Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Hljómskálagarðurinn Sýnt var frá leik Íslands og Króatíu í garðinum í gær. Starfsmaður gerði almenningssalernið klárt fyrir gestina. Kristinn Magnússon Víða um heim hrannast óveðursskýin upp. Breytingar verða sífellt örari. Atburðir öðrum megin á hnett- inum hafa beinar af- leiðingar hinum meg- in. Þá er gott að vita að norræn samvinna stendur styrk. Ekki er annað hægt en hrífast af árangri Íslands á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Ég vil taka það fram að níu leikmenn í landsliðinu hafa spilað í Svíþjóð og er velgengni liðsins einn- ig fagnaðarefni fyrir okkur Svía. Í ár er haldið upp á hundrað ára full- veldisafmæli Íslands og það gleður mig að fá tækifæri til að heimsækja landið í boði Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar utanríkisráðherra. Ég vil byggja áfram á því trausti og þeim gagnkvæma áhuga sem skapaðist þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti heimsótti Sví- þjóð í janúar. Heimsóknin var mikilvægt tákn og vegvísir að því hvernig hin nánu tengsl Íslands og Svíþjóðar geta eflst og þróast. Viðskipti og fjárfestingar á milli landa okkar eru dæmi um hvernig við eflum tengslin. Í dag tek ég þátt í að vígja nýstárlega jarðvarma- orkuveitu á Flúðum, sem er sam- starfsverkefni sænska fyrirtækisins Climeon og Varmaorku á Íslandi. Orkuverið er afsprengi stærsta við- skiptasamnings Svía á Íslandi um árabil, andvirði 300 milljóna sænskra króna. Verslanakeðjan H&M opnaði tvær fyrstu verslanir sínar á Íslandi í fyrra og íslensk fyrirtæki eru líka starfandi í Sví- þjóð, nefna má Adv- ania, Össur og Serr- ano. Vígsla jarðvarma- orkuveitunnar á Flúð- um er einnig sönnun þess að við erum á sömu metnaðarfullu leiðinni hvað loftslags- markmið varðar. Ís- land hefur sett sér það markmið að verða kol- efnisjafnað árið 2040. Um síðustu áramót tóku gildi lög í Svíþjóð sem hafa að markmiði að landið verði hætt að losa gróðurhúsaloftteg- undir umfram jöfnun út í andrúms- loftið árið 2045. Þann 29. maí sl. ályktuðu ráð- herrar húsnæðismála á Norður- löndum um sameiginlega yfirlýs- ingu sem hefur það að markmiði að samræma byggingareglugerðir og samstarf yfirvalda á Norður- löndum. Eitt takmarkið er að minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda. Því markmiði verður til dæmis náð með því að nota í ríkari mæli umhverfisvæn efni á borð við timbur. Vonir standa til þess að þetta auki samvinnu landanna og leiði til gagnkvæmra fjárfestinga í byggingariðnaði. Á viðsjárverðum tímum þegar heimsskipulagi er storkað er mikil- vægt að Svíþjóð og Ísland, sem eru lítil lönd sem reiða sig á utanríkis- verslun, stuðli að frjálsum við- skiptum, traustum alþjóðlegum reglum og virkum evrópskum innri markaði. Vegna þessa ættu Ísland og Sví- þjóð að efla samvinnu sín á milli og nýta sér styrk sinn og aðild að hlið- stæðum en gagnvirkum alþjóð- legum samstarfsverkefnum, Ísland sem aðili að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) og Svíþjóð sem aðili að Evrópusambandinu. Málið snýst ekki eingöngu um viðskipti. Það snýst um sameiginlegar skuldbind- ingar er varða sameiginlega hags- muni og áskoranir okkar Evrópu- búa. Ég mun af miklum áhuga reyna að skynja hvaða augum Ís- lendingar líta Brexit og kynna mér viðhorfin gagnvart EFTA. Á næsta ári flyst formennska fjölda svæðisbundinna samstarfs- verkefna frá Svíum til Íslendinga, meðal annars formennska í Nor- rænu ráðherranefndinni. Ég fagna því að forgangsverkefnum Svía verði fram haldið af Íslendingum, ekki síst þróun 5G og tölvuvæð- ingar. Að vera Norðurlandabúi er hluti af sjálfsmynd okkar, en þá sjálfsmynd þurfum við að verja og styðja við. Það getum við gert í dagsins önn með því að vinna sam- an og læra hvert af öðru. Eftir Ann Linde » Í dag tek ég þátt í að vígja nýstárlega jarðvarmaorkuveitu á Flúðum sem er samstarfsverkefni sænska fyrirtækisins Climeon og Varmaorku á Íslandi. Ann Linde Höfundur er Evrópu- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar. Tengsl Íslands og Svíþjóðar styrkjast Venesúela átti að verða draumaríkið – landið þar sem enn einu sinni átti að gera tilraun með sósíalisma. Margir vinstrimenn á Vesturlöndum fylgdust spenntir með enda ekki öll von úti með að loks- ins tækist að hrinda marxískri hug- myndafræði í fram- kvæmd með „réttum“ hætti. Hugo Chavez varð eftirlæti marga menntamanna í Evrópu og Banda- ríkjunum. Á Íslandi töldu sumir að byltingarstjórnarskráin hans væri uppskrift að nýrri stjórnarskrá fyrir Íslendinga. En draumaríki sósíalisma hefur snúist upp í andhverfu sína. Á hverj- um degi lifir almenningur efnahags- lega og pólitíska martröð. Sæluríkið varð aldrei. Fyrirheit marxista voru minna virði en loforð kölska um himnaríki í logum helvítis. Venesúela er í rúst – efnahagslega og pólitískt. Samfélagslegir innviðir hafa verið brotnir niður. Mannrétt- indi eru fótum troðin og hundruð þúsunda hafa flúið land. Nicolás Maduro, lærisveinn og eftirmaður Chavez á forsetastóli, heldur hins vegar ótrauður áfram við að breyta auðugasta landi Suður-Ameríku í það fátækasta. Pyntingar, morð og pólitískir fangar Íbúar Venesúela eru ekki kjánar. Þeir hafa áttað sig á að sæluríkið sem lofað var kemur aldrei. Þegar gagnrýnendur stjórnvalda benda á staðreyndir er þaggað niður í þeim – dagblöðum og ljósvakamiðlum er lokað. Mótmælendur eru handteknir og jafnvel teknir af lífi. Human Rights Watch telur að yfir 340 pólitískir fangar séu í fangelsum lands- ins. Frá apríl til nóv- ember á síðasta ári voru a.m.k. 5.400 hand- teknir vegna mótmæla. Mannréttindaráð Sam- einuðu þjóðanna heldur því fram í nýrri skýrslu að sannanir séu fyrir því að vígasveitir stjórnvalda hafi myrt hundruð óbreyttra borgara á undan- förnum árum. Amnesty International hefur greint frá pynt- ingum og skipulegum ofsóknum gegn stjórnarandstæðingum og bar- áttufólki mannréttinda. Dómskerfið hefur verið eyðilagt. Hæstiréttur er skipaður strengja- brúðum stjórnvalda, sem opin- berlega hafa hafnað hugmyndum um þrískiptingu ríkisvaldsins og sjálf- stæði dómstóla. Dómarar hafa strengt þess heit að tryggja fram- gang pólitískrar stefnu stjórnvalda. Eftir að stjórnarandstæðingar náðu meirihluta á þjóðþinginu í janúar 2016 hefur hæstiréttur dæmt nær allar lagasetningar ólögmætar og gert löggjafarvald þingsins óvirkt. Tilraunaland sósíalista Venesúela er enn eitt tilraunaland sósíalismans þar sem lögmál efna- hagslífsins eru tekin úr sambandi og miðstýring innleidd. Fyrirtæki þjóð- nýtt og byltingarstjórnarskrá inn- leidd. Í grein sem birtist í Þjóð- málum vorið 2016 segir Sigurður Már Jónsson að Hugo Chavez (sem lést árið 2013) hafi verið sérstaklega stoltur af stjórnarskrárbreyting- unum sem gerðar voru árið 1999. Hann bar iðulega á sér litla vasabók með stjórnarskránni og vitnaði til hennar öllum stundum: „Við gerð hennar [stjórnarskrár- innar] naut Chavez aðstoðar klass- ískra marxista eins og ítalska komm- únistans Antonio Negri (f. 1933) sem boðar að kenningar um byltingu og mannlegar framfarir þurfi ekki að vera draumórar einir. Þess má geta að Antonio Negri kom til Íslands sumarið 2009 og hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands. Þar kenndi hann meðal annars að séreignarfyr- irkomulag kapítalismans falli mun verr að hugverkum nútímans en efn- isverkum og það ættu kommúnistar að geta nýtt sér til að fella auðvald- ið.“ Skrif Sigurðar Más eru merkileg þegar aðförin að íslensku stjórnar- skránni er höfð í huga. Síðar í Þjóð- málagreininni segir hann: „Marxistar um allan heim hafa sótt visku til þeirra og hafa reynt að þróa einhverskonar vísi að því sem mætti hugsanlega kalla póstmódern- ískur marxismi. Ekki skiptir síður máli tilraun Negri til að þróa stjórnarskrárvald (e. constituent po- wer) sem meðal annars fól í sér að stjórnlagaþing (constituent eða con- stitutional assembly) setti slíka skrá. Þegar Chavez setti upp slíkt stjórn- lagaþing til að setja nýja stjórnar- skrá þá voru 125 fulltrúar af 131 úr hans eigin flokki. Stjórnarandstaðan átti aðeins 6 fulltrúa.“ Heilbrigðiskerfið hrunið Líkt og efnahagurinn hefur heil- brigðis- og velferðarkerfið hrunið. Samkvæmt upplýsingum Human Rights Watch fjölgaði malaríutil- fellum um 76% milli 2015 og 2016. Ástandið hefur haldið áfram að versna og glímt er við barnaveiki og aðra hættulega sjúkdóma. Ung- barnadauði hefur aukist um 30% og dauðsföllum sængurkvenna hefur fjölgað um 65%. Alvarleg vannæring barna undir fimm ára aldri jókst úr 10,2% í 14,5% milli febrúar og sept- ember á síðasta ári. Allt að 2,6 millj- ónir barna hafa ekki verið bólusett. The Economist greinir frá því að mislingar hafi skotið aftur upp koll- inum og borist hafi tilkynningar um mænusótt. Amnesty International hefur greint frá því að skortur á nauðsyn- legum lyfjum sé 80-90%. Helmingur sjúkrahúsa er óstarfhæfur og heil- brigðisstarfsmönnum hefur fækkað um 50%. Þrátt fyrir þetta þverneita stjórnvöld að glímt sé við skort á lyfj- um og mat. Og þar sem neyðin er engin er allri erlendri neyðaraðstoð hafnað. Mikill skortur er á helstu nauð- synjum í Venesúela. Gjaldmiðill rík- isins er verðlaus, þrátt fyrir að ríkið sitji á einhverjum mestu olíuauð- lindum heimsins. Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn telur að verðbólga verði um 14.000% á þessu ári og verg landsframleiðsla dragist saman um 15%. Á síðustu árum hefur efnahags- lífið verið í stöðugum samdrætti. Samkvæmt eymdarvísitölunni (verðbólga + atvinnuleysi) er staða almennings hvergi verri í heiminum en í Venesúela – raunar miklu verri en í nokkru öðru landi. Vísitalan, sem bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun setti saman, gefur vísbendingu um ástand þjóða ekki síst þegar tek- ist er á við mikla efnahagslega erfið- leika. Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að yfir 1,5 milljónir manns hafi flúið Venesúela til Kólumbíu og annarra nágrannaríkja á síðustu fjórum árum. Sérfræðingar halda því fram að 30-40 þúsund manns taki til fót- anna á hverjum degi og leggi á flótta. Margar ófrískar konur standa frammi fyrir þeim eina kosti að yfir- gefa heimalandið og leita læknis- aðstoðar í Kólumbíu. Frá auðlegð til eymdar Þannig er komið fyrir þjóð sem eitt sinn bar höfuð hátt meðal þjóða. Í könnum sem Chicago-háskóli gerði árið 2006 var þjóðarstolt hvergi meira í heiminum en í Venesúela. En stoltið hverfur þegar óttinn hefur tekið yfirhöndina, barist er við hung- ur og eymd. Þegar sósíalistum mistekst – og þeim hefur alltaf mistekist – herða þeir tökin en slaka ekki á klónni. Það kemur ekki til greina að virkja einka- framtakið og virða eignarréttinn, til að ná efnahagslegri heilsu og bæta þannig lífskjör almennings. Harkan verður aðeins meiri. Miðstýringin er aukin og loks er talið nauðsynlegt að grípa til ofbeldis – pyntinga, morða og hótana. Í kjölfarið fylgir skortur, hungur og eymd – í gömlu Sovétríkj- unum, Norður-Kóreu, Kína og nú síðast í Venesúela. Listinn yfir lönd- in er því miður langur. Samkvæmt Svartbók kommún- ismans (sem fyrst kom út á frönsku árið 1997 og á íslensku árið 2009) féllu hátt í eitt hundrað milljón manna á tuttugustu öld af völdum kommúnismans. Stór hluti fórnar- lambanna féll í hungursneyðum sem voru afleiðing harðstjórnar, miðstýr- ingar og afnáms eignarréttarins. Enginn veit hversu mörg fórnar- lömb sósíalismans í Venesúela verða. Auðugasta landi Suður-Ameríku hef- ur verið umbreytt í nafni sósíalism- ans í ríki eymdarinnar. Enn einu sinni hefur komið í ljós að auðlegð sem náttúran hefur gefið er engin trygging gegn ofríki, ofbeldi, fátækt og hungri. Martröð í sæluríki sósíalista Eftir Óla Björn Kárason »Enginn veit hversu mörg fórnarlömb sósíalismans í Vene- súela verða. Auðugasta landi Suður-Ameríku var umbreytt í nafni sósíalismans í ríki eymdarinnar. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.