Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
27. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.57 108.09 107.83
Sterlingspund 142.32 143.02 142.67
Kanadadalur 80.72 81.2 80.96
Dönsk króna 16.834 16.932 16.883
Norsk króna 13.233 13.311 13.272
Sænsk króna 12.125 12.197 12.161
Svissn. franki 108.67 109.27 108.97
Japanskt jen 0.9804 0.9862 0.9833
SDR 151.65 152.55 152.1
Evra 125.45 126.15 125.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 154.87
Hrávöruverð
Gull 1269.8 ($/únsa)
Ál 2165.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.8 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Flest félög, að
Sjóvá undanskildu,
lækkuðu í Kauphöll
Íslands í gær. Mest
lækkaði gengi
hlutabréfa í Arion
banka, eða um
tæplega 4% í lið-
lega 250 milljóna
króna viðskiptum.
Gengi hlutabréfa bankans í lok dags
stóð í 82,6 krónum á hlut.
Hlutabréf í Eik fasteignafélagi lækk-
uðu um 1,8% í 27 milljóna króna við-
skiptum og gengi bréfa Eimskips lækk-
aði um 1,4% í 127 milljóna króna
viðskiptum. Mesta veltan var með bréf
í Marel, fyrir 990 milljónir króna, og
lækkaði gengi hlutabréfanna um 0,4%.
Sjóvá var eina félagið sem hækkaði lít-
illega og fór gengi hlutabréfa félagsins
upp um 0,18% í gær.
Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði
um 0,65% í gær en hún hefur hækkað
um 5,7% frá áramótum.
Hlutabréf lækkuðu í
Kauphöllinni í gær
Markaður Hluta-
bréf lækkuðu í gær.
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
„Minna selst af útimálningu þessa
dagana en í þurrara veðurfari, en
við heyrum það líka frá okkar við-
skiptavinum og málurum að það
hefur verið erfitt hjá þeim. Það
vantar nokkra þurra daga í röð svo
hægt sé að fara í þessi stóru úti-
málningarverkefni,“ segir Árni Stef-
ánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
Líkt og íbúar á höfuðborgar-
svæðinu hafa tekið eftir stendur
veðrið í byrjun sumars ekki undir
væntingum. Þegar sumar er vætu-
samt og sólarstundirnar fáar, þá
hefur það óneitanlega áhrif á sölu á
ýmsum varningi. Útimálning, garð-
húsgögn og sumarblóm fá að víkja
fyrir regnfatnaði og ýmsum útivist-
arvörum.
Árni segir að vissulega hafi rign-
ing áhrif á sölu á garðhúsgögnum
og að í maí hafi sala á sumarblóm-
um verið minni en oft áður, en salan
hafi í raun færst að mestu leyti yfir
á júnímánuð. „Sumarið hefur nátt-
úrlega farið hægar af stað í sölu á
þessum vörum sem fólk notar í
garðana sína almennt. En sala á
sólblómum hefur aukist núna í júní,
en Húsasmiðjan rekur einnig versl-
anir Blómavals.“
Sigríður Unnur Jónsdóttir, vöru-
og markaðsstjóri Bauhaus, tekur í
svipaðan streng. „Það er helst
málning og pallaolía sem selst illa
hjá okkur. Fólk er náttúrlega ekki
að bera á hjá sér eða mála í þessari
vætutíð. Annars hefur gengið mjög
vel almennt séð, við komum vel
undirbúin í þetta sumar.“
Minni umferð í slæmu veðri
„Því er ekki að neita að sumar-
veðrið spilar inn í umferð í versl-
unum okkar,“ segir Árni. „Þá daga
sem sólin hefur látið sjá sig hafa
búðirnar yfirleitt fyllst.“ Sigríður er
á sama máli. „Við sjáum stundum
smá sveiflur þegar það er alveg
hundleiðinlegt veður, líkt og í lok
maí. Þá er fólk ekkert að drífa sig
út í búð. En heilt yfir hefur þetta
verið nokkuð stöðug umferð hér hjá
okkur.“
Aðspurður hvaða vörur séu að
seljast vel í sumar segir Árni að
vinnufatnaður hafi selst mjög vel,
þá sérstaklega regnfatnaður.
„Reyndar hefur einnig verið mjög
góð sala á tjöldum og útivistarvör-
um, en þar eru margar vörur sem
eru langt komnar í birgðum hjá
okkur.“
HM-áhrif í grillsölu
Árni segir að grillsala Húsa-
smiðjunnar hafi verið frábær í sum-
ar og að margar tegundir grilla hjá
þeim séu uppseldar. „Ég velti fyrir
mér hvort þetta sé stemningin fyrir
HM eða slíkt, en það hefur verið
frábær sala á grillum hjá okkur.
Við vorum að fá aukasendingu af
grillum að utan sem við þurftum að
bæta við hjá okkur.“
Sigríður hjá Bauhaus segir grill-
sölu hjá þeim einnig hafa gengið
mjög vel en þau fengu grillin afhent
fyrr en venjulega. „Sala frá páskum
hefur verið rosalega góð og fólk
hefur ekki látið veðrið stoppa sig í
því að grilla. Það eru alveg pottþétt
einhver HM-áhrif þar líka.“
Rysjótt veðurfar í sumar
hefur áhrif á vörusölu
Morgunblaðið/Eggert
Sumar Sundföt hafa vikið fyrir regnfötum, en Húsasmiðjan hefur selt mikið af ýmsum hlífðarfatnaði í sumar.
Sól og sumar
» Bæði Bauhaus og Húsa-
smiðjan segja að vont veður
hafi töluverð áhrif á umferð í
verslununum.
» Mikið er að gera á góðviðris-
dögum, segir Árni Stefánsson,
forstjóri Húsasmiðjunnar.
» Tjöld og útivistarvörur selj-
ast vel í Húsasmiðjunni, sem
kemur forstjóranum á óvart.
Útimálning og sumarblóm seljast illa í sumarbyrjun, en grill rokseljast
Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu hafði nú í maí síðastliðnum
hækkað um 7,2% frá maí 2017, að því
er fram kemur í Hagsjá Hagfræði-
deildar Landsbankans. Á sama tíma
hefur, eins og segir í Hagsjánni,
verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu
einungis hækkað um 2,9%.
Í Hagsjánni er litið nokkur ár aft-
ur í tímann og segir að breytingar á
leigu- og kaupverði fjölbýlis á höfuð-
borgarsvæðinu hafi fylgst nokkuð
náið að allt frá árinu 2011 þegar far-
ið var að birta vísitölu leiguverðs.
„Um mitt sumar 2015 mældist tölu-
verð lækkun á húsaleigu þannig að
vísitala leiguverðs dróst töluvert aft-
ur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því
dró heldur í sundur með þróun
kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í
fyrra þegar verulega dró úr hækk-
unum kaupverðs,“ segir í Hagsjánni.
Síðan hefur dregið saman með
þessum stærðum og leiguverð
hækkað töluvert meira en kaupverð
íbúða.
Hæsta leiguverð í Reykjavík
Einnig segir í Hagsjánni að hæsta
leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúð-
ir á landinu sé í austurhluta Reykja-
víkur og hæsta verðið fyrir 3ja her-
bergja íbúðir sé í vesturhluta
Reykjavíkur. „Mesta breyting á
leiguverði á þessum tíma er 26%
hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vest-
urhluta Reykjavíkur og þar á eftir
koma 3ja herbergja íbúðir í austur-
hluta Reykjavíkur. Minnstu breyt-
ingarnar eru 7% lækkun á stærstu
íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði
og um 5% hækkun á 3ja herbergja
íbúðum í Breiðholti.“
tobj@mbl.is
Leiga Það kostar sitt að leigja íbúð í
vesturhluta Reykjavíkurborgar.
Leiga hækkar
um 7,3% milli ára
Kaupverð hækk-
ar mun minna
Morgunblaðið/Ómar
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið