Aguilar – Cuadrado, Rodríguez, Uribe – Falcao. Markverðir: 17 Johan Mojica Girona (Sp) ’92 15 Mateus Uribe América (Mex) ’91 1 David Ospina Arsenal (Eng) ’88 18 Frank Fabra Boca Juniors (Arg) ’91 16 Jefferson Lerma Levante (Sp) ’94 12 Camilo Vargas Deportivo Cali ’89 23 Davinson Sánchez Tottenham (Eng) ’96 20 Juan Quintero River Plate (Arg) ’93 22 José Cuadrado Once Caldas ’85 Miðjumenn: Sóknarmenn: Varnarmenn: 5 Wílmar Barrios Boca Juniors (Arg) ’93 7 Carlos Bacca Villarreal (Sp) ’86 2 Cristián Zapata Milan (Ít) ’86 6 Carlos Sánchez Espanyol (Sp) ’86 9 Radamel Falcao, Mónakó (Fra) ’86 3 Óscar Murillo Pachuca (Mex) ’88 8 Abel Aguilar Deportivo Cali ’89 14 Luis Muriel Sevilla (Sp) ’91 4 Santiago Arias PSV (Holl) ’92 10 James Rodríguez Bayern (Þýs) ’91 19 Miguel Borja Palmeiras (Bra) ’93 13 Yerry Mina Barcelona (Sp) ’94 11 Juan Cuadrado Juventus (Ít) ’88 21 José Izquierdo Brighton (Eng) ’92 Lið Kólumbíu Þjálfari: José Pékerman ArgentínuFalcao og James þurfa að spila vel AFP Kólumbía James Rodríguez og Radamel Falcao ræða málin við José Pékerman þjálfara kólumbíska liðsins.  Leikur Kólumbíumanna snýst að miklu leyti í kringum James Rodríguez

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.