Morgunblaðið - 27.06.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna
mun ræða mál Hjartar Hjartarsonar,
íþróttafrétta-
manns hjá Sýn, en
Hjörtur var send-
ur heim af heims-
meistaramótinu í
Rússlandi vegna
óæskilegrar hegð-
unar um síðustu
helgi. Þetta segir
Eiríkur Stefán Ás-
geirsson, formað-
ur, í samtali við
Morgunblaðið.
Hjörtur hefur verið meðlimur í Sam-
tökum íþróttafréttamanna frá 2015.
Stór hluti stéttarinnar erlendis
„Við erum ekki búin að ræða þetta
tiltekna mál og ástæðan er sú að stór
hluti stéttarinnar, og þar með stór hluti
af stjórn samtakanna, er úti í Rúss-
landi við störf í tengslum við heims-
meistaramótið í knattspyrnu,“ sagði
Eiríkur í samtali við Morgunblaðið í
gær, en vildi ekki ræða um nánari efn-
isþætti málsins að sinni. Málið verði
rætt eins fljótt og auðið er eftir að fé-
lagsmenn SÍ snúa heim frá Rússlandi.
Hjörtur Hjartarson íþróttafrétta-
maður var, líkt og kom fram á mbl.is á
mánudag, sendur heim frá heims-
meistaramótinu í Rússlandi að beiðni
atvinnurekanda síns, Sýnar. Er Hjört-
ur sagður hafa sýnt af sér óæskilega og
ógnandi hegðun á laugardagskvöld og
á blaðamannafundi daginn eftir. Á
blaðamannafundinum virtist Hjörtur
vera undir áhrifum áfengis, að sögn
viðstaddra. Hann sagði í samtali við
Fréttablaðið á mánudag að hann hefði
ekki drukkið á degi blaðamannafund-
arins, en hefði hins vegar drukkið
kvöldið áður.
Gömul veikindi tóku sig upp, sem
hann hafði náð að halda í skefjum í
rúmlega fjögur ár, sagði Hjörtur við
Fréttablaðið. „Ég gleymdi mér í þess-
ari stöðugu baráttu við áfengissjúk-
dóminn og fékk það harkalega í bakið,“
sagði Hjörtur að auki. Fór hann í
áfengismeðferð á Vogi árið 2014 eftir
að hafa verið sendur í leyfi frá Stöð 2
eftir að hafa veist að samstarfsmanni
sínum. Árið 2012 var Hirti vikið frá
RÚV í kjölfar þess að Edda Sif Páls-
dóttir, þá- og núverandi íþróttafrétta-
kona á RÚV, kærði hann fyrir líkams-
árás. Kæran féll niður eftir að þau
náðu sáttum.
Munu taka mál
Hjartar til um-
ræðu fljótlega
Tækifæri hefur ekki gefist vegna HM
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
Aron Þórður Albertsson
Guðrún Erlingsdóttir
„Mér finnst tímasetningin sérstök
enda komu engin slík sjónarmið fram á
þeim tíma sem unnið var að ramma-
áætlun,“ segir Bergþór Ólason, for-
maður umhverfis- og samgöngunefnd-
ar, um tillögu Náttúrustofnunar
Íslands um friðlýsingu á svæðinu þar
sem Hvalárvirkjun á að rísa, en tillag-
an var birt í fyrradag. Þar leggur
stofnunin til að um 1.281 ferkílómetra
svæði, sem nær frá suðurmörkum frið-
landsins á Hornströndum og suður um
Ófeigsfjarðarheiði, verði friðlýst. Þá er
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, um-
hverfis- og auðlindaráðherra, hvattur
til þess að leggja nýja náttúruminja-
skrá fyrir Alþingi um leið og þinghald
hefst í haust. Verði Guðmundur Ingi
við tillögunni er ljóst að framkvæmdir
vegna virkjunarinnar eru í hættu.
Bergþór segir að tillagan komi tölu-
vert á óvart og hún kalli á sérstaka
skoðun í umhverfis- og samgöngu-
nefnd sem fyrst. „Þetta er eitthvað
sem þarf að skoða mjög vel á næst-
unni,“ segir Bergþór og bætir við að
næsti fundur í nefndinni hafi ekki verið
tímasettur en hann ráðgeri að það
verði fyrr en síðar.
Aðalskipulagi á svæðinu breytt
Í gær staðfesti Skipulagsstofnun
breytingu á aðalskipulagi Árnes-
hrepps í tengslum við undirbúnings-
framkvæmdir fyrrgreindrar Hvalár-
virkjunar. Þetta kom fram í frétt á vef
Skipulagsstofnunar í gær.
Þar segir ennfremur að í aðalskipu-
lagsbreytinguna hafi verið sett ákvæði
um að halda vegaframkvæmdum um
fyrirhugað virkjanasvæði, sem er á
óbyggðu víðerni, í algjöru lágmarki og
að vegagerð verði sleppt þar sem
mögulegt er.
Sett eru ákvæði um að vinnuvegir
skerði ekki vistgerðir eða jarðminjar
sem njóta verndar samkvæmt lögum
um náttúruvernd. Þá skuli lagning
vinnuvega á svæðum þar sem ekki
hafa verið skráðar eða mældar forn-
minjar vera undir eftirliti fornleifa-
fræðings.
Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar á
málinu kemur fram að verði fallið frá
virkjanaáformum skuli vegir fjarlægð-
ir og önnur ummerki af mannavöldum
afmáð eins vel og mögulegt er. Þá eru
einnig sett ákvæði um vinnulag við
efnistöku og frágang efnistökusvæða.
Verði af framkvæmdunum líkt og
óbreyttar forsendur gera ráð fyrir
skulu starfsmannabúðir og önnur
mannvirki fjarlægð að framvæmdum
loknum að því er fram kemur í af-
greiðslunni. Svæðið skuli vera sem lík-
ast því sem það var áður en fram-
kvæmdir hófust.
Rammaáætlun ekki breytt
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Ár-
neshrepps, segir tillögu Náttúrufræði-
stofnunar ekki valda sér hugarangri.
„Ég hef engar áhyggjur af einum
þætti sem varðar Hvalárvirkjun, ekki
neinar, auk þess sem ráðherra lýsti því
yfir í útvarpi í gær að rammaáætlun
yrði ekki breytt.“
Furðar sig á tillögu um friðlýsingu
Boðað til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd á næstunni vegna friðlýsingartillögu á svæði þar
sem Hvalárvirkjun á að rísa Aðalskipulagi Árneshrepps breytt í tengslum við framkvæmdirnar
Morgunblaðið/RAX
Ófeigsfjarðarheiði Til stendur að virkja á svæðinu í grennd við heiðina.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Starfsleyfi rannsóknarskipsins Seabed Worker hefur
verið framlengt til og með 10. júlí nk. Þetta kemur fram í
skriflegu svari frá Umhverfisstofnun til Morgunblaðsins.
Seabed Worker kom inn í efnahagslögsögu Íslands í síð-
ustu viku og hefur verið við leit að verðmætum í flaki
þýska flutningaskipsins SS Minden sem sökk 24. júní
1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga. Skipið er
á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Servi-
ces, en vonir eru bundnar við að hægt verði að finna gull
eða aðra verðmæta málma um borð í skipsflakinu.
Upphaflega kom Seabed Worker hingað til lands
fyrir ári en það hefur nú snúið hingað að nýju. Starfsleyfi
skipsins var nýútrunnið og hafði áhöfn skipsins starfað á
undanþágu frá umhverfisráðuneytinu undanfarna daga,
en undanþágan var veitt til 72 klukkustunda. Nú er hins-
vegar ljóst að starfsleyfið hefur verið framlengt um tvær
vikur. Morgunblaðið sendi Umhverfisstofnun fyrirspurn
um framgang leitarinnar og hvort breska fyrirtækinu
hefði orðið ágengt í leit sinni að verðmætum. Í svarinu
kom fram að stofnuninni hefðu ekki borist fregnir af
framgangi leitarinnar og gæti því ekki fullyrt hvort eitt-
hvað hefði fundist.
Verðmætaleitin heldur áfram
næstu tvær vikur hið minnsta
Starfsleyfi Seabed Worker framlengt til 10. júlí nk.
Ljósmynd/ShipSpotting.com
Rannsóknarskip Leiðangur leitar verðmæta við landið.
Flugfreyjur og
flugþjónar hjá
Icelandair eru í
sumar um 1.300,
sem er fjölgun
um rúmlega 200
frá því sem var á
sama tíma í fyrra.
Eins og fram kom
í Morgunblaðinu í
síðustu viku voru
64 flugmenn sér-
staklega ráðnir til starfa hjá félaginu
fyrir sumarið, sem er metfjöldi, en
að þeim meðtöldum munu um 500
flugmenn starfa hjá félaginu í vetur.
Þessi fjölgun starfsmanna í háloft-
unum stafar að sögn Guðjón Arn-
grímssonar, samskiptastjóra Ice-
landair, af umfangsmeiri
vetraráætlun en áður. Fjölgun flug-
manna er einnig vegna stóraukinnar
þjálfunar í tengslum við komu sex
Boeing 737 Max-þota næsta vor. Ice-
landair flýgur til 33 áfangastaða í
vetur en þeir voru 27 síðasta vetur.
Tíðni ferða til margra áfangastað-
anna verður einnig aukin. Fjöldi far-
þega Icelandair í maí nam 367 þús-
undum og fjölgaði þeim um 10%
miðað við maí í fyrra. Sætaframboð
jókst um 15% og sætanýting var
77,7% samanborið við 81,2% í maí í
fyrra.
Flugfreyjur og flug-
þjónar nú 200 fleiri
Icelandair Störf-
um fjölgar mikið.