Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 31

Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 31 H-riðill SENEGAL H-riðill JAPAN Salif Diallo APS www.aps.sn Þrátt fyrir að hafa komið Senegal á HM í fyrsta sinn í sextán ár og í ann- að sinn í sögu landsins var Aliou Cissé, þjálfari liðsins, talsvert gagn- rýndur í undankeppninni. Margir blaðamenn, sem og stuðningsmenn landsliðsins, voru ósáttir við þjálf- arann og fannst liðið spila of varn- arsinnaðan fótbolta. Þeim fannst þjálfarinn of íhaldssamur og hrædd- ur við að spila á helstu styrkleikum liðsins. Cissé, sem er fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, hefur hins veg- ar aldrei beðist afsökunar á því að vera varkár. Gagnrýndur fyrir að prófa Það er því ákveðin kaldhæðni fólgin í því að þjálfarinn, sem hefur stýrt liðinu frá árinu 2015, var gagn- rýndur fyrir að reyna nýja hluti í vináttuleikjum í mars. Þjálfarinn ákvað að prófa sig áfram með leik- kerfið 3-5-2 en stuðningsmönnum fannst hann vera að gera liðið ennþá varnarsinnaðra. Liðið gerði 1:1- jafntefli við Úsbekistan og marka- laust jafntefli við Bosníu og Herse- góvínu og var litið á úrslitin sem vonbrigði. Leikmenn liðsins voru hins vegar ekki sammála því. „Við viljum spila 4-3-3 eða 4-2-3-1 en þjálfarinn vildi prófa sig áfram með þriggja manna varnarlínu,“ sagði besti varnar- maður liðsins, Kalidou Koulibaly, leikmaður Napoli. „Við sýndum góða frammistöðu í leikkerfi sem við er- um ekki vanir að spila.“ Traoré styður gamla félagann Einn af fáum sparkspekingum og fyrrverandi leikmönnum landsliðs- ins sem verja Cisse reglulega er Amara Traoré. Þeir spiluðu ekki bara saman með landsliði Senegal á HM 2002 heldur þekkir hann það vel að stýra landsliðinu en hann var þjálfari Senegal í þrjú ár en lét af störfum árið 2012. Þrátt fyrir það setti Traoré spurningarmerki við frammistöðu liðsins í vináttuleikj- unum. „Leikmennirnir virkuðu ringlaðir inni á vellinum og þeir voru fastari í leikkerfinu 5-3-2 en 3-5-2,“ sagði hann. Umræðan um Cissé hefur breyst mikið frá árinu 2015 þegar almenn- ingur í landinu kallaði eftir því að hann tæki við liðinu af Frakkanum Alain Giresse. Fólk mundi eftir hon- um sem frábærum leiðtoga inni á vellinum og hann stóð sig mjög vel með 23 ára landsliði Senegal sem fór alla leið í átta liða úrslit á Ólympíu- leikunum í London 2012. Cissé hefur aldrei látið undan þrýstingi almenn- ings og það kom því fáum á óvart að hann skyldi hunsa þá gagnrýni sem liðið fékk eftir vináttuleikina í mars. „Þetta er leikkerfi sem hefur verið notað lengi,“ sagði þjálfarinn. „Þetta er ekki nýtt fyrir mér þótt þetta sé nýtt fyrir landsliðið. Ég er sann- færður um að margir leikmenn landsliðsins geti aðlagast þessu leik- kerfi og við munum halda áfram að vinna með það. Margir þjálfarar kjósa að nota kerfið ekki þar sem það tekur langan tíma að fullkomna það. Það þýðir samt ekki að ég muni nota það á heimsmeistaramótinu. Við getum spilað önnur kerfi sem okkur líður vel í.“ Sadio Mané í sókninni Hvað svo sem Cisse gerir í Rúss- landi verður að teljast líklegt að hann muni leggja höfuðáherslu á varnarleikinn og treysta á ein- staklingsgæðin fram á við, sér- staklega Sadio Mané. Með þeirri nálgun í undankeppninni skráði hann sig á spjöld sögunnar og varð fyrsti senegalski þjálfarinn til þess að koma liðinu á stórmót. Stuðnings- menn Senegals krefjast þess að liðið fari að minnsta kosti jafnlangt og það gerði á HM 2002 þegar Frakk- inn Bruno Metsu stýrði liðinu. Fari svo að liðinu takist ekki að komast upp úr riðlinum verður að teljast lík- legt að Cissé hætti. Sér í lagi ef spilamennska liðsins í riðlakeppn- inni verður ekki góð. Líklegt byrjunarlið: A. Diallo – Sabaly, Koulibaly, Sané, Gassama – Kouyaté, Gueye – Sarr, Mané, Baldé – Sakho. Markverðir: 21 Lamine Gassama Adanaspor (Tyr) ’89 Sóknarmenn: 1 Abdoulaye Diallo Rennes (Fra) ’92 22 Moussa Wagué Eupen (Bel) ’98 7 Moussa Sow Bursaspor (Tyr) ’86 16 Khadim N’Diaye Horoya (Gín) ’85 9 Mame Biram Diouf Stoke (Eng) ’87 23 Alfred Gomis SPAL (Ít) ’93 Miðjumenn: 10 Sadio Mané Liverpool (Eng) ’92 5 Idrissa Gana Gueye Everton (Eng) ’89 14 Moussa Konaté Amiens (Fra) ’93 Varnarmenn: 6 Salif Sané Hannover (Þýs) ’90 15 Diafra Sakho Rennes (Fra) ’89 2 Saliou Ciss Valenciennes (Fra) ’89 8 Cheikhou Kouyaté West Ham (Eng) ’89 18 Ismaila Sarr Rennes (Fra) ’98 3 Kalidou Koulibaly Napoli (Ít) ’91 11 Cheikh N’Doye Birmingham (Eng) ’86 19 M’Baye Niang Torino (Ít) ’94 4 Kara Mbodji Anderlecht (Bel) ’89 13 Alfred N’Diaye Wolves (Eng) ’90 20 Keita Baldé Mónakó (Fra) ’95 12 Youssouf Sabaly Bordeaux (Fra) ’93 17 Pape Alioune Ndiaye Stoke (Eng) ’90 Lið Senegal Þjálfari: Aliou CisséÞjálfarinn gagnrýndur harkalega AFP Senegal Sadio Mané framherji Liverpool er lykilmaður í sóknarleik Senegala og þeir treysta á að hann skori mörkin fyrir þá í Rússlandi.  Aliou Cissé, þjálfari Senegal, lætur sér standa á sama og heldur sínu striki Akihiko Kawabata Footballista www.footballista.jp Japan ákvað að láta Vahid Halihod- zic, fyrrverandi þjálfara liðsins, fara í apríl, aðeins tveimur mánuðum áður en HM í Rússlandi hefst. Það er því mjög erfitt að rýna í japanska liðið fyrir heimsmeistaramótið og hvernig þeir munu spila í Rússlandi. Þegar þetta var skrifað þá hafði liðið ekki spilað einn einasta vináttuleik (tapaði síðan 0:2 fyrir Gana á heimavelli), ekki æft og þá hafði enginn leik- mannahópur verið tilkynntur. Jap- anir, sem og greinarhöfundur, áttu því erfitt með að spá fyrir um gengi liðsins og hvað mun gerast í sumar. Kraftaverkið í Miami Hinn 63 ára gamli Akira Nishino var ráðinn á síðustu stundu til þess að fara með Japan á HM. Hann er gamall þjálfari sem hefur mikla reynslu í japönsku 1. deildinni. Þótt ráðning hans hafi komið mörgum á óvart áttu margir von á því að hann myndi taka einhvern tíma við lands- liðinu. Hann gerði Japani að Ólymp- íumeisturum árið 1996 í Atlanta. All- ir leikmenn liðsins voru 23 ára eða yngri og ákvað hann að velja enga eldri leikmenn í hópinn. Liðið vann frábæran sigur gegn sterku liði Brasilíu þar sem þeir Ronaldo, Ro- berto Carlos, Dida voru allir með. Þá voru þeir Rivaldo, Bebeto og Aldair einnig í liðinu sem eldri leikmenn liðsins. Leikurinn gegn Brasilíu er þekktur sem „Kraftaverkið í Miami“ í japönskum sögubókum en Hide- toshi Nakata var magnaður í leikn- um. Vill sækja til sigurs Nishino spilaði mjög þéttan varn- arleik á mótinu þar sem Japanir spiluðu maður á mann vörn. Þegar hann stýrði hins vegar Gamba Osaka á árunum 2002 til 2011 sýndi hann á sér allt aðrar hliðar og hafði sókn- arleikinn í fyrirrúmi. Liðið vann sinn fyrsta deildartitil í sögunni árið 2005 þar sem það sótti til sigurs í öllum leikjum sem það spilaði. Þá vann liðið einnig asísku meistaradeildina undir hans stjórn árið 2008. Liðið mætti Manchester United í heimsmeist- arakeppni félagsliða sama ár og tap- aði 5:3 í skemmtilegum fótboltaleik. Nishino hefur sjálfur sagt að hann vilji spila sóknarsinnaðan fótbolta en ítrekar þá að það þurfi að vera ákveðið leikskipulag í gangi. Hann mun leggja áherslu á þéttan varn- arleik, líkt og í Atlanta 1996, gegn sterkari andstæðingum á HM í sum- ar. Vill ekki banna mönnum neitt Þegar hann tók við liðinu greindi hann frá því að hann vildi spila jap- anskan fótbolta þar sem lögð er áhersla á hraðan fótbolta, hæfni, vinnusemi og úthald. Hann er þjálf- ari sem vill sjá leikmenn sína nýta hæfileika sína til hins ýtrasta. „Ég vil ekki banna leikmönnum mínum neitt inn á vellinum.“ Nishino hefur alltaf lagt áherslu á það að einstaklingarnir fái að blómstra, ólíkt fyrrverandi þjálfara liðsins, Halihodzic, sem krafðist mik- ils aga frá leikmönnum liðsins. Það má því gera ráð fyrir því að sókn- armenn japanska liðsins fái meira frjálsræði í sóknarleiknum. Þetta gæti reynst helstu styrkleikar jap- anska liðsins, þegar á hólminn er komið, en jafnframt þeirra stærsti veikleiki líka. Líklegt byrjunarlið: Kawashima – Yoshida, Hasebe, Makino – Haraguchi, Oshima, Yamaguchi, Nagatomo – Okazaki, Osako, Kagawa. Markverðir: 19 Hiroki Sakai Marseille (Fra) ’90 11 Tahashi Usami Düsseldorf (Þýs) ’92 1 Eiji Kawashima Metz (Fra) ’83 20 Tomoaki Makino Urawa ’87 14 Takashi Inui Eibar (Sp) ’88 12 Masaaki Higashiguchi Gamba ’86 21 Gotoku Sakai Hamburger (Þýs) ’91 16 Hotaru Yamaguchi Cerezo ’90 23 Kosuke Nakamura Kashiwa ’95 22 Maya Yoshida Southampton (Eng) ’88 17 Makoto Hasebe E.Frankfurt (Þýs) ’84 18 Ryota Oshima Kawasaki ’93 Varnarmenn: Miðjumenn: 2 Naomichi Ueda Kashima ’94 4 Keisuke Honda Pachuca (Mex) ’86 Sóknarmenn: 3 Gen Shoji Kashima ’92 7 Gaku Shibasaki Getafe (Sp) ’92 9 Shinji Okazaki Leicester (Eng) ’86 5 Yuto Nagatomo Galatasaray (Tyr) ’86 8 Genki Haraguchi Düsseldorf (Þýs) ’91 13 Yoshinori Muto Mainz (Þýs) ’92 6 Wataru Endo Urawa ’93 10 Shinji Kagawa Dortmund (Þýs) ’89 15 Yuya Osako Köln (Þýs) ’90 Lið Japans Þjálfari: Akira NishinoMeiri sóknar- leikur hjá nýj- um þjálfara AFP Japan Shinji Okazaki frá Leicester er þriðji markahæsti og fjórði leikja- hæsti landsliðsmaður Japan frá upphafi með 50 mörk í 112 leikjum.  Akira Nishino tók við liði Japans í apríl og vill spila japanskan fótbolta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.