Morgunblaðið - 27.06.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018
✝ Guðríður Jón-asdóttir fædd-
ist á Ísafirði 26.
febrúar 1922. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu DAS í
Hafnarfirði 19. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Hólmfríður
Jóhannsdóttir, f. 10.
mars 1890, d. 1.
ágúst 1968, og Jón-
as Jens Guðnason vélstjóri, f. 21.
ágúst 1888, d. 26. janúar 1966.
Hún giftist Magnúsi Guðmunds-
syni húsgagnasmíðameistara 28.
maí 1943. Foreldrar hans voru
Þorgerður Bogadóttir, f. 22.
október 1896, d. 9. apríl 1990, og
Guðmundur Pétursson, kaup-
maður á Ísafirði, f. 18. maí 1892,
d. 7. júní 1990.
Systkini Guðríðar voru: Jó-
hanna, fyrri maður hennar var
Björgvin Egill Pálsson. Hún gift-
ist síðan Bjarna Stefánssyni.
Einar, var ókvæntur. Kristján,
fyrri kona hans var Helga
Magnúsdóttir og seinni kona
Sigurlaug Jónsdóttir. Árni,
eiginkona hans var Guðlaug
ur, sem var kennari, f. 10. sept-
ember 1950, d. 2. október 1996,
fyrri kona hans var Sigrún Þór-
isdóttir en þau skildu barnlaus.
Seinni kona hans var Hallfríður
Hrólfsdóttir, f. 20. desember
1949, og eignuðust þau soninn
Hrólf Erling, f. 14. júlí 1983, þau
skildu. Bogi, fv. útibússtjóri, en
hann kvæntist Sigrúnu Péturs-
dóttur, f. 10. janúar 1950, d. 13.
janúar 2006. Þau eignuðust tvö
börn, Magnús, f. 13. nóvember
1974, og Guðríði Stellu, f. 7. des-
ember 1981. Unnusti Guðríðar
Stellu er Helgi Einar Karlsson, f.
22. nóvember 1980. Dóttir þeirra
er Aníta Rún, f. 16. nóvember
2016.
Skólagangan var hefðbundin
en svo fór hún í Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði. Að skólagöngu
lokinni starfaði hún hjá Kaup-
félagi Ísafjarðar í fjögur ár en
fór þá að vinna hjá Grími rakara
á Ísafirði og hugðist stunda nám
í rakaraiðn en ekkert varð úr
því. Fyrsta póstútibúið í Reykja-
vík var starfrækt í kjallaranum á
Langholtsvegi 62 og hóf hún að
starfa þar. Þegar það pláss varð
of lítið fluttist útibúið en Guð-
ríður fór þá að vinna á aðalpóst-
húsinu og vann þar í 30 ár.
Guðríður starfaði innan Thor-
valdsensfélagsins til margra ára.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kapellu í dag, 27. júní 2018,
klukkan 13.
Björnsdóttir, og
Rannveig, en hún
var gift Arngrími
Guðjónssyni, þau
eru öll látin.
Foreldrar Guð-
ríðar og systkini
fluttust suður. For-
eldrar hennar sett-
ust að í Hveragerði
og þangað fluttu
einnig Kristján,
Árni og Einar, Jó-
hanna bjó í Skerjafirði og Rann-
veig í Kópavogi.
Árið 1943 flytja þau Guðríður
og Magnús til Reykjavíkur og
byggja þeir feðgar Guðmundur,
Magnús og bróðir hans Erlingur
ásamt fleirum húseignina Brá-
vallagötu 16, en þar búa þau
fyrstu árin. Hinn 3. september
1944 eignast þau tvíburana
Reyni og Boga en Bogi lést að-
eins níu daga gamall. Reynir
prentsmiður kvæntist Kolbrúnu
Kristjánsdóttur, f. 17. júní 1933,
en þau skildu barnlaus. Reynir
lést 17. mars 2004.
Þau byggja síðan hús á Lang-
holtsvegi 62 í Reykjavík og þar
fæddust tvíburarnir Guðmund-
Elsku amma mín kvaddi þenn-
an heim í síðustu viku. Hún
amma Gurra eins og ég kallaði
hana var alltaf í uppáhaldi hjá
mér.
Ég á henni mikið að þakka fyr-
ir þátt hennar í þroska mínum á
uppvaxtarárum. Amma Gurra og
afi Maddi studdu foreldra mína í
gegnum súrt og sætt. Þau ekki
bara pössuðu mig þegar ég var
lítill heldur höfðu þau líka gaman
af og skemmtu mér svo að ég
hlakkaði alltaf mikið til að koma í
heimsókn til þeirra á Fornhag-
anum í Vesturbænum. Amma var
trúuð og lét mig þylja faðirvorið
fyrir svefninn. Hún átti stóran
þátt í að rækta hið góða innra
með mér, hlýju og væntumþykju.
Amma og afi áttu fallegt sam-
band og ég leit upp til þeirra. Þau
röbbuðu sín á milli um allt milli
himins og jarðar og ég hlustaði á
rökræður þeirra af aðdáun. Ein-
hverjar fallegustu minningar
mínar frá uppvaxtarárunum eru
af samverustundunum okkar í
bústaðnum í Kjós í Hvalfirði.
Hann reisti afi Maddi með aðstoð
sona sinna.
Svo ræktaði amma garðinn
fyrir utan þannig að mér fannst
bústaðurinn okkar bera af öðrum
bústöðum í nágrenninu. Við fjöl-
skyldan nutum ómældrar ánægju
af þessum vistarverum; lékum,
spiluðum og gleymdum okkur í
fallegri náttúrunni.
Í þessi skipti sem við fórum í
bústaðinn komum við oft við í
Hvammsvíkinni í Hvalfirðinum
og veiddum silung. Í einni minn-
isstæðri ferð fengum við hátt í 20
fiska og þar með kviknaði hjá
mér mikill veiðiáhugi sem hefur
fylgt mér allar götur síðan. Tím-
inn leið og ég byrjaði í Melaskóla
skammt frá Fornhaganum þar
sem afi og amma áttu ennþá
heima.
Ég fékk að koma í heimsókn
eftir skóla og afi leyfði mér að
nota skrifstofuna sína til að læra
heima. Um þetta leyti hófst erfitt
tímabil fyrir ömmu mína þegar
afi veiktist og var lagður inn á
spítala.
Afi náði sér aldrei en amma
hugsaði um hann og lét aldrei bil-
bug á sér finna. Þetta var ekki
allt því á innan við tíu árum þurfti
amma að fylgja afa og tveimur
sonum sínum til grafar.
Oft þegar ég hugsa til ömmu
þá fyllist hugur minn samúð til
hennar blessaðrar ömmu minnar
vegna þessa. Þrátt fyrir þessa
miklu sorg hélt amma sínu striki
og flutti í aðra íbúð á Grandavegi.
Þangað bauð amma mér oft í
kaffi til sín og við spjölluðum um
heima og geima.
Amma mín Gurra var alla tíð
glaðlynd og vel liðin af vinum og
samstarfsfólki á Póstinum þar
sem hún vann. Það var mjög erf-
itt að sjá veikindin ná yfirhönd-
inni undir það síðasta en amma
lifði lengst af góðu lífi. Ég er
stoltur af hugrekki hennar og
þrautseigju.
Ég mun aldrei gleyma góðu
stundunum okkar saman í fjöl-
skylduboðum og yfir jólahátíðirn-
ar.
Elsku amma Gurra, hvíldu í
friði.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hrólfur Erling
Guðmundsson.
Elsku hjartans Gurra frænka
kvaddi þennan heim aðfaranótt
19. júní.
Hún var systir hans pabba og
frá upphafi bernsku minnar
minnist ég gjafmildi hennar og
Guðríður
Jónasdóttir
✝ Arnar Guð-mundsson
fæddist í Bolung-
arvík 1. október
1931. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 20. júní
2018. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðfinna Rannveig
Gísladóttir, f. 8.
janúar 1912, d. 30.
nóvember 1981, og
Guðmundur Ágúst Jakobsson, f.
26. febrúar 1912, d. 20. júní
1985. Systkini Arnars voru:
Valgerður Bára, f. 20. febrúar
1936, d. 17. júlí 2006, Theódór
Jakob, f. 2. ágúst 1944, Soffía, f.
15. október 1948, d. 11. nóv-
ember 2010, og Gíslína, f. 25.
september 1951.
Arnar kvæntist Elsu Unni
Guðmundsdóttur, f. 1934, d. 24.
febrúar 2017, þau skildu.
Þeirra börn eru: 1) Svanhildur,
f. 1955, maki Peter Moldt, f.
ian, f. 2014; Hafþór Breki, f.
1992, maki Ellen Iselin, f. 1987,
sonur þeirra Loki, f. 2017. 5)
Arna Bára, f. 1964, maki Gunn-
ar Thorberg, f. 1960, börn
hennar Cesar Arnar, f. 1984,
sonur hans Ólafur Garðar, f.
2010, Richard, f. 1987, Björn
Árni, f. 1994, og Jóhann Krist-
inn, f. 1996.
Seinni kona Arnars var Sól-
veig Guðrún Kristjánsdóttir, f.
12. desember 1947. Foreldrar
Sólveigar voru Guðrún Hjör-
leifsdóttir, f. 1904, d. 1991 og
Kristján Erlendsson, f. 1896, d.
1973. Dóttir Arnars og Sólveig-
ar er Linda Rós, f. 1983, maki
Kjartan Fossberg Jónsson, f.
1986.
Arnar hóf ungur sjómennsku
í Bolungavík. Eftir að veikjast
af berklum um tvítugt hætti
hann á sjónum og upp frá því
starfaði hann sem sendibílstjóri
í Reykjavík. Lærði hann síðan
prentun og starfaði við þá iðn
um langa hríð. Um 30 ára skeið
gáfu hjónin Arnar og Sólveig
spil fyrir Bridgesamband Ís-
lands.
Útför Arnars fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi í
dag, 27. júní 2018, klukkan 12.
1959, dætur þeirra
Anna Katrine, f.
1984, og Elisabeth,
f. 1986, maki Stef-
an Hausting. 2)
Guðfinna, f. 1956,
maki Bjarni Þór
Tryggvason, f.
1955, börn þeirra
Unnur Ása, f. 1988,
og Jónas Þór, f.
1994. 3) Guðmund-
ur, f. 1959, maki
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, f.
1963, börn þeirra Reynheiður
Þóra, f. 1985, maki Svanur
Þrastarson, f. 1981, börn þeirra
Hafrós Lilja, f. 2013, og Hrafn
Elís, f. 2015; Arnar Jakob, f.
1987, maki Þorgerður Egils-
dóttir, f. 1979, dóttir þeirra er
Sólveig Sigurbjörg, f. 2016. 4)
Hrönn, f. 1961, maki Bergur
Gunnarsson, f. 1959, synir
þeirra Þórður Andri, f. 1983,
maki Elisabeth Bergsson, f.
1979, sonur þeirra Kai Sebast-
Frá er fallin ein sú litríkasta
manneskja sem fetað hefur lífs-
veginn. Arnar Guðmundsson
hóf lífsgöngu sína í Bolungavík
fyrir ríflega 86 árum. Starfs-
ævin var löng, mjólkurpóstur,
kúreki (í Bolungavík – þar sem
ungi maðurinn rak kúna af stað
en þegar úr augsýn var komið
snerust leikar við og kýrin rak
skelfdan piltinn umsvifalaust til
baka), svo sjómennska að bol-
vískum sið.
Arnar veiktist af berklum um
tvítugt og dvaldi um hríð á
Vífilstöðum. Þar var hann um
tíma hafður í einangrun þrátt
fyrir að ekki væri hann lengur
með smitandi berkla. Þegar
honum ofbauð vistin skellti
hann einangrunarskiltinu á
sloppinn og rölti vel merktur
um gangana, starfsfólki og öðr-
um sjúklingum til mikillar
skelfingar. Að þessari baráttu
lokinni hóf hann störf sem
sendibílsstjóri og fór svo í
prentnám í Iðnskólanum og
endaði sem meistari í þeirri iðn.
Arnar og Sólveig hófu rekst-
ur fornbókabúðar og ráku hana
meðan heilsa Arnars leyfði. Um
síðir kom í ljós að berklar höfðu
komið sér fyrir í hryggnum. Við
tóku meðferðir og skurðaðgerð-
ir gegn þeim óboðna gesti og
endaði Arnar í gifsi um allan
bolinn. Þegar hann var orðinn
þreyttur á gifshólknum skutust
þau hjónin út í bílskúr, gripu
hamar og meitil – og af fór gifs-
ið!
Bridgespilarinn Arnar fékk
vinnu við spilagjöf hjá Bridge-
sambandi Íslands. Við það
starfaði gamli maðurinn síðustu
25 ár starfsævinnar er lauk við
83 ára aldur.
Arnar hafði ímugust á spítöl-
um og hjúkrunarstofnunum, fór
aldrei þangað nema fjölskyldan
gerði honum þann óleik að
panta sjúkrabíl til að koma hon-
um undir læknishendur þegar
hjartað sló feilpúst. Hvergi vildi
hann vera annars staðar en í
sófanum sínum, heima með
„Sölku“ sína í kallfæri. Hann
veiktist hastarlega að morgni
18. júní og lauk baráttunni 20.
júní á Borgarspítalanum.
Pabbi saup marga fjöruna og
sagði sjálfur að enginn hefði
spáð sér langlífi – hann varð þó
allra karla elstur í ættinni, kom-
inn á 87. aldursár. Hann var
alla tíð mikill bókaunnandi og
krossgátur voru ráðnar af mikl-
um móð – menn fóru ekki að
tefla við páfann heldur réðu
þeir saman krossgátu! Bridge
var hið eina sanna spil, þótt
Rósinni væru kennd öll þau spil
sem spilaglaður maður hafði
sankað að sér.
Húmoristi var hann mikill.
Útskýrði hann fyrir örverpinu
sínu í hennar fyrstu flugferð
fjögurra ára að fólk fengi
Hvolsvöll í eyrun og var þeirri
trú viðhaldið fram á unglingsár.
Auðvelt reyndist honum að
leysa úr vandanum sem hann
stóð frammi fyrir þegar Rósin
hans krafðist mömmu sinnar
þegar hún var útivinnandi, hann
sagðist vera mamma og lífið
varð gott.
Á tímabili kallaði því örverp-
ið karl föður sinn „mömmu“ en
móður sína „Óla“ – því ekki
tókst að bera nafnið Sólveig
betur fram en svo – og
„mamma“ var pabbi.
Mikill er og verður söknuður-
inn, tómarúmið og missirinn.
Pabbi var þó saddur lífdaga og
tilbúinn að kveðja – sem er ör-
lítil huggun harmi gegn.
Eldrautt sólarlag
og þú kveður.
Djúpir litir regnbogans
þig leiða þína leið.
Kvöldsólin speglast
rósrauð í sænum.
Baráttan er lífsins,
friðurinn þinn.
(KFJ)
Linda Rós Arnarsdóttir.
Arnar
Guðmundsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURÐAR BJÖRGVINS
BJÖRGVINSSONAR,
Eyravegi 5, Selfossi.
Friðsemd Eiríksdóttir og fjölskylda
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum
þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
MAGNÚSAR GUÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
deild L4 á Landakotsspítala fyrir einstaka
alúð og umhyggju.
Þórunn Haraldsdóttir
Bylgja Magnúsdóttir Þórunn Maggy Jonsdóttir
Birta Sól Utley Rebekka Huld Utley
Elskuleg móðir mín, tengdamamma og
amma,
INGIBJÖRG SIGURLAUGSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Túngötu 20, Ísafirði,
lést þriðjudaginn 19. júní. Útförin fer fram
frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 30. júní klukkan 14.
Sigurl. Birgir Ólafsson Þórdís Erla Þórðardóttir
Karen Sigurlaugsdóttir Eysteinn Eiríksson
Birna Sigurlaugsdóttir Jón Lárus Sigurðsson
Hjörtur Leó Guðjónsson Inga Þórs Ingvadóttir
Harpa Hlíf Guðjónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ELLERT INGIBERG BENEDIKTSSON,
Víðigrund 2,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi fimmtudaginn 21. júní. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 28. júní klukkan 13.
Halldóra Guðbjartsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
JÓHANNA GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR,
húsfreyja á Frostastöðum,
andaðist miðvikudaginn 20. júní. Útför
hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 30. júní kl. 13. Jarðsett
verður að Flugumýri. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru
beðnir að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess.
Gísli Magnússon Ólöf Arngrímsdóttir
Þórarinn Magnússon Sara Regína Valdimarsdóttir
Ólafur Magnússon Sigurlína Alexandersdóttir
Guðrún Kristín Magnúsdóttir Gísli Salómonsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR,
Dalbraut 16,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 15. júní. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Brynja Bárðardóttir Rúnar Ásbergsson
Ágústa Bárðardóttir Einar Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn