Morgunblaðið - 27.06.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Úrskurður Karólínska jákvæður
Allir þurfa að halda vísindalega ráðvendni í heiðri Heiðarleiki kjarninn í vísindum Tómas og
háskólinn hljóta að skoða stöðuna Vikið frá viðurkenndum viðmiðum og reglum Skorti á heilindi
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Frá sjónarhóli vísindasiðfræði þá
finnst mér úrskurður rektors Karól-
ínska sjúkrahússins mjög mikilvæg-
ur og jákvæður í þeirri merkingu að
hann er til þess fallinn að auka traust
á vísindarannsóknum,“ segir Sólveig
Anna Bóasdóttir, formaður vísinda-
siðanefndar Háskóla Íslands sem
jafnframt er prófessor í guðfræði-
legri siðfræði við Guðfræði- og
trúarbragðafræðideild skólans.
Hún segir úrskurðinn undirstrika
það að í vísindarannsóknum sé farið
eftir ófrávíkjanlegum reglum sem
byggjast á ákveðnum gildum. Sól-
veig Anna segir
að vísindasiða-
reglur í heiminum
séu alþjóðlegar en
ekki staðbundnar.
Þær séu vel
þekktar og viður-
kenndar. Úr-
skurðurinn í
fyrradag ítreki að
enginn geti snið-
gengið reglurnar
um vísindalega ráðvendni.
„Úrskurðurinn fjallar ekki um að
öllum geti orðið á heldur er þarna
um að ræða að vikið er frá viður-
kenndum viðmiðum og reglum vís-
indarannsókna. Heilindi eða ráð-
vendni er það sem á skortir,“ segir
Sólveig Anna og bendir á að kjarninn
í vísindum sé heiðarleiki. Samfélagið
verði að geta treyst heiðarleika vís-
indamanna, þolendurnir séu ekki
bara sjúklingarnir í þessu tilviki,
sem sé nógu slæmt út af fyrir sig,
heldur samfélagið allt.
Þarf að hugleiða stöðuna
„Það hlýtur að vera gríðarlegt
áfall fyrir Tómas Guðbjartsson að
vera gerður ábyrgur fyrir vísinda-
legu misferli. Hann er starfandi við
Háskóla Íslands og skólinn hlýtur að
þurfa að hugleiða stöðuna með hon-
um. Vísindasiðanefnd Háskólans
hefur ekkert umboð til þess að vera
með dómsvald í slíkum málum. Við
erum rektor til ráðuneytis og sinnum
ákveðinni vinnu sem felst í að gefa
umsögn um rannsóknaráætlanir,“
segir Sólveig Anna. Hún þekkir ekki
til þess að fræðimenn á Íslandi hafi
áður fengið úrskurð um vísindalegt
misferli. Hins vegar hafi komið fram
í málstofu um vísindasiðferði sem
Háskóli Íslands hélt í júní sl. að mis-
ferli í vísindum væri algengara en
nokkurn hefði órað fyrir.
„Háskóli Íslands hefur sett sér
vísindasiðareglur sem mikilvægt er
að kynna sem allra best innan há-
skólasamfélagsins. Reglurnar leggja
grunn að góðum rannsóknum,“ segir
Sólveig Anna.
Tómas ósáttur við úrskurðinn
Tómas Guðbjartsson hjartaskurð-
læknir setti færslu á fésbókarsíðu
sína í gær þar sem hann lýsir yfir
óánægju sinni með aðdraganda og
niðurstöðu rektors Karólínska
sjúkrahússins um að hann hafi ásamt
sex öðrum vísvitandi haft rangt við í
vísindagrein sem birtist í Lancet í
nóvember 2011. Tómas segir að hann
hafi farið sjálfviljugur í ítarleg viðtöl
síðastliðin fimm ár til þess að varpa
ljósi á málið en verið svikinn um að fá
að hitta rannsakendur sænsku siða-
nefndarinnar. Ekki hefur náðst í for-
svarsmenn Landspítalans vegna
málsins síðastliðna tvo daga.
Sólveig Anna
Bóasdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Það þarf að skoða það almennt hvort
verið sé með sanngjarna nálgun, ég
vil að tækifærin séu til staðar fyrir þá
sem eru með iðn- og starfsmenntun,“
segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið, sem hafði samband við
hana til að fá úr því skorið hvort stúd-
entspróf hefði meira vægi en iðnnám
við mat á umsóknum nemenda, eins
og t.d. í lögregludeild Háskólans á
Akureyri.
Ráðherra kvaðst ekki geta tjáð sig
um einstök mál, þar sem ráðuneyti
hennar gæti þurft að úrskurða í
kærumálum.
Varðandi mat á
prófgráðum og
starfsreynslu
umsækjenda,
segir Lilja að
skólarnir hafi
ákveðið sjálf-
stæði við að meta
það, en þeir þurfi
jafnframt að fara
eftir lögum og
reglum sem Al-
þingi og framkvæmdavaldið setja.
„Lög og reglur eiga að auðvelda
fólki að finna sína fjöl í menntakerf-
inu, ekki að hindra það,“ segir Lilja og
bætir við að iðn- og verknám skipti
mjög miklu máli upp á framtíðina.
Undirbúningur menntastefnu til árs-
ins 2030 taki mið af því.
„Við erum á fleygiferð inn í framtíð
þar sem eru að eiga sér stað miklar
breytingar og þar er þörf fyrir fjöl-
breytta menntun. Ef við þurfum að
breyta reglum til að vera samkeppn-
ishæf, þá gerum við það,“ segir Lilja,
en Ísland skeri sig úr því einungis
32% nemenda á framhaldsskólastigi
séu í iðnnámi á móti nálægt 50% í öðr-
um Evrópuríkjum. „Ég fagna því að
innritun nemenda í verk- og starfs-
námsbrautir framhaldsskólanna hef-
ur aukist um 33% frá í fyrra, en verið
er að bæta aðgengi og styrkja um-
gjörð þesskonar náms.“
Lilja vill að tækifærin séu
til staðar fyrir iðnmenntaða
Lög og reglur eigi ekki að hindra fólk í að mennta sig
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
23 ljósmæður hafa sagt upp störfum
hjá Landspítalanum síðan kjaradeila
þeirra við ríkið hófst og miklar líkur
eru á að ljósmæður fari í verkfall um
miðjan júlí. Ljósmæður funduðu í
gær með forsætisráðherra og sagði
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður
samninganefndar ljósmæðra, í sam-
tali við RÚV að þar hefði komið fram
mikill vilji félagsfólks til að boða yfir-
vinnuverkfall. Fyrr í kjaradeilunni
hafði Vísir eftir Áslaugu Valsdóttur,
formanni Ljósmæðrafélags Íslands,
að verkfall væri í raun gagnslaust
vopn í höndum ljósmæðra þar sem
það væri alltaf neyðarmönnun til
staðar og því fyndi enginn fyrir verk-
fallinu nema ljósmæðurnar sjálfar.
Verkfall lausn
á kjaradeilu?
Þeir borgarbúar sem áttu leið um Austurvöll í
gær ráku margir hverjir upp stór augu þegar
þeir sáu hvítar verur á ferli framan við
Alþingishúsið. Þar var á ferðinni götuleikhús
Hins hússins sem stóð fyrir gjörningi undir
stjórn listamannsins Mushimaru Fujieda.
Hann er japanskur dansari, leikstjóri, rithöf-
undur og danshöfundur og þekktur butoh-
dansari.
Hvítar verur á Austurvelli
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja
manna gegn 365 miðlum ehf. og fjór-
um fréttamönnum þeirra vegna um-
fjöllunar um Hlíðamálið svokallaða.
Málið varðar umfjöllun fréttamiðla
365 um ætluð kynferðisbrot mann-
anna tveggja gegn tveimur konum
sem áttu að hafa verið framin í októ-
ber 2015. Mál mannanna voru rann-
sökuð en þau síðan felld niður.
Fréttamennirnir sem um ræðir eru
þau Nadine Guðrún Yaghi, Heimir
Már Pétursson, Stefán Rafn Sigur-
björnsson og Þórhildur Þorkels-
dóttir. Öll voru þau dæmd í héraðs-
dómi til að greiða mönnunum bætur.
Staðfesti dóm
í Hlíðamálinu